232. fundur 28. nóvember 2019 kl. 16:30 - 20:53 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
 • Hinrik Konráðsson (HK)
 • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
 • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
 • Signý Gunnarsdóttir (SG)
 • Vignir Smári Maríasson (VSM)
 • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
 • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
 • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808018Vakta málsnúmer


Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína. Hún sagði m.a. frá ráðningu nýs aðalbókara, fjallaði um forsetaheimsókn og las upp þakkarbréf frá forseta Íslands þar sem þakkað er fyrir móttökur 31. október sl. Hún sagði frá því að framkvæmd Vegagerðarinnar á þjóðvegi 54 við Kirkjufell/Kirkjufellsfoss er að verða lokið og umferð hefur nú verið hleypt inn á nýja bílastæðið við Kirkjufellsfoss. Þá sagði hún frá fundum sem hún hafði sótt og fulltrúaráðsfundi Svæðisgarðs sem haldinn verður nk. mánudag 2. desember.

Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið að hluta. Hann, ásamt bæjarstjóra, sagði frá stöðu hafnarframkvæmda.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Rætt m.a. um fundi sem haldnir verða á næstunni, þróun útsvars og samtal við ríkisskattstjóra um upplýsingagjöf og Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól.

Bæjarstjórn felur bæjarráði að óska eftir fundi með stjórn Dvalarheimilisins Fellaskjóls til að ræða stöðu byggingarframkvæmda heimilisins.

Samþykkt samhljóða.

3.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer

Umræða um atvinnumál, m.a. um kolefnisgjald á fyrirtæki.

4.Skólanefnd - 150

Málsnúmer 1907004FVakta málsnúmer

 • Skólanefnd - 150 Garðar Svansson var kjörinn formaður nefndarinnar og Freydís Bjarnadóttir varaformaður.

  Samþykkt samhljóða.
 • Anna Rafnsdóttir skólastjóri Leikskólans Sólvalla mætti á fundinn.
  Ennfremur Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir, áheyrnarfulltrúi af hálfu foreldra.
  Skólanefnd - 150 Fyrir fundinum lá greinargerð leikskólastjóra þar sem hún gerði grein fyrir starfsemi skólans. Leikskólastjóri sagði frá helstu þáttum í starfsemi skólans, m.a. hvað varðar starfsmannamál, fjölda nemenda o.fl.
  Nú eru 35 börn á aldrinum 1-5 ára í skólanum, en 5-6 ára börn eru á leikskóladeildinni Eldhömrum, sem starfar í tengslum við grunnskólann.

  Leikskólastjóri sagði frá undirbúningsskrefum að því að gerast heilsueflandi leikskóli. Hún sagði frá aukinni áherslu á útikennslu, þar sem farið er með elstu börnin í leiðangra í umhverfi skólans og það rannsakað út frá mismunandi sjónarhornum.

  Rætt var um drög að reglum um sérkennslu og stuðning. Samþykkt að leita álits skólastjóra grunnskóla á þeim drögum og taka þau til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.

  Rætt var um reglur um styrki til starfsfólks sem er í kennaranámi, en reglurnar eru í endurskoðun.

  Skólastjóri viðraði hugmynd um þriggja deilda leikskóla í stað tveggja. Nú eru 1-5 ára börn í skólanum, í stað 2-6 ára áður, og þroskamunur væri meiri í þeim hópi. Þrjár deildir gæfu kost á að hafa yngstu börnin alveg sér og skapa meira næði fyrir starfsemina. Til þess þyrfti að setja upp vegg í stóra miðrýminu og stúka það af.
  Rætt var um starfsemi og þróun til framtíðar, m.t.t. fjölda barna og fleira.

  Skólastjóri sagði frá því að mikil ánægja væri með framkvæmdir sumarsins, við lóð og endurbætur húsnæðis. Hún sagði frá vel heppnuðu skólamálaþingi allra skóla á Snæfellsnesi, sem haldið var 2. október sl.

  Leikskólastjóra var þökkuð greinargóð yfirferð og gögn.
  Gestunum var þakkað fyrir komuna.

 • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunn- og tónlistarskóla var mættur á fundinn.
  Skólanefnd - 150 Í upphafi skólaárs voru 93 nemendur skráðir í Grunnskóla Grundarfjarðar.
  Starfið hefur farið vel af stað í haust. Skólinn tók þátt í fjölmenningarverkefni með Snæfellsbæ og fyrirhugað er opið hús í næstu viku.
  Skólinn hefur verið að festa teymiskennslu í sessi eins og kostur er. Yngsta stig er fremur fjölmennt en færri á mið- og unglingastigi og tekur teymiskennslan mið af því. Nýlega fékk skólinn Erasmus-plús styrk, unnið í samvinnu við fjögur lönd. Verkefnið fjallar um sjávarbyggðir á mismunandi stöðum og þau lönd sem taka þátt í verkefninu eru Pólland, Noregur, Spánn og Írland.
  Í smíðastofunni er nú komin upp aðstaða fyrir snillismiðju. Til að byrja með verða nemendur á miðstigi með fasta tíma þar en stefnt er að því að flestir ef ekki allir muni fá afnot af stofunni.
  Skólinn mun halda áfram samstarfi við aðra skóla á Snæfellsnesi um ýmsa viðburði. Má þar nefna List fyrir alla, fyrirlestra, skákkennslu og fleira. Einnig munu nemendur heimsækja tæknimessu á Akranesi.

  Unnið var að viðhaldi í sumar, m.a. múrverk við glugga og endurbætur á þakkanti, málaðar stofur uppi, skipt um lausafög og komist var fyrir leka í gluggum þar sem slíkt var vandamál, skipt var um glugga í elsta hluta skólans (Eldhamradeild) og til stendur að klæða þann vegg, sem snýr út í sundlaugargarð. Verulegar endurbætur voru gerðar á verknámshúsi og gert við þak þess, veggur fjarlægður og skipt um gólfefni að hluta. Nú standa yfir múrviðgerðir utandyra og fleira.

  Bæjarstjóri sagði frá framkvæmdum sem eru farnar af stað við að bæta aðstöðu fyrir gangandi umferð í nágrenni grunnskólans. Göngustígur verður lagður í gegnum Paimpol-garð, með gúmmígrindum sem undirlag, auk þess sem verið er að bæta umhverfi við gangbraut á Borgarbraut.

 • Skólastjóri grunnskóla sat fundinn áfram undir þessum lið.
  Skólanefnd - 150 Á Eldhömrum eru fjórir starfsmenn í 3,75 stöðugildum, auk þess sem starfsfólk grunnskóla kemur að kennslu og þrifum.
  Starfið í Eldhömrum fer vel af stað en 18 nemendur eru skráðir í deildina í haust. Fyrir fundinum lá vikuplan Eldhamra til kynningar.
  Eins og undanfarin ár fá Eldhamrar tíma í skipulagi kennara í íþróttum, sundi, smíðum, heimilisfræði og jafnvel K-Pals.

