233. fundur 12. desember 2019 kl. 16:30 - 20:59 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
 • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
 • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
 • Garðar Svansson (GS)
 • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
 • Signý Gunnarsdóttir (SG)
 • Eygló Bára Jónsdóttir (EBJ)
 • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
 • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.

Hún sagði m.a. frá fundi með fulltrúa Ríkisskattstjóra, 10. des. sl., sem bæjarstjórn hafði óskað eftir. Þar var rætt um möguleika á haldbetri og gagnsærri upplýsingagjöf RSK til sveitarfélaga um útsvarsgreiðslur. Sérfræðingar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og SSV sátu fundinn með bæjarstjóra og skrifstofustjóra. Í framhaldi af þeim fundi áttu bæjarstjóri og fulltrúar Sambandsins og SSV símafund þar sem rætt var um næstu skref, sbr. það sem fram kemur í minnisblaði sem lagt var fram.

Þá sagði hún frá fulltrúaráðsfundi Svæðisgarðs sem haldinn var 2. desember sl. þar sem samþykkt voru lykilverkefni næstu ára.

Ennfremur sagði hún frá ýmsum verkefnum tengdum jólum, áramótum og þrettánda og frá því að tryggingar sveitarfélagsins hafi verið boðnar út.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Rætt m.a. um fundi sem haldnir verða á næstunni. Þann 19. desember er fyrirhugaður vinnufundur Capacent með bæjarstjórn. Stefnt er að fundi bæjarráðs með stjórnendum Dvalarheimilisins Fellaskjóls og með fulltrúum íþróttafélaga, í janúar nk. Ekki er gert ráð fyrir fleiri fundum bæjarráðs á árinu, að óbreyttu.

Forseti lagði til að á nýju ári verði leitað eftir kynningu fyrir bæjarstjórn á starfsemi stofnana og félaga í sameiginlegri eigu sveitarfélaga, eins og t.d. Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. Einnig verði leitað eftir samtali við þjónustufyrirtæki eins og Íslenska gámafélagið hf. vegna ýmissa atriða sem snúa að framkvæmd sorpmála og flokkunar. Að sama skapi verði á nýju ári rýnt vel í þjónustu ýmissa annarra, s.s. sýslumannsins.

Rætt um framlagða tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi. Lagt til að haldið verði opið hús á vegum skipulagsnefndar og bæjarstjórnar um miðjan janúar nk. þar sem gefinn verði kostur á umræðu um tillöguna.

Samþykkt samhljóða.

3.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri sagði frá því að Arionbanki hefði tilkynnt að viðvera þjónustufulltrúa í Grundarfirði nk. mánudag 16. desember, yrði sú síðasta í bili, þar sem bankinn gæti ekki lengur mannað þessa þjónustu. Bæjarstjóri lagði áherslu á það við bankann að viðskiptavinum í Grundarfirði yrði mætt með viðunandi hætti þegar kemur að þjónustu.

4.Bæjarráð - 540

Málsnúmer 1911004FVakta málsnúmer

 • 4.1 1901021 Lausafjárstaða
  Bæjarráð - 540 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
 • 4.2 1904023 Greitt útsvar 2019
  Bæjarráð - 540 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-nóvember 2019. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 5,1% fyrstu ellefu mánuði ársins, miðað við sama tíma í fyrra.
 • 4.3 1909035 Gjaldskrár 2020
  Bæjarráð - 540 Lagðar fram þjónustugjaldskrár næsta árs, með áorðnum breytingum.

  Samþykkt samhljóða.

  Skipulags- og byggingafulltrúa og bæjarstjóra falið að gera drög að endurskoðaðri gjaldskrá byggingaleyfis-, þjónustu- og framkvæmdaleyfisgjalda, sem lögð verði fyrir bæjarstjórn í janúar 2020.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Vísað til 7. dagskrárliðar þessa fundar.
 • 4.4 1910008 Styrkumsóknir 2020
  Bæjarráð - 540 Lagðar fram og yfirfarnar umsóknir um styrki ársins 2020 ásamt samantekt.
  Gerðar lítilsháttar breytingar.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagðan lista með áorðnum breytingum.
 • Bæjarráð - 540 Anna Rafnsdóttir, leikskólastjóri og Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri grunnskólans, sátu fundinn undir þessum lið, hvort í sínu lagi.

