537. fundur 22. október 2019 kl. 17:30 - 22:07 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG) formaður
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1901021Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

2.Greitt útsvar 2019

Málsnúmer 1904023Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar jan.-sept. 2019. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 5,8% fyrstu níu mánuði ársins.

3.Launaáætlun 2019

Málsnúmer 1907020Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit sem sýnir samanburð á launaáætlun og útgreiddum launum fyrstu níu mánuði ársins 2019. Skv. yfirlitinu eru raunlaun undir áætlun.

4.Yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur

Málsnúmer 1902052Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur 30.06.2019.

5.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 1909023Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð tímaáætlun vegna funda bæjarráðs og bæjarstjórnar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020. Jafnframt lögð fram staðgreiðsluáætlun næsta árs.

Bæjarráð vill skoða betur forsendur staðgreiðsluáætlunar í ljósi þróunar útsvarsgreiðslna á yfirstandandi ári.

Samþykkt samhljóða.

6.Fasteignagjöld 2020

Málsnúmer 1909034Vakta málsnúmer

Lögð fram og kynnt bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2020, sundurliðuð niður á álagningarflokka. Lagt til að lóðarleiga lækki úr 2% í 1,9%. Jafnframt lagt til að sorphirðu- og sorpeyðingagjöld hækki um 1.000 kr. á íbúð og að sorpeyðingargjald sumarhúsa hækki um 500 kr. á ársgrundvelli. Skv. álagningunni hækka tekjur vegna fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði um 1,4% (A). Tekjur vegna fasteignagjalda samtals (A, B, C) hækka um 6,2%.

Jafnframt lagður fram samanburður á fasteignagjöldum og álagningu nágrannasveitarfélaga.

Bæjarráð samþykkir samhljóða ofangreinda tillögu og vísar til bæjarstjórnar.

7.Gjaldskrár 2020

Málsnúmer 1909035Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að breytingum á þjónustugjaldskrám.

Gjaldskrá fyrir byggingaleyfis-, þjónustu- og framkvæmdaleyfisgjöld hjá Grundarfjarðarbæ verður skoðuð fyrir næsta fund bæjarráðs.

Gjaldskrá fyrir geymslusvæði verður skoðuð fyrir næsta fund bæjarráðs. Gjaldskrá taki mið af því að rafmagn verði tekið inn á geymslusvæðið, auk eftirlitsmyndavéla, og að gert verði ráð fyrir þeirri framkvæmd í fjárhagsáætlun 2020.

Öðrum þjónustugjaldskrám er vísað til bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

8.Styrkumsóknir 2020

Málsnúmer 1910008Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir umsóknir um styrki vegna ársins 2020.

Yfirferð umsókna vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.

9.Þríhyrningur - hugmyndir, hönnun, endurbætur

Málsnúmer 1908016Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá íþrótta- og æskulýðsnefnd til kynningar vegna fjárhagsáætlunar 2020. Vinnu nefndarinnar við þetta mál er þó ekki lokið.

Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun 2020.

Samþykkt samhljóða.

10.Norrænar stelpur skjóta - Styrkumsókn 2019

Málsnúmer 1910018Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni Daggar Mósesdóttur vegna vinnustofunnar Norrænar stelpur skjóta, sem haldin verður í Grundarfirði í október 2019.

Lagt til að veittur verið styrkur í formi endurgjaldslausra afnota af Sögumiðstöðinni fyrir vinnustofuna. Ekki er unnt að verða við beiðni um fjárstyrk.

Samþykkt samhljóða.

11.Rarik ohf - Götulýsing í Grundarfjarðarbæ

Málsnúmer 1905019Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning Rarik vegna yfirtöku sveitarfélaga á götulýsingu. Í kynningargögnum kemur fram að viðhaldskostnaður og nýframkvæmdir kerfisins hafa verið greiddar af Grundarfjarðarbæ.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerður verði samningur við Rarik um yfirtöku sveitarfélagsins á götulýsingu. Fyrir liggur að Rarik mun skila af sér lýsingunni eftir yfirferð ljósa.

Samþykkt samhljóða.

12.Framkvæmdir 2019

Málsnúmer 1902049Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir stöðu eignfærðra framkvæmda.

13.Útboð trygginga

Málsnúmer 1910016Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð ráðgjafafyrirtækisins Concello í umsjón með útboði trygginga bæjarins. Bæjarstjórn hafði áður samþykkt að farið verði í útboð vegna trygginga.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að gengið verði til samninga við Concello vegna vinnu við útboðsgögn vegna trygginga bæjarins.

Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að ganga frá samningum.

14.Útboð olíukaupa

Málsnúmer 1910017Vakta málsnúmer


Lagt til að gerð verði verðkönnun vegna kaupa bæjarins á olíu.

Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að annast útfærslu.

Samþykkt samhljóða.

15.Sögumiðstöðin - Bráðabirgðafyrirkomulag

Málsnúmer 1910028Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga og kostnaðarmat á bráðabirgðafyrirkomulagi í Sögumiðstöð frá byrjun nóvember nk., þar sem gert er ráð fyrir opnunartíma kl. 13:00-17:00 alla virka daga og kl. 10:00-14:00 á laugardögum. Jafnframt þarf að inna af hendi ræstingu hússins.

Fyrirkomulag samþykkt samhljóða.

16.Þjóðskrá Íslands - Fasteignamat 2020

Málsnúmer 1906020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Þjóðskrá Íslands vegna leiðrétts fasteignamats 2020 fyrir fjölbýli.

17.Orkusjóður - sérstakir styrkir 2019

Málsnúmer 1909029Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar þrjár umsóknir í Orkusjóð, sem Efla verkfræðistofa vann fyrir bæinn.

18.Lenging Norðurgarðs - Verksamningur við Borgarverk

Málsnúmer 1910022Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar verksamningur Hafnarsjóðs Grundarfjarðarbæjar við Borgarverk ehf. vegna lengingar Norðurgarðs, en skrifað var undir samninginn í síðustu viku.

19.Samband íslenskra sveitafélaga - Leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna

Málsnúmer 1910002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 1. október sl. með leiðbeinandi áliti um tvöfalda skólavist barna.

20.Samband íslenskra sveitafélaga - Hvatning til sveitarstjórna

Málsnúmer 1910019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 19. september sl. með hvatningu til sveitarstjórna í tengslum við Skólaþing sveitarfélaga 2019.

21.Vinnueftirlit ríkisins - Nýjar áskoranir á vinnumarkaði og í vinnuumhverfinu

Málsnúmer 1910020Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar kynning Vinnueftirlits ríkisins á norrænni ráðstefnu um nýjar áskoranir á vinnumarkaði og í vinnuumhverfinu, sem haldin verður 7. nóvember nk.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 22:07.