 • Sigurður Gísli skólastjóri sat fundinn áfram. Einnig var mætt Linda María Nielsen deildarstjóri tónlistarskólans. Skólanefnd - 150 Sigurður Gísli og Linda sögðu frá starfsemi skólans.
  Starfið hefur farið vel af stað það sem af er hausti. Aukning er í fjölda nemenda, en nú eru skráðir 61 nemandi. Þar af eru 5 eldri en 21 árs og 2 í framhaldsskólanum. Nemendur úr 1. og 2. bekk eru 16 talsins, ýmist í hóptímum eða 20 mínútna einkatímum. Nemendur Eldhamra koma niður í litlum hópum í tónlistarstund, einn hópur á viku í allan vetur.
  Kennarar eru 4 í 3,4 stöðugildum.
  Jólatónleikar verða miðvikudaginn 4. desember nk. í Grundarfjarðarkirkju. Verið er að skipuleggja heimsóknir á Dvalarheimilið í vetur. Söngur á sal hefst í næstu viku og verður 1x í mánuði í grunnskólanum. Elstu börn leikskólans munu koma í stutta heimasókn, einu sinni á haustönn og einu sinni á vorönn.

  Skólastjóra var þakkað fyrir greinargerðina, og þeim Lindu þökkuð koman á fundinn og góðar umræður.


 • Skólanefnd - 150 Bæjarstjóri sagði frá stöðu vinnu við mótun stefnu fyrir Grundarfjarðarbæ. Stýrihópur fjögurra bæjarfulltrúa er að störfum. Endurskoðun fjölskyldustefnu og skólastefna koma þar m.a. til skoðunar. Í þar næstu viku verður boðað til funda með starfsfólki bæjarins, foreldraráðum, íbúum o.fl.
 • Lagt fram til kynningar.
  Skólanefnd - 150

5.Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 92

Málsnúmer 1908005FVakta málsnúmer

 • 5.1 1910005 Íþróttamaður Grundarfjarðar 2019
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 92 Bréf hefur verið sent til forsvarsfólks íþróttafélaganna fjögurra með beiðni um að tilnefna fulltrúa til íþróttamanns Grundarfjarðar 2019, í síðasta lagi mánudag 4. nóvember nk.

  Aðal- og varamenn í íþrótta- og æskulýðsnefnd, auk fulltrúa allra íþróttafélaganna og deilda þeirra, hafa atkvæðisrétt í kjöri um íþróttamann ársins og verða boðaðir til fundar sem stefnt er að miðvikudaginn 6. nóvember nk. kl. 18.00.

  Íþróttamaður ársins verður tilnefndur á aðventudegi Kvenfélagsins sunnudaginn 1. desember nk.

 • 5.2 1908016 Þríhyrningur - hugmyndir, hönnun, endurbætur
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 92 Nefndin vinnur nú að tillögu til bæjarstjórnar um hvernig megi byggja upp áhugavert útivistarsvæði í Þríhyrningi.

  Nefndin hélt opinn spjallfund í Sögumiðstöðinni þann 5. september sl. þar sem kallað var eftir hugmyndum um hvernig nýta mætti Þríhyrninginn og byggja upp til framtíðar. Umræður og hugmyndir þess fundar voru teknar saman í minnisblað, sem lagt var fram á fundinum.

  Farið var yfir hugmyndir sem fram eru komnar.
  Nefndin stillti upp minnisblaði til bæjarráðs, um stöðuna nú, þar sem settar eru fram:
  a) Áherslur um uppbygginguna og um hlutverk Þríhyrnings
  b) Hugmyndir um hvað eigi að vera í Þríhyrningi
  c) Tillögur um næstu skref í þessari vinnu

  Til frekari umfjöllunar á næsta fundi.

 • 5.3 1903009 Heildarstefna fyrir Grundarfjarðarbæ
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 92 Bæjarstjóri sagði frá stöðu vinnu við mótun stefnu fyrir mikilvæga málaflokka hjá Grundarfjarðarbæ.
  Stýrihópur fjögurra bæjarfulltrúa er að störfum, en Capacent aðstoðar við vinnuna. Endurskoðun fjölskyldustefnu, skólastefna, menningarmál og íþróttamálefni koma þar m.a. til skoðunar.

  Fyrirhugaðir eru opnir fundir 21. og 22. okt. nk. í tengslum við þessa vinnu, m.a. um íþróttamál.

 • 5.4 1908028 Bindindissamtökin IOGT - Umsögn um áhrif áfengis á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
  Lagt fram til kynningar.
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 92

6.Bæjarráð - 537

Málsnúmer 1910001FVakta málsnúmer

 • 6.1 1901021 Lausafjárstaða
  Bæjarráð - 537 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
 • 6.2 1904023 Greitt útsvar 2019
  Bæjarráð - 537 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar jan.-sept. 2019. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 5,8% fyrstu níu mánuði ársins.
 • 6.3 1907020 Launaáætlun 2019
  Bæjarráð - 537 Lagt fram yfirlit sem sýnir samanburð á launaáætlun og útgreiddum launum fyrstu níu mánuði ársins 2019. Skv. yfirlitinu eru raunlaun undir áætlun.
 • Bæjarráð - 537 Lagt fram yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur 30.06.2019.
 • Bæjarráð - 537 Lögð fram uppfærð tímaáætlun vegna funda bæjarráðs og bæjarstjórnar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020. Jafnframt lögð fram staðgreiðsluáætlun næsta árs.

  Bæjarráð vill skoða betur forsendur staðgreiðsluáætlunar í ljósi þróunar útsvarsgreiðslna á yfirstandandi ári.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 537 Lögð fram og kynnt bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2020, sundurliðuð niður á álagningarflokka. Lagt til að lóðarleiga lækki úr 2% í 1,9%. Jafnframt lagt til að sorphirðu- og sorpeyðingagjöld hækki um 1.000 kr. á íbúð og að sorpeyðingargjald sumarhúsa hækki um 500 kr. á ársgrundvelli. Skv. álagningunni hækka tekjur vegna fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði um 1,4% (A). Tekjur vegna fasteignagjalda samtals (A, B, C) hækka um 6,2%.

  Jafnframt lagður fram samanburður á fasteignagjöldum og álagningu nágrannasveitarfélaga.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða ofangreinda tillögu og vísar til bæjarstjórnar.
 • 6.7 1909035 Gjaldskrár 2020
  Bæjarráð - 537 Lagðar fram tillögur að breytingum á þjónustugjaldskrám.

  Gjaldskrá fyrir byggingaleyfis-, þjónustu- og framkvæmdaleyfisgjöld hjá Grundarfjarðarbæ verður skoðuð fyrir næsta fund bæjarráðs.

  Gjaldskrá fyrir geymslusvæði verður skoðuð fyrir næsta fund bæjarráðs. Gjaldskrá taki mið af því að rafmagn verði tekið inn á geymslusvæðið, auk eftirlitsmyndavéla, og að gert verði ráð fyrir þeirri framkvæmd í fjárhagsáætlun 2020.

  Öðrum þjónustugjaldskrám er vísað til bæjarstjórnar.

  Samþykkt samhljóða.
 • 6.8 1910008 Styrkumsóknir 2020
  Bæjarráð - 537 Lagt fram yfirlit yfir umsóknir um styrki vegna ársins 2020.

  Yfirferð umsókna vísað til næsta fundar bæjarráðs.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 537 Lagt fram minnisblað frá íþrótta- og æskulýðsnefnd til kynningar vegna fjárhagsáætlunar 2020. Vinnu nefndarinnar við þetta mál er þó ekki lokið.

  Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun 2020.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 537 Lögð fram styrkbeiðni Daggar Mósesdóttur vegna vinnustofunnar Norrænar stelpur skjóta, sem haldin verður í Grundarfirði í október 2019.

