Málsnúmer 1910027

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 204. fundur - 24.10.2019

Ný umferðarlög sem samþykkt voru á Alþingi í júní og taka gildi 1. janúar 2020 fela í sér mörg veigamikil nýmæli og breytingar á fyrri löggjöf. Lagt fram til umræðu.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að hámarkshraði í þéttbýli Grundarfjarðarbæjar verði 30 km á klst. Einnig leggur nefndin til að hámarkshraði við grunnskóla verði færður niður í 15 km á klst.

Með þessu samræmist bílaumferð stefnumótun bæjarins um gönguvænan Grundarfjörð.

Nefndin telur að endurskoða þurfi umferðarmerkingar m.t.t. nýrra laga nr. 77/2019.

Bæjarráð - 555. fundur - 23.09.2020

Lagt fram til kynningar svar Vegagerðarinnar við beiðni um breytingar á hámarkshraða á Grundargötu, vegna breytinga á umferðarlögum.
Málið er enn í vinnslu hjá Vegagerðinni.