Málsnúmer 1911003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 233. fundur - 12.12.2019

 • Umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi v. frágangs ofan iðnaðarsvæðis í framhaldi af byggingu nýs spennivirkis við Ártún.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 208
  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi til Landsnets að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Landsnet óskar eftir verkleyfi v/tilfærslu á endamastri sem tengir nýtt tengivirki við 66 kV loftlínu skammt vestan við Kverná.
  Landsnet hefur áhuga á að fara í verkið nú þegar og ljúka fyrir lok ársins 2019.
  Landsnet óskar því eftir framkvæmdarleyfi til að hefja verkið.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 208
  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi til Landsnets að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Bæjarstjórn samþykkti á 232. fundi sínum þann 28. nóvember sl. að leggja lóðina að Grundargötu 31 inn til úthlutunar hjá skipulags- og umhverfisnefnd. Húseign á lóðinni sé víkjandi þegar til úthlutunar kemur.
  Lagt til að skipulags- og umhverfisnefnd samþykki að lóðin verði hluti af stærri byggingarreit í miðbæ sem auglýstur verði laus til úthlutunar með fyrirvara um deiliskipulag.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 208
  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að Grundargata 31 verði hluti af miðbæjarreit sbr. Aðalskipulagstillögu.

  Miðbæjarreitur er því laus til úthlutunar með fyrirvara um deiliskipulag.
  Bókun fundar Til máls tóku JÓK og UÞS.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Grundargata 12-14 - 5 Umsagnir v/grenndarkynningar sem bárust embætti skipulags- og byggingarfulltrúa.
  Óskað er eftir að nefndin fari yfir umræddar umsagnir.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 208 Skipulags- og umhverfisnefnd hefur yfirfarið umsagnir vegna grenndarkynningar sem lýtur að fyrirhuguðum byggingaráformum að Grundargötu 12-14.

  Alls bárust fimm umsagnir.

  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fela byggingarfulltrúa í samráði við skipulagslögfræðing bæjarins, að koma með tillögur að svörum til umsagnaraðila.
  Bókun fundar SG vék af fundi undir þessum lið.

  Til máls tóku JÓK og UÞS.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

  SG tók aftur sæti sitt á fundinum.
 • TSC ehf sendir inn formlega umsókn um byggingarleyfi vegna Klifurhússins að Sólvöllum 8 með áorðnum breytingum.

  Byggingarfulltrúi ásamt slökkviliðsstjóra fóru í úttekt á húsnæðinu í sumar og óskuðu eftir að umsókn um byggingarleyfi ásamt reyndarteikningum.

  Á 200. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 16. maí síðastliðinn var erindið tekið fyrir þ.e. hvort starfsemi menningarhúss samræmdist skipulagi umhverfis. Nefndin lagði áherslu á að notkun húsnæðisins væri rétt skráð og að sótt yrði um þær breytingar sem áætlaðar yrðu ásamt teikningum.

  Skipulags- og umhverfisnefnd - 208
  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingaleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Byggingarfulltrúi leggur fram teikningu að drögum að nýrri lóð í Fellasneið 3/5 auk breytts fyrirkomulags við aðliggjandi lóð.

  Skipulags- og umhverfisnefnd - 208
  Lagt fram til kynningar fyrir skipulags- og umhverfisnefnd, til umræðu síðar.
  Bókun fundar Til máls tóku JÓK, GS og UÞS.
 • Óskað var eftir samþykki bæjarins sem lóðareiganda, vegna umsóknar Bjsv. Klakks um leyfi til sölu á skoteldum kringum jól/áramót 2019/2020, í samræmi við 31. gr. reglugerðar um skotelda nr. 414/2017.
  Grundarfjarðarbær hefur gefið jákvæða umsögn vegna leyfis til sölu skotelda.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 208
  Lagt fram til kynningar.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 208
  Lagt fram til kynningar.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 208
  Lagt fram til kynningar.

  Skipulags- og umhverfisnefnd vekur athygli á breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 208 Lagt fram til kynningar.