  Lagt til að veittur verið styrkur í formi endurgjaldslausra afnota af Sögumiðstöðinni fyrir vinnustofuna. Ekki er unnt að verða við beiðni um fjárstyrk.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 537 Lögð fram kynning Rarik vegna yfirtöku sveitarfélaga á götulýsingu. Í kynningargögnum kemur fram að viðhaldskostnaður og nýframkvæmdir kerfisins hafa verið greiddar af Grundarfjarðarbæ.

  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerður verði samningur við Rarik um yfirtöku sveitarfélagsins á götulýsingu. Fyrir liggur að Rarik mun skila af sér lýsingunni eftir yfirferð ljósa.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Vísað til dagskrárliðar 21 á þessum fundi.
 • 6.12 1902049 Framkvæmdir 2019
  Bæjarráð - 537 Lagt fram yfirlit yfir stöðu eignfærðra framkvæmda.
 • 6.13 1910016 Útboð trygginga
  Bæjarráð - 537 Lagt fram tilboð ráðgjafafyrirtækisins Concello í umsjón með útboði trygginga bæjarins. Bæjarstjórn hafði áður samþykkt að farið verði í útboð vegna trygginga.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða að gengið verði til samninga við Concello vegna vinnu við útboðsgögn vegna trygginga bæjarins.

  Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að ganga frá samningum.

 • 6.14 1910017 Útboð olíukaupa
  Bæjarráð - 537 Lagt til að gerð verði verðkönnun vegna kaupa bæjarins á olíu.

  Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að annast útfærslu.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 537 Lögð fram tillaga og kostnaðarmat á bráðabirgðafyrirkomulagi í Sögumiðstöð frá byrjun nóvember nk., þar sem gert er ráð fyrir opnunartíma kl. 13:00-17:00 alla virka daga og kl. 10:00-14:00 á laugardögum. Jafnframt þarf að inna af hendi ræstingu hússins.

  Fyrirkomulag samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 537 Lagt fram til kynningar bréf frá Þjóðskrá Íslands vegna leiðrétts fasteignamats 2020 fyrir fjölbýli.
 • Bæjarráð - 537 Lagðar fram til kynningar þrjár umsóknir í Orkusjóð, sem Efla verkfræðistofa vann fyrir bæinn.
 • Bæjarráð - 537 Lagður fram til kynningar verksamningur Hafnarsjóðs Grundarfjarðarbæjar við Borgarverk ehf. vegna lengingar Norðurgarðs, en skrifað var undir samninginn í síðustu viku.
 • Bæjarráð - 537 Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 1. október sl. með leiðbeinandi áliti um tvöfalda skólavist barna.
 • Bæjarráð - 537 Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 19. september sl. með hvatningu til sveitarstjórna í tengslum við Skólaþing sveitarfélaga 2019.
 • Bæjarráð - 537 Lögð fram til kynningar kynning Vinnueftirlits ríkisins á norrænni ráðstefnu um nýjar áskoranir á vinnumarkaði og í vinnuumhverfinu, sem haldin verður 7. nóvember nk.

7.Skipulags- og umhverfisnefnd - 204

Málsnúmer 1908002FVakta málsnúmer

Til máls tóku JóK, HK, UÞS, BÁ og BS.

 • Sótt er um byggingarleyfi vegna breytinga á húsnæði að Hrannarstíg 5 en breyta á neðri hæðinni, sem áður var verslun í 2 íbúðir. Skipulags- og umhverfisnefnd - 204
  Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fara í vettvangsheimsókn við fyrsta tækifæri, til þess að kanna aðstæður.

 • Valgeir Þór Magnússon og Ingibjörg Sigurðardóttir sækja um byggingarleyfi vegna einbýlishúss í Innri-Látravík, áður hafði verið gefið út tímabundið stöðuleyfi vegna hússins.

  Bæjarráð frestaði málinu á 534. fundi sínum og hafa landeigendur nú óskað eftir því að umsókn þeirra sé tekin fyrir að nýju.

  Fyrir liggja uppfærðir uppdrættir af teikningum ásamt greinagerð vegna breytinganna.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 204
  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi vegna einbýlishúss í landi Innri Látravíkur að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Á Facebook-síðu Grundarfjarðarbæjar 20. júlí sl. barst fjöldi ábendinga um nafn á nýju götuna. Skipulags- og umhverfisnefnd - 204
  Lögð fram tillaga um að nýja gatan sem liggur milli Sólvalla og Nesvegar muni heita Bergþórugata til heiðurs Bergþóru Sigurðardóttur sem var ljósmóðir hér í Grundarfirði og bjó að Sólvöllum.

  Nefndin leggur til að minnisvarða verði komið fyrir í Bergþórugötu, þar sem Bergþóru er minnst.
  Bókun fundar Allir tóku til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Á 202. fundi Skipulags- og umhvefisnefndar var Skipulags og byggingarfulltrúa falið að setja fyrirhugaðar byggingar á lóðunum við Grundargötu 12 og 14 í grenndarkynningu að gerðum uppfærðum teikningum.

  Lögð fram til samþykktar þau gögn sem fóru með grenndarkynningunni þann 15. október sl. eftir að nefndin hafði gefið rafrænt samþykki. Frestur til athugasemda er til og með 15. nóvember.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 204
  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir grenndarkynninguna.

  Signý Gunnarsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Ný umferðarlög sem samþykkt voru á Alþingi í júní og taka gildi 1. janúar 2020 fela í sér mörg veigamikil nýmæli og breytingar á fyrri löggjöf. Lagt fram til umræðu. Skipulags- og umhverfisnefnd - 204
  Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að hámarkshraði í þéttbýli Grundarfjarðarbæjar verði 30 km á klst. Einnig leggur nefndin til að hámarkshraði við grunnskóla verði færður niður í 15 km á klst.

  Með þessu samræmist bílaumferð stefnumótun bæjarins um gönguvænan Grundarfjörð.

  Nefndin telur að endurskoða þurfi umferðarmerkingar m.t.t. nýrra laga nr. 77/2019.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • 7.6 1902007 Fellabrekka 7-21
  Lögð fram til kynningar tillaga að útfærslu framkvæmdar.

  Skipulags- og umhverfisnefnd - 204 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til, öryggisins vegna, að farið verði í framkvæmdir við Fellasneið ofan við Fellabrekku 7-21 sem allra fyrst.

  Þuríður Gía Jóhannesdóttir vék af fundi undir þessum lið.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Bæjarráð vísaði drögunum til nefndarinnar til umsagnar og kallaði eftir athugasemdum. Fresturinn er runninn út, en erindið lagt hér upp til kynningar fyrir nefndinni. Skipulags- og umhverfisnefnd - 204
  Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að gjaldskrá byggingarfulltrúaembættisins verði endurskoðuð m.t.t. leiðbeininga Sambands íslenskra sveitarfélaga.
 • Lögð fram Ársskýrsla loftgæða með gögnum um loftgæði í landinu til ársins 2017 gefin út af Umhverfisstofnun. Skipulags- og umhverfisnefnd - 204
  Lagt fram til kynningar.

8.Bæjarráð - 538

Málsnúmer 1910007FVakta málsnúmer

 • 8.1 1902007 Fellabrekka 7-21
  Bæjarráð - 538 Lögð fram tillaga að útfærslu framkvæmdar sem lögð var fram til kynningar á 204. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 24. október sl.

  Framkvæmdin felst í frágangi götu í Fellasneið ofan við lóðamörk Fellabrekku, þar sem hrunið hefur úr vegkanti. Auk þess í frágangi á stoðvegg og fallvörnum á sama stað.