  Lögð fram yfirlit yfir núverandi stöðugildi leikskóla og grunnskólastofnana, auk áætlunar næsta árs. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir kostnaðarhlutdeild foreldra og bæjarins vegna leikskóla, tónlistarskóla og heilsdagsskóla.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 540 Lagt fram erindi frá Jóhönnu H. Halldórsdóttur vegna aðgengis frá Hrannarstíg að Grundarfjarðarkirkju.

  Bæjarráð þakkar fyrir ábendinguna og samþykkir að á árinu 2020 verði bætt aðgengi frá bílastæði við Hrannarstíg 18 að stétt við styttuna Sýn.

  Bæjarráð vísar framkvæmd verksins til verkstjóra áhaldahúss.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
 • Bæjarráð - 540 Bæjarráð samþykkir að auglýsa hleðslustöð bæjarins til úthlutunar. Stöðin skal vera staðsett innan þéttbýlis bæjarins. Sæki fleiri en einn um, skiptir staðsetning og opnunartími stöðvar máli við úthlutun.

  Bæjarstjóra falin framkvæmd þessarar ákvörðunar.

  Samþykkt samhljóða.
 • 4.8 1912003 Framkvæmdir 2020
  Bæjarráð - 540 Farið yfir fjárfestingaáætlun 2020.

  Bæjarráð yfirfór fjárfestingaáætlun og vísar til síðari umræðu í bæjarstjórn.

  Umræður um aðferðir við val á verktökum, við framkvæmdir á vegum bæjarins, sbr. umræðu í bæjarstjórn. Til nánari skoðunar.

 • Bæjarráð - 540 Lögð fram til kynningar verkefnis- og matslýsing Kerfisáætlunar Landsnets 2020-2029.
 • Bæjarráð - 540 Lögð fram til kynningar fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar 2020 ásamt greinargerð.

  Rætt um hönnun og legu útrásar á Framnesi, með vísan í greinargerð hafnarstjóra. Í fjárhagsáætlun 2020 er gert ráð fyrir framlagi, sem tengist slíkri hönnun.
 • Bæjarráð - 540 Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 18. október sl. varðandi tengingu sveitarfélaga við miðlægan húsnæðisgrunn. Jafnframt lagt fram bréf sambandsins dags. 26. nóvember sl. ásamt drögum að umsögn þess um frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

 • Bæjarráð - 540 Lagt fram til kynningar 3. tbl. Gluggans 2019, fréttabréfs Íbúðalánasjóðs. Þar er jafnframt kynnt húsnæðisþing sem haldið var 27. nóvember sl.

 • Bæjarráð - 540 Lagður fram til kynningar ársreikningur Snæfellingshallarinnar 2018.
 • Bæjarráð - 540 Lagður fram til kynningar úrskurður kærunefndar útboðsmála, dags. 2. desember sl., vegna kæru á verðkönnun vegna steyptrar götu milli Nesvegar og Sólvalla. Niðurstaða kærunefndarinnar er sú að kröfum kæranda er vísað frá kærunefnd útboðsmála.
 • Bæjarráð - 540 Lagður fram til kynningar tölvupóstur umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 2. desember sl. vegna kynningar á tveimur reglugerðum sem settar eru á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum. Annars vegar er um að ræða reglugerð nr. 1069/2019, um breytingu á reglugerð nr. 660/2015, um mat á umhverfisáhrifum. Hins vegar er um að ræða reglugerð nr. 1068/2019, um breytingu á reglugerð nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi.

  Bæjarstjóra falið að gera drög að breytingum á samþykktum bæjarins í samræmi við þessar breytingar.

5.Skipulags- og umhverfisnefnd - 208

Málsnúmer 1911003FVakta málsnúmer

 • Umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi v. frágangs ofan iðnaðarsvæðis í framhaldi af byggingu nýs spennivirkis við Ártún.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 208
  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi til Landsnets að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Landsnet óskar eftir verkleyfi v/tilfærslu á endamastri sem tengir nýtt tengivirki við 66 kV loftlínu skammt vestan við Kverná.
  Landsnet hefur áhuga á að fara í verkið nú þegar og ljúka fyrir lok ársins 2019.
  Landsnet óskar því eftir framkvæmdarleyfi til að hefja verkið.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 208
  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi til Landsnets að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Bæjarstjórn samþykkti á 232. fundi sínum þann 28. nóvember sl. að leggja lóðina að Grundargötu 31 inn til úthlutunar hjá skipulags- og umhverfisnefnd. Húseign á lóðinni sé víkjandi þegar til úthlutunar kemur.
  Lagt til að skipulags- og umhverfisnefnd samþykki að lóðin verði hluti af stærri byggingarreit í miðbæ sem auglýstur verði laus til úthlutunar með fyrirvara um deiliskipulag.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 208
  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að Grundargata 31 verði hluti af miðbæjarreit sbr. Aðalskipulagstillögu.

