Málsnúmer 1910014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 539. fundur - 12.11.2019

Lagt fram erindi Hesteigendafélagsins um að gerður verði nýr samningur um beitarland. Einnig um umgengni í hesthúsahverfi. Til stendur að bæjarstjóri hitti fulltrúa félagsins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla gagna um efnið og að gera drög að samningi sem lagður verði fyrir bæjarráð.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 547. fundur - 28.05.2020

Lögð fram til kynningar drög að nýjum beitarsamningi við Hesteigendafélag Grundarfjarðar.

Bæjarráð yfirfór drögin og samþykkir þau fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 568. fundur - 02.06.2021

Lagt fram erindi Hesteigendafélags Grundarfjarðar frá október 2019 um starfsemi í hesthúsahverfinu og umhverfisumbætur. Erindið var tvískipt og hefur áður komið til afgreiðslu.

Annars vegar var ósk um nýjan beitarsamning í Hellnafelli, sem búið er að afgreiða. Gengið var frá nýjum beitarsamningi á síðasta ári. Hins vegar var ósk um samning um leyfða starfsemi í hesthúsahverfinu, sem hér er til umfjöllunar með hliðsjón af frekara samtali um umhverfismál í hverfinu.

Bæjarstjóri sagði frá umhverfisrölti skipulags- og umhverfisnefndar um dreifbýlið, en gengið var um hesthúsahverfið 26. maí sl.

Farið var um hverfið og rætt við formann Hesteigendafélagsins. Möguleikar á samstarfi um umhverfisumbætur voru ræddir. Þeir snúast einkum um þrennt:

a) Almennur frágangur og ásýnd hverfis
b) Frágangur á haugstæðum eða hauggámum - fyrirkomulag til framtíðar og möguleg nýting/frágangur á taði
c) Nánari skilmálar fyrir hverfið, m.a. um starfsemi og umhverfisfrágang

Eftirfarandi rætt og samþykkt:

a) Bæjarstjóra falið að ræða áfram við fulltrúa Hesteigendafélagsins um mögulegan samstarfssamning, sem fæli í sér átak í hreinsun og bættri ásýnd svæðisins.

b) Í deiliskipulagi kemur eftirfarandi fram:
“Ef illa er staðið að hreinsun [haugstæði, tað] er hætta á lyktarmengun. Því er lagt til að við ný hús verði gengið frá lokuðum hauggámum eða haugstæði með dreni og smám saman verði gengið frá haugaðstöðu á sambærilegan hátt við eldri hús."

Bæjarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa og skipulags- ogumhverfisnefnd að skoða þennan þátt, sem lið í samtali við Hesteigendafélagið og sem hluta af umræðu um skilmála deiliskipulags og fyrirkomulag til framtíðar. Einnig með það í huga, að hrossatað má nýta sem áburð.

c) Í deiliskipulagi hesthúsahverfis segir ennfremur:
"Vegna nálægðar við þéttbýli er gert ráð fyrir að Grundarfjarðarbær setji strangari reglur um umgengni en gert er ráð fyrir í reglugerðum.?

Lagt til að þessu atriði verði einnig vísað til skoðunar í skipulags- og umhverfisnefnd, og til samtals við Hesteigendafélagið.

Samþykkt samhljóða.