  Skipulags- og byggingafulltrúi kynnti gögn unnin af Verkís fyrir Grundarfjarðarbæ, hönnun og kostnaðaráætlun, og fór yfir útfærslu verksins.

  Á fyrrgreindum fundi sínum lagði skipulags- og umhverfisnefnd til, öryggisins vegna, að farið yrði í þessar framkvæmdir sem allra fyrst. Nefndin hafði áður samþykkt breytt lóðablöð fyrir lóðirnar Fellabrekku 7-21, eftir samráð við íbúa Fellabrekku 15-21.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða að fara í verkið í samræmi við það sem kynnt var og felur skipulags- og byggingafulltrúa og bæjarstjóra að afla tilboða í verðkönnun verksins.
  Bókun fundar Til máls tóku JÓK og BÁ.

9.Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 93

Málsnúmer 1911001FVakta málsnúmer

 • 9.1 1911001 Tilnefningar til íþróttamanns ársins 2019
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 93 Fram voru lagðar sex tilnefningar íþróttamanna vegna ársins 2019 frá íþróttafélögum og frá deildum UMFG. Farið var yfir tilnefningar og reglur sem um kjörið gilda.

  Gengið var til kjörs á íþróttamanni ársins í samræmi við reglurnar. Niðurstöðu verður haldið leyndri þar til íþróttafólk ársins verður heiðrað á aðventudegi Kvenfélagsins Gleym-mér-ei í samkomuhúsinu sunnudag 1. des. nk.

  Bæjarstjóri mun sjá til þess að farandbikar verði áritaður og að verðlaunaskjöldur verði útbúinn fyrir íþróttamann ársins. Aðrir íþróttamenn fái blómvönd. Öll fái þau áritað skjal.

  Fulltrúum íþróttafélaganna var þökkuð koman og viku þau af fundi.

  Nefndin ræddi um reglur um kjör íþróttamanns Grundarfjarðar, frá 29. okt. 2014.
  Nefndin telur kominn tíma til að yfirfara reglurnar og mun gera það á nýju ári og setja fram tillögu um breytingar ef ástæða þykir til.

 • 9.2 1908016 Þríhyrningur - hugmyndir, hönnun, endurbætur
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 93 Nefndin vinnur að tillögu til bæjarstjórnar um hvernig megi byggja upp áhugavert útivistarsvæði í Þríhyrningi.

  Nefndin stillti upp og gekk frá minnisblaði nr. 2 til bæjarráðs, þar sem sett er fram tillaga um næstu skref og fyrsta áfanga verkframkvæmda sem nefndin óskar eftir að fari fram 2020. Minnisblaðið verði kynnt bæjarráði vegna fjárhagsáætlunargerðar 2020.

10.Hafnarstjórn - 7

Málsnúmer 1910005FVakta málsnúmer

 • 10.1 1901031 Staða hafnarsjóðs
  Hafnarstjórn - 7 Hafnarstjóri kynnti fjárhagsstöðu hafnarinnar, skv. yfirliti dags. 12. nóvember 2019.
  Tekjur stefna í að verða 20% yfir fjárhagsáætlun ársins 2019. Útgjöld gætu farið 8% fram úr því sem áætlað var árið 2019. Á móti stærstum hluta þeirrar útgjaldaaukningar, koma auknar tekjur af útseldri vinnu.
  Framkvæmdakostnaður var áætlaður fyrir árið 2019, en gæti breyst í takt við það hvernig yfirstandandi verkframkvæmdum miðar áfram það sem eftir er árs.

 • Lögð fram tillaga hafnarstjóra að fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2020. Ennfremur yfirlit yfir raunstöðu 12. nóvember 2019 og raunniðurstöðu ársins 2018, til samanburðar.

  Hafnarstjórn - 7 Hafnarstjóri fór yfir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun 2020. Greinargerð hafnarstjóra fylgir áætluninni.

  Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun hafnarinnar fyrir árið 2020 og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

  Jafnframt leggur hafnarstjórn til að samtals verði settar 125 m.kr. í fjárfestingar vegna hafnargerðar, með fyrirvara um stöðu verkframkvæmda á þessu ári, sem kynnt verður nánar í desember.
  Bókun fundar Greinargerð hafnarstjóra með fjárhagsáætlun 2020 er sérstaklega vísað til umfjöllunar í bæjarráði.

  Samþykkt samhljóða.
 • Lögð fram til kynningar staðfest breyting á aðalskipulagi vegna hafnarframkvæmda sem auglýst var í B-deild Stjórnartíðinda þann 1. nóvember sl.
  Hafnarstjórn - 7
 • Hafnarstjórn - 7 Farið var yfir stöðu hafnarframkvæmda og næstu skref. Í dag hófu verktakar að keyra grjóti í hafnargarðinn. Grjót er sótt í námu í Lambakróarholti.

 • Lagt fram til kynningar erindi bæjarstjóra á Skipulagsdeginum 8. nóvember 2019.

  Hafnarstjórn - 7
 • Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  Hafnarstjórn - 7
 • Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  Hafnarstjórn - 7
 • Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  Hafnarstjórn - 7

11.Skipulags- og umhverfisnefnd - 205

Málsnúmer 1911002FVakta málsnúmer

 • 11.1 1904011 Breyting á aðalskipulagi vegna hafnarframkvæmda
  Breyting á aðalskipulagi vegna hafnarframkvæmda, þ.e. vegna lengingar Norðurgarðs Grundarfjarðarhafnar og breytinga á námu í Lambakróarholti, var staðfest við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda í dag 1. nóvember 2019.

  Skipulags- og umhverfisnefnd - 205 Lagt fram til kynningar.
 • 11.2 1911021 Lambakróarholt, efnistaka - Umsókn um framkvæmdaleyfi
  Umsókn Grundarfjarðarbæjar um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í Lambakróarholti.  Skipulags- og umhverfisnefnd - 205 Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, f.h. bæjarins, leggur fram umsókn um framkvæmdaleyfi, skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna 140.000 m3 efnistöku af tæplega 29.000 m2 svæði, í Lambakróarholti í Grundarfjarðarbæ.
  Ráðgert er til að byrja með að nýta 70.000 m3 af klapparefni úr námunni í brimvörn og fyllingarefni vegna lengingar á Norðurgarði sem hafin er, en efnið verður allt nýtt þar sem þörf er á klapparefni.

  Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr Lambakróarholti fyrir 140.000 m3 efnis á grunni staðfestrar breytingar dags. 1.11.2019 á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2003-2015 vegna lengingar Norðurgarðs og efnistökusvæðis í Lambakróarholti.

  Skipulags- og umhverfisnefnd hefur kynnt sér fylgigögn sem vísað er til í umsókn um framkvæmdaleyfi. Það er mat skipulags- og umhverfisnefndar að framlögð gögn lýsi framkvæmdinni á fullnægjandi hátt, að framkvæmdin sé í samræmi við ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu og gildandi skipulagsáætlun, sbr. 10. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Samræmi er á milli þeirrar framkvæmdar sem lýst er í tilkynningu framkvæmdar til Skipulagsstofnunar og umsóknar um framkvæmdaleyfi, ásamt þeim gögnum sem lögð eru fram með henni.

  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í námu í Lambakróarholti í samræmi við fyrrnefnda umsókn með tilvísan í 15. gr. skipulagslaga. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • 11.3 1911020 Lenging Norðurgarðs - framkvæmdaleyfi
  Grundarfjarðarhöfn sækir um framkvæmdaleyfi í samræmi við breytingu á aðalskipulagi vegna hafnarframkvæmda, sem staðfest hefur verið og birt í B-deild Stjórnartíðinda í dag 1. nóvember 2019.