  Miðbæjarreitur er því laus til úthlutunar með fyrirvara um deiliskipulag.
  Bókun fundar Til máls tóku JÓK og UÞS.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Grundargata 12-14 - 5 Umsagnir v/grenndarkynningar sem bárust embætti skipulags- og byggingarfulltrúa.
  Óskað er eftir að nefndin fari yfir umræddar umsagnir.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 208 Skipulags- og umhverfisnefnd hefur yfirfarið umsagnir vegna grenndarkynningar sem lýtur að fyrirhuguðum byggingaráformum að Grundargötu 12-14.

  Alls bárust fimm umsagnir.

  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fela byggingarfulltrúa í samráði við skipulagslögfræðing bæjarins, að koma með tillögur að svörum til umsagnaraðila.
  Bókun fundar SG vék af fundi undir þessum lið.

  Til máls tóku JÓK og UÞS.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

  SG tók aftur sæti sitt á fundinum.
 • TSC ehf sendir inn formlega umsókn um byggingarleyfi vegna Klifurhússins að Sólvöllum 8 með áorðnum breytingum.

  Byggingarfulltrúi ásamt slökkviliðsstjóra fóru í úttekt á húsnæðinu í sumar og óskuðu eftir að umsókn um byggingarleyfi ásamt reyndarteikningum.

  Á 200. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 16. maí síðastliðinn var erindið tekið fyrir þ.e. hvort starfsemi menningarhúss samræmdist skipulagi umhverfis. Nefndin lagði áherslu á að notkun húsnæðisins væri rétt skráð og að sótt yrði um þær breytingar sem áætlaðar yrðu ásamt teikningum.

  Skipulags- og umhverfisnefnd - 208
  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingaleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Byggingarfulltrúi leggur fram teikningu að drögum að nýrri lóð í Fellasneið 3/5 auk breytts fyrirkomulags við aðliggjandi lóð.

  Skipulags- og umhverfisnefnd - 208
  Lagt fram til kynningar fyrir skipulags- og umhverfisnefnd, til umræðu síðar.
  Bókun fundar Til máls tóku JÓK, GS og UÞS.
 • Óskað var eftir samþykki bæjarins sem lóðareiganda, vegna umsóknar Bjsv. Klakks um leyfi til sölu á skoteldum kringum jól/áramót 2019/2020, í samræmi við 31. gr. reglugerðar um skotelda nr. 414/2017.
  Grundarfjarðarbær hefur gefið jákvæða umsögn vegna leyfis til sölu skotelda.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 208
  Lagt fram til kynningar.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 208
  Lagt fram til kynningar.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 208
  Lagt fram til kynningar.

  Skipulags- og umhverfisnefnd vekur athygli á breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd - 208 Lagt fram til kynningar.

6.Fjárhagsáætlun 2019 - Viðauki 2

Málsnúmer 1809049Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2019.

Í viðaukanum er aukið við fjárfestingu hafnarframkvæmda um 42 millj. kr. Því er mætt með hækkun á framlagi Jöfnunarsjóðs og auknum tekjum hafnarinnar á yfirstandandi ári upp á 38,4 millj. kr. og með lækkun á handbæru fé um 3,6 millj. kr.
Jafnframt eru færðar 2 millj. kr. launakostnaður af deild markaðsfulltrúa á Sögumiðstöð.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2019.

7.Gjaldskrár 2020

Málsnúmer 1909035Vakta málsnúmer

Lagðar fram til staðfestingar þjónustugjaldskrár Grundarfjarðarbæjar og Grundarfjarðarhafnar.

Allir tóku til máls.

Endurskoðuð gjaldskrá vegna byggingaleyfis-, þjónustu- og framkvæmdaleyfisgjalda verður lögð fyrir bæjarstjórn í janúar 2020. Núgildandi gjaldskrá er uppreiknuð um áramót í samræmi við ákvæði í gjaldskránni sjálfri, eins og verið hefur.