  Skipulags- og umhverfisnefnd - 205 Hafnarstjóri Grundarfjarðarhafnar, f.h. hafnarsjóðs Grundarfjarðarhafnar, leggur fram umsókn um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lengingu Norðurgarðs til austurs og gerðar nýs viðlegukants. Sótt er um framkvæmdaleyfi á grunni staðfestrar breytingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2003-2015 vegna lengingar Norðurgarðs og efnistökusvæðis í Lambakróarholti, dags. 1.11.2019.

  Skipulags- og umhverfisnefnd hefur kynnt sér fylgigögn sem vísað er til í umsókn um framkvæmdaleyfi. Það er mat skipulags- og umhverfisnefndar að framlögð gögn lýsi framkvæmdinni á fullnægjandi hátt, hönnunargögn séu fullnægjandi og að framkvæmdin sé í samræmi við gildandi aðalskipulag, sbr. 10. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkvæmdaleyfi vegna lengingar Norðurgarðs með tilvísan í 15. gr. skipulagslaga. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

12.Skipulags- og umhverfisnefnd - 206

Málsnúmer 1910004FVakta málsnúmer

 • 12.1 1911006 Berserkseyri - Umsókn um byggingarleyfi
  H.G.G fasteign sækir um byggingarleyfi vegna breytinga á íbúðarhúsnæði og vélageymslu. Skipulags- og umhverfisnefnd - 206 Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fara í vettvangsskoðun við fyrsta tækifæri, til þess að kanna aðstæður.
 • 12.2 1911010 Framkvæmdaleyfi - Blindhæð við Kirkjufell
  Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdar við endurbætur á þjóðvegi 54 á blindhæð við Kirkjufell og Kirkjufellsfoss.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 206 Skipulags- og umhverfisnefnd hefur kynnt sér fylgigögn sem vísað er til í umsókn um framkvæmdaleyfi. Það er mat skipulags- og umhverfisnefndar að framlögð gögn lýsi framkvæmdinni á fullnægjandi hátt, hönnunargögn séu fullnægjandi og að framkvæmdin sé í samræmi við gildandi aðalskipulag, sbr. 10. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi til Vegagerðarinnar að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • 12.3 1908008 Framkvæmdaleyfi til skógræktar á Spjör
  Lagt fram erindi Gísla Karels Halldórssonar (hér eftir nefndur framkvæmdaraðili), dags. 26.6.2019, þar sem sveitastjórn Grundarfjarðarbæjar er tilkynnt um skógræktarsamning á jörðinni Spjör. Fram kemur að samningurinn taki til 43 ha lands og erindinu fylgir greinargerð Skógræktarinnar um skógræktaráformin, dags. 29.4.2019. Einnig fylgja tvö kort af svæðinu; annars vegar af 43 ha samningssvæði og hinsvegar kort af mögulegri stækkun þess í 66 ha. Jafnframt fylgir ódags. svar Skógræktarinnar við umsókn framkvæmdaraðila um skógræktarsamning þar sem fram kemur að sækja þurfi um framkvæmdaleyfi áður en samningur er gerður. Í framlögðu erindi framkvæmdaraðila til Grundarfjarðarbæjar er óskað eftir afstöðu sveitastjórnar hvort krafist er framkvæmdaleyfis í samræmi við reglugerð nr. 772/2012. Skipulags- og umhverfisnefnd - 206 Skipulags- og umhverfisnefnd hefur yfirfarið framlögð gögn og telur skógræktaráformin
  hvorki stangast á við gildandi aðalskipulag né fyrirliggjandi tillögu að nýju aðalskipulagi, að því gefnu að þau séu á landbúnaðarsvæði og tekið sé mið af þeim markmiðum og viðmiðum sem þar eru, s.s. minjar, ásýnd og landslag, fjarlægð frá vatnsbökkum, veitum og samgönguæðum. Skógræktaráformin eru framkvæmdaleyfisskyld þar sem þau falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum, sbr. lið 1.07 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum sem tilgreinir „Nýræktun skóga á allt að 200 ha svæði sem breytir fyrri landnotkun“. Slíkar framkvæmdir er skylt að tilkynna sveitarstjórn til ákvörðunar um matsskyldu og þarf sú ákvörðun að liggja fyrir áður en unnt er að gefa út framkvæmdaleyfi.

  Áður en skipulags- og umhverfisnefnd tekur afstöðu til matsskyldu er óskað eftir að framkvæmdaraðili geri nánari grein fyrir mögulegum umhverfisáhrifum framkvæmdanna með hliðsjón af viðmiðum í 2.viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum, sbr. einnig leiðbeiningablað Skipulagsstofnunar „Mat á umhverfisáhrifum - framkvæmdir í flokki C“, útg. 2015. Auk þess verði gerð grein fyrir hvernig skógræktaráformin falla að fyrri hugmynd umsækjandans um frístundabyggð sem samþykkt var að setja fram í tillögu að aðalskipulagi sem er í ferli.
  Þegar þau gögn liggja fyrir verður tekin ákvörðun um matsskyldu og framkvæmdaleyfi.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • 12.4 1803056 Skerðingsstaðir Deiliskipulag
  Skipulags- og umhverfisnefnd Grundarfjarðarbæjar fjallaði um skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag á Skerðingsstöðum, á fundi sínum 17. október 2018 og samþykkti að hún yrði kynnt skv. 40. gr. skipulagslaga. Í kjölfarið var skipulagslýsingin auglýst í Fréttablaðinu 9. janúar 2019, í Jökli, bæjarblaði, 859. tölublaði, dags. 10. janúar 2019 og á vef Grundarfjarðarbæjar þann 9. janúar 2019.
  Skipulagslýsingin var jafnframt send umsagnaraðilum og landeigendum nærliggjandi jarða til umsagnar og bárust tíu umsagnir og athugasemdir sem lagðar voru fyrir 202. fund skipulags- og umhverfisnefndar þann 29. júlí 2019.
  Með tölvupósti dags. 5. september 2019 var framkvæmdaraðila/skipulagshöfundum boðið að veita umsögn um framkomnar athugasemdir. Svör bárust með minnisblaði skipulagshöfunda, Zeppelin arkitekta, til Grundarfjarðarbæjar dags. 26.9.2019.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 206 Skipulags- og umhverfisnefnd hefur yfirfarið framkomnar athugasemdir og umsagnir skipulagshöfunda og sett fram afgreiðslu sína á einstökum athugasemdum sbr. hjálagt fylgiskjal. Nefndin beinir því til framkvæmdaraðila og skipulagshöfunda að móta deiliskipulag og vinna umhverfisskýrslu á grunni þeirrar afgreiðslu sem þar kemur fram.

  Bókun fundar Til máls tóku JÓK og UÞS.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

 • 12.5 1608001 Hjallatún 2 - skil á lóð
  Dodds ehf. hafði til umráða lóð við Hjallatún 2 skv. lóðarleigusamningi dags. 24. júní 2005.

  Skipulags- og umhverfisnefnd - 206 Með tölvupósti dagsettum 6. nóvember 2019 tilkynnti Dodds ehf. um skil á lóð að Hjallatúni 2.

  Er hún því laus til úthlutunar.
 • 12.6 1911005 Grundargata 82 og 90 - skil á lóðum
  Almenna umhverfisþjónustan ehf. fékk úthlutað lóðum að Grundargötu 82 og 90 á 178. fundi skipulags- og umhverfisnefndar.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 206 Með tölvupósti dagsettum 30. október 2019 tilkynnti Almenna umhverfisþjónustan ehf. um skil á lóðunum að Grundargötu 82 og 90.

  Eru þær því lausar til úthlutunar.
 • 12.7 1604026 Lausar lóðir í Grundarfjarðarbæ.
  Lögð fram drög að yfirliti yfir lausar íbúðar- og iðnaðarlóðir í Grundarfjarðarbæ. Skipulags- og umhverfisnefnd - 206 Farið yfir framlagt yfirlit um lausar íbúðar- og iðnaðarlóðir í Grundarfirði. Skipulags- og umhverfisnefnd felur embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka við yfirlitsmynd í samræmi við umræður fundarins og birta á vef bæjarins. Bókun fundar Til máls tóku JÓK, HK og UÞS.

  Bæjarstjórn samþykkir að leggja lóðina að Grundargötu 31 inn til úthlutunar hjá skipulags- og umhverfisnefnd. Húseign á lóðinni sé víkjandi þegar til úthlutunar kemur.

  Samþykkt samhljóða.

 • 12.8 1908023 Hrannarstígur 5 - Umsókn um Byggingarleyfi, breyting
  Á 204. fundi skipulags- og umhverfisnefndar frestaði nefndin erindinu og fól skipulags- og byggingarfulltrúa að fara í vettvangsheimsókn til að kanna aðstæður.
  Byggingarfulltrúi fór ásamt slökkviliðsstjóra í vettvangsheimsókn þann. 30. október sl.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 206 Skipulags- og byggingarfulltrúi greindi frá vettvangsskoðun sem farin var ásamt slökkviliðsstjóra að Hrannarstíg 5.
  Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði athugasemdir og beðið er eftir fullnægjandi gögnum til að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.
 • 12.8 1911018 Óleyfisframkvæmdir
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 206 Að gefnu tilefni er embætti skipulags- og byggingarfulltrúa falið að kanna hvort í gangi séu óleyfisframkvæmdir í sveitarfélaginu, sbr. 55. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki.
  Bókun fundar Til máls tóku JÓK, UÞS, HK, BÁ og BS.

 • 12.9 1911019 Skipulagsdagurinn 2019
  Lagt fram til kynningar. Skipulags- og umhverfisnefnd - 206 Skipulags- og umhverfisnefnd vekur athygli á áhugaverðu erindi bæjarstjóra á Skipulagsdeginum 2019 sem haldinn var í Hörpu þann 8. nóvember síðastliðinn. Upptökur af Skipulagsdeginum má nálgast hér: https://www.skipulag.is/skipulagsstofnun/vidburdir/nr/1308

13.Bæjarráð - 539

Málsnúmer 1910003FVakta málsnúmer

 • 13.1 1901021 Lausafjárstaða
  Bæjarráð - 539 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
 • 13.2 1904023 Greitt útsvar 2019
  Bæjarráð - 539 Lagt fram yfirlit yfir greitt úrsvar janúar-október 2019. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 2,9% fyrstu tíu mánuði ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Sé litið til mánaðanna júlí-október hefur útsvar lækkað um 0,5% frá sama tímabili í fyrra.

  Bæjarráð lýsir áhyggjum af þróun útsvarstekna, einkum því hversu sveiflukenndar tekjurnar eru milli mánaða og í samanburði við tekjur fyrri ára.

  Bæjarráð telur verulega skorta á upplýsingagjöf og gagnsæi þegar kemur að útsvarstekjum sem innheimtar eru af Ríkisskattstjóra. Útsvarið er stærsti tekjustofn bæjarins. Eðlilegt er að haldgóðar upplýsingar liggi fyrir um þróun þess, enda nauðsynlegar forsendur í rekstri sveitarfélagsins.
 • 13.3 1910029 Tillaga um afskriftir viðskiptakrafna
  Bæjarráð - 539 Lögð fram tillaga um afskrift viðskiptakrafna Grundarfjarðarbæjar að fjárhæð 33.714 kr.

  Samþykkt samhljóða.
 • 13.4 1910024 Sýslumaðurinn á Vesturlandi - Afskriftabeiðnir
  Bæjarráð - 539 Lögð fram tillaga Innheimtumanns ríkissjóðs, Sýslumannsins á Vesturlandi, um afskrift útsvarsskulda. Höfuðstóll skuldanna er 6.144.579 kr.

  Samþykkt samhljóða.
 • 13.5 1902049 Framkvæmdir 2019
  Bæjarráð - 539 Lagt fram yfirlit yfir stöðu eignfærðra framkvæmda 2019.
 • 13.6 1909035 Gjaldskrár 2020
  Bæjarráð - 539 Endurskoðun á gjaldskrám v/byggingaleyfis- þjónustu- og framkvæmdaleyfisgjalda og vegna geymslusvæðis verður framhaldið og lokið fyrir fund bæjarstjórnar í desember.

  Samþykkt samhljóða.
 • 13.7 1910008 Styrkumsóknir 2020
  Bæjarráð - 539 Lögð fram erindi vegna styrkbeiðna ásamt yfirliti yfir áætlaða styrki árið 2020.

  Bæjarráð samþykkir drög að yfirliti og vísar því til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

  Samþykkt samhljóða.
 • 13.8 1909023 Fjárhagsáætlun 2020
  Bæjarráð - 539 Lögð fram launaáætlun ársins 2020 auk samanburðar við áætlun þessa árs. Jafnframt lagður fram útreikningur á kostnaðarhlutfalli foreldra v/leikskóla og tónlistarskóla.

  Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2020 og 3ja ára áætlun áranna 2021-2023. Farið yfir breytingar sem gerðar verða á fyrirliggjandi drögum.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða drög að fjárhagsáætlun 2020-2023 og vísar þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
 • 13.9 1910014 Hesteigendafélag Grundarfjarðar - Nýr samningur og skilmálar hesthúsahverfis
  Bæjarráð - 539 Lagt fram erindi Hesteigendafélagsins um að gerður verði nýr samningur um beitarland. Einnig um umgengni í hesthúsahverfi. Til stendur að bæjarstjóri hitti fulltrúa félagsins.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla gagna um efnið og að gera drög að samningi sem lagður verði fyrir bæjarráð.

  Samþykkt samhljóða.
 • 13.10 1710009 Skotfélagið, erindi 21/9 2017
  Bæjarráð - 539 Lögð fram drög að samningi um æfingaaðstöðu Skotfélagsins Skotgrundar í Samkomuhúsi Grundarfjarðar, sbr. erindi frá 2017.

  Bæjarráð samþykkir samninginn að því gefnu að Skotfélagið uppfylli lög og reglugerðir varðandi skotæfingar innanhúss. Með vísan til 2. gr. samningsdraganna óskar bæjarráð eftir að fara yfir stöðuna í mars nk. m.t.t. reynslunnar sem þá hefur fengist.

  Leigugjald fer skv. gjaldskrá bæjarins v/æfingatíma og ræstingargjalds, en bæjarráð samþykkir að veita 25% afslátt.

  Samþykkt samhljóða.
 • 13.11 1911011 Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - viðbótarframlag 2019
  Bæjarráð - 539 Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands dags. 30. október sl. þar sem fram kemur ósk um viðbótarframlag eigenda til eftirlitsins vegna fyrirsjáanlegs halla á yfirstandandi rekstrarári.

  Bæjarráð hefði kosið að fá vitneskju um núverandi stöðu fyrr á árinu v/áætlanagerðar. Bæjarráð samþykkir ósk um viðbótarframlag til heilbrigðiseftirlitsins.

  Samþykkt samhljóða.
 • 13.12 1911012 Eldstoðir ehf. - nýr samningur
  Bæjarráð - 539 Lögð fram drög að samningi við Eldstoðir ehf. um eldvarnareftirlit. Lagt til að endurnýjaður verði samningur við Eldstoðir ehf.

  Samþykkt samhljóða.
 • 13.13 1910023 Byggðakvóti 2019-2020
  Bæjarráð - 539 Lögð fram auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2019/2020.

  Bæjarstjóra falið að sækja um byggðakvóta.

  Samþykkt samhljóða.
 • 13.14 1910030 Samstarfsfundir persónuverndarfulltrúa sveitarfélaga - Fundargerð
  Bæjarráð - 539 Lögð fram til kynningar fundargerð samstarfsfundar persónuverndarfulltrúa sveitarfélaga sem haldinn var hjá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga 5. september sl.
 • 13.15 1910034 LS ohf. - Áreiðanleikakönnun viðskiptamanna
  Bæjarráð - 539 Lagt fram til kynningar bréf Lánasjóðs sveitarfélaga vegna áreiðanleikakönnunar viðskiptamanna í tenglsum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
 • 13.16 1707019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Grunnskóli Grundarfjarðar v/úttektar.
  Bæjarráð - 539 Lögð fram til kynningar umbótaáætlun Grunnskóla Grundarfjarðar ásamt bréfasamskiptum milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og Grundarfjarðarbæjar.
 • 13.17 1911002 Alþingi - Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum
  Bæjarráð - 539 Lagður fram tölvupóstur umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011.
 • 13.18 1911008 Samband íslenskra sveitafélaga - Jafnréttislög, nýtt námskeið
  Bæjarráð - 539 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi nýtt námskeið um jafnréttislögin og áhrif þeirra á opinberum og almennum vinnumarkaði.

  Skrifstofustjóra falið að fá upptöku af námskeiðinu.
 • 13.19 1905001 Umhverfisstofnun - Endurskoðun - lokunarfyrirmæli urðunarstaða
  Bæjarráð - 539 Lagt fram til kynningar bréf Umhverfisstofnunar frá 8. nóvember sl. ásamt skýrslu um lokunareftirlit á aflagðan urðunarstað Grundarfjarðarbæjar.

  Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu og svara Umhverfisstofnun.
 • 13.20 1911014 Cognitio ehf.- Framfaravogin 2019
  Bæjarráð - 539 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Framfararvogarinnar á fundi sem haldinn verður 18. nóvember nk.
 • 13.21 1911015 FSN - Skólaakstur, uppgjör vegna haustannar 2018
  Bæjarráð - 539 Lagt fram til kynningar bréf Fjölbrautaskóla Snæfellinga dags. 28. október sl., vegna uppgjörs skólaaksturs á haustönn 2018. Haustönn kom út í halla og er hlutdeild Grundarfjarðarbæjar í þeim kostnaði er 65.658 kr.
 • 13.22 1911016 FSN - Skólaakstur, uppgjör vegna vorannar 2019
  Bæjarráð - 539 Lagt fram til kynningar bréf Fjölbrautaskóla Snæfellinga dags. 28. okt. sl., vegna uppgjörs skólaaksturs á vorönn 2019. Vorönn kom út í halla og er hlutdeild Grundarfjarðarbæjar í þeim kostnaði er 460.474 kr.

14.Skipulags- og umhverfisnefnd - 207

Málsnúmer 1911005FVakta málsnúmer

Til máls tóku JÓK og UÞS.

 • 14.1 1805034 Aðalskipulag Grundarfjarðar 2019 - 2039
  Lögð var fram umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 18. nóvember 2019, um tillögu að Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Stofnunin hefur farið yfir aðalskipulagstillöguna sem samþykkt var af skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn í september sl. og í framhaldi send Skipulagsstofnun til athugunar.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 207 Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga þegar brugðist hefur verið við eftirfarandi atriðum. Svör skipulags- og umhverfisnefndar eru sett fram á eftir hverjum athugasemdarlið.

  Efnisleg atriði:

  - Tekin verði ákvörðun um staðsetningu dælustöðvar en í tillögunni kemur fram (á bls. 169) að ástæða sé til að endurskoða stefnu um staðsetningu hennar í Torfabót.

  - Svör nefndar:
  Í aðalskipulagstillögunni, kafla 7.4, er sett fram markmið um að fráveitumálum verði komið í gott horf og að gerð verði áætlun í fráveitumálum í samræmi við reglugerð um fráveitur og sorp. Þar er jafnframt sagt að í þéttbýlinu verði skólpi safnað saman með sniðræsum í eina dælustöð í Torfabót eða á austanverðu Framnesi, og dælt þaðan út frá stórstraumsfjöru. Heimilt verði að staðsetja dælustöðina á athafnasvæðinu í samræmi við útfærslu í deiliskipulagi.
  Textanum verði breytt þannig að möguleg staðsetning er einskorðuð við Framnes en að í deiliskipulagi verði nákvæm staðsetning ákveðin. Dælustöð á athafnasvæði eða hafnarsvæði telst í samræmi við aðalskipulag. Texta á bls. 169 (sem er í forsenduhluta) verður einnig breytt m.t.t. þessa þannig að skýrt sé, að stefnt er að dælustöð á Framnesi sem verði staðsett nánar við deiliskipulagsgerð í samhengi við skipulag fyrir aðra uppbyggingu á svæðinu.


  Lagfæringar á uppdráttum:

  - Kortagrunnur verði lagfærður þannig að hann sýni staðhætti og landslagseinkenni.
  - Skýr skil séu á milli þéttbýlisuppdráttar og sveitarfélagsuppdáttar.
  - Númer landnotkunarreita á uppdráttum og í greinargerð verði samræmd.
  - Stærðir allra landnotkunarreita komi fram landnotkunartöflum í skipulagsgreinargerð.
  - Gerð verði grein fyrir landnotkunarafmörkun/staðsetningu efnistökusvæðis E-7 og E-13 á sveitarfélagsuppdrætti.

  - Svör nefndar:
  Uppdrættir verða lagfærðir í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar.

  Lagfæringar í skipulagsgreinargerð og umhverfisskýrslu:
  - Fram komi stærð efnistökusvæða og efnismagn.
  - Gera þarf nokkrar lagfæringar á númerum landnotkunarreita og samræma skýringarmynd yfir hafnarsvæði við þéttbýlisuppdrátt.
  - Skýrt verði hvað átt er við með „upphaflega staðfestingu nýs aðalskipulags“ á bls. 10 í umhverfisskýrslu.

  - Svör nefndar:
  Varðandi stærð efnistökusvæða og efnismagn á þeim, þá liggja þær upplýsingar ekki fyrir og ekki þótti mögulegt að mæla stærð og áætla magn í hverri námu. M.a. vegna þessa annmarka á tiltækum gögnum er sett fram stefna um að gengið verði úr skugga um að allir efnistökustaðir hafi framkvæmdaleyfi og úthlutun leyfa verði bundin skilyrðum um magn, góða umgengni og vandaðan frágang námanna að efnistöku lokinni m.t.t. landslags. Gagnakröfur vegna framkvæmdaleyfisumsókna eru einnig skilgreindar og sett eru ákvæði um hámarksmagn á hverju svæði.

  Skipulagsgreinargerð og umhverfisskýrsla verða að öðru leyti lagfærðar í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar.

  Nefndin samþykkir að gera eftirfarandi viðbótarbreytingu við tillöguna:

  Nefndin samþykkir að færa efri mörk landbúnaðarsvæða úr 150 m í 200 m y.s., með hliðsjón af landslagi og staðháttum sem ríkjandi eru í Eyrarsveit, en land ofan þeirrar hæðarlínu er fjalllendi sem býður ekki upp á mannvirkjagerð. Eftir sem áður eru hefðbundin landbúnaðarnot heimil ofan 200 m. Með þessari breytingu næst m.a. samræmi við efri mörk landbúnaðarsvæða í aðalskipulagi Snæfellsbæjar. Áður ákveðnum línum, sbr. aðalskipulagstillögu sem nefndin fjallaði um 12.9.2019, verði þó haldið óbreyttum í kringum Kirkjufell, á Bárarhálsi, í Búlandshöfða og í Stöðinni. Ennfremur verði í aðalskipulagstillögunni fjallað um þann greinarmun sem er á milli landnotkunarákvæða/-flokka skv. skipulagsreglugerð og ákvæða um almannarétt um för um land skv. lögum um náttúruvernd og lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.


  Niðurstaða:

  Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsráðgjafa að breyta skipulagsgögnum í samræmi við framangreind svör og tillögu um viðbótarbreytingu.
  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að auglýsa aðalskipulagstillöguna svo breytta, sbr. 31. gr. skipulagslaga, ásamt umhverfisskýrslu tillögunnar, sbr. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana.

  Bókun fundar Lögð fram fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar dags. 27.11.2019 þar sem umsögn Skipulagsstofnunar um tillögu að nýju aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar ásamt umhverfisskýrslu var til umfjöllunar sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

  Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar og felur bæjarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 ásamt umhverfisskýrslu tillögunnar á grundvelli 31. gr. skipulagslaga og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana. Athugasemdafrestur verði að lágmarki 7 vikur frá birtingu auglýsingar.

  Samþykkt samhljóða.

15.Afsögn bæjarfulltrúa

Málsnúmer 1911028Vakta málsnúmer


Heiður Björk Fossberg Óladóttir hefur óskað lausnar frá setu í bæjarstjórn þar sem hún er að flytja úr sveitarfélaginu.

Heiði Björk er þakkað fyrir störf sín á vettvangi bæjarstjórnar á kjörtímabilinu og henni óskað velfarnaðar í nýjum verkefnum.

Bjarni Sigurbjörnsson tekur sæti Heiðar Bjarkar sem aðalmaður í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

16.Kosning bæjarráðs, aðal- og varamenn

Málsnúmer 1806012Vakta málsnúmer

Lagt til að Jósef Ó. Kjartansson verði nýr fulltrúi D-lista í bæjarráði og Bjarni Sigurbjörnsson til vara.

Samþykkt samhljóða.

17.Fasteignagjöld 2020

Málsnúmer 1909034Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga bæjarráðs um að álagningarprósenta lóðarleigu íbúðarhúsnæðis lækki úr 2% í 1,9% og að sorpgjald hækki úr 44.000 á ári í 45.000 kr. og sorpgjald sumarhúsa hækki úr 17.000 kr. á ári í 17.500 kr. Aðrar álagningarprósentur verði óbreyttar.

Lækkun lóðarleigu íbúðarhúsnæðis er hugsuð sem mótvægi við hækkun á fasteignamati íbúðarhúsnæðis síðustu ára.

Til máls tóku JÓK, HK, RG, UÞS og VSM.

Samþykkt samhljóða.

18.Gjaldskrár 2020

Málsnúmer 1909035Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir tillögur bæjarráðs að þjónustugjaldskrám næsta árs ásamt yfirliti með samanburði á helstu þjónustugjaldskrám 2019 milli nokkurra nágrannasveitarfélaga.

Gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2020 fela í sér að hámarki 2,5% hækkun frá árinu 2019, auk þess sem sumar gjaldskrár eru óbreyttar milli ára, þrátt fyrir að verðlagsþróun gefi tilefni til meiri hækkana. Ákvörðun um þetta er liður í að ná markmiðum lífskjarasamnings stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Í áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga er lagt til að hækka gjaldskrár ekki meira en 2,5%.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi þjónustugjaldskrár fyrir árið 2020, en vísar gjaldskrám fyrir geymslusvæði, byggingaleyfis-, þjónustu- og framkvæmdaleyfisgjalda til næsta fundar bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.

19.Styrkumsóknir 2020

Málsnúmer 1910008Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir ásamt tillögum að styrkveitingum ársins 2020, sem bæjarráð vísaði til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn vísar yfirliti til afgreiðslu í bæjarráði.

Samþykkt samhljóða.

20.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 1909023Vakta málsnúmer

Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun ársins 2020 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2021-2023, sem innifelur rekstraryfirlit, málaflokkayfirlit, efnahagsyfirlit og sjóðsstreymi. Jafnframt lagt fram yfirlit með samanburði á deildum milli áætlana 2019 og 2020 og yfirlit yfir stöðugildi fjölmennustu stofnana.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun áranna 2021-2023 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

21.Rarik ohf - Götulýsing í Grundarfjarðarbæ

Málsnúmer 1905019Vakta málsnúmer


Lögð fram til staðfestingar drög að samningi við Rarik um yfirtöku götulýsingar í Grundarfjarðarbæ. Kynningargögn voru lögð fram á 537. fundi bæjarráðs þann 22. október sl.

Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við Rarik.

Samþykkt samhljóða.


22.Sýslumaðurinn á Vesturlandi - Ferðaþjónusta í Suður-Bár

Málsnúmer 1911025Vakta málsnúmerLögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um umsögn vegna umsóknar Ferðaþjónustunnar í Suður-Bár um leyfi til að reka gististað í flokki II.

Máli frestað til fundar bæjarstjórnar í desember, þegar fyrir munu liggja umsagnir embætta bæjarins.

Samþykkt samhljóða.

23.Framkvæmdir 2019

Málsnúmer 1902049Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir stöðu eignfærðra framkvæmda.

24.SSV - Sóknaráætlun Vesturlands

Málsnúmer 1911007Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að nýrri Sóknaráætlun Vesturlands sem var til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.

25.Byggðakvóti 2019-2020

Málsnúmer 1910023Vakta málsnúmer


Lögð fram til kynningar umsókn Grundarfjarðarbæjar um byggðakvóta ásamt fylgigögnum.

26.Félagsmálanefnd Snæfellinga - Fundargerð 184. fundar

Málsnúmer 1911017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 184. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga sem haldinn var 1. október sl.

27.Félagsmálanefnd Snæfellinga - Fundargerð 185. fundar

Málsnúmer 1911026Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 185. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga sem haldinn var 12. nóvember sl.

28.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 875. fundar stjórnar

Málsnúmer 1911003Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 875. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 25. október sl.

29.Alþingi - Til umsagnar 320. mál, Velferðarnefnd Alþingis

Málsnúmer 1911027Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar frumvarp til breytinga á lögum um almannatryggingar; almennar íbúðir, 320. mál sem hefur verið til umsagnar í samráðsgátt.

Fundi slitið - kl. 20:53.