Lagt til að samhliða breytingu með lagningu rafmagns á geymslusvæði verði gjaldskrá fyrir geymslusvæðið endurskoðuð.

Framlagðar gjaldskrár samþykktar samhljóða.

8.Fjárhagsáætlun 2020 - Síðari umræða

Málsnúmer 1909023Vakta málsnúmer

Lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun ársins 2020 ásamt greinargerð, samanburði milli fjárhagsáætlunar 2019 og 2020 og útlistun á breytingum sem gerðar hafa verið milli umræðna. Jafnframt lögð fram þriggja ára áætlun fyrir árin 2021-2023.

Skv. rekstraryfirliti fjárhagsáætlunar 2020 eru heildartekjur áætlaðar 1.199,1 millj. kr. Áætlaður launakostnaður er 636,4 millj. kr., önnur rekstrargjöld 397,8 millj. kr. og afskriftir 62,1 millj. kr. Fyrir fjármagnsliði er gert ráð fyrir að rekstrarafkoma verði 102,8 millj. kr. Gert er ráð fyrir 87,0 millj. kr. fjármagnsgjöldum. Áætlun 2020 gerir ráð fyrir 15,8 millj. kr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu samstæðu.

Í sjóðsstreymisyfirliti áætlunarinnar sést að veltufé frá rekstri er 122,8 millj. kr. þegar leiðrétt hefur verið fyrir afskriftum og áföllnum en ógreiddum verðbótum og gengismun, auk annarra breytinga á skuldbindingum. Þessi fjárhæð nýtist síðan til afborgana lána og nauðsynlegra fjárfestinga sem brýnt er að ráðast í á árinu 2020. Ráðgert er að fjárfestingar nettó verði 191,6 millj. kr., afborganir lána 144,6 millj. kr. og að tekin verði ný lán að fjárhæð 200 millj. kr. Miðað við þær forsendur er gengið á handbært fé um 9,8 millj. kr. en í upphafi árs er ráðgert að það verði 52,7 millj. kr. Handbært fé í árslok ársins 2020 er því áætlað 42,9 millj. kr. gangi fjárhagsáætlun ársins 2020 fram eins og ráðgert er.

Tafla hér.

Allir tóku til máls.

Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023 samþykkt samhljóða.

9.Fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar 2020

Málsnúmer 1911022Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2020.

Fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar samþykkt samhljóða.

10.Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga - Framlög sveitarfélaga 2020

Málsnúmer 1912007Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga (FSS) fyrir árið 2020. Drögin eru lögð fram til kynningar.

Til máls tóku JÓK, BÁ og UÞS.

Bæjarstjórn leggur áherslu á að samþykktar fjárhagsáætlanir byggðasamlaga og félaga, sem Grundarfjarðarbær er aðili að, berist vel tímanlega fyrir gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.


11.Svæðisgarðurinn Snæfellsnes - Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 1912010Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun Svæðisgarðsins Snæfellsness fyrir árið 2020. Áætlunin var samþykkt af fulltrúaráði þann 2. des. sl.

Fjárhagsáætlun Svæðisgarðsins Snæfellsness 2020 samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn leggur áherslu á að samþykktar fjárhagsáætlanir byggðasamlaga og félaga, sem Grundarfjarðarbær er aðili að, berist vel tímanlega fyrir gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

12.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Framlög sveitarfélaga 2020

Málsnúmer 1912008Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands (HeV) fyrir árið 2020.

Fjárhagsáætlun HeV 2020 samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn leggur áherslu á að samþykktar fjárhagsáætlanir byggðasamlaga og félaga sem Grundarfjarðarbær er aðili að, berist vel tímanlega fyrir gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

13.Steinprent - stuðningur við dreifingu Jökuls, bæjarblaðs

Málsnúmer 1912012Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Steinprents þar sem lýst er áformum um að setja aukinn kraft í útgáfu Jökuls, bæjarblaðs, sem ætlunin er að verði dreift á öllu Snæfellsnesi.
Óskað er eftir stuðningi við dreifingu blaðsins.

Til máls tóku JÓK, SÞ, EBJ, BÁ, GS og UÞS.

Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

Samþykkt samhljóða.
14.Sorpurðun Vesturlands hf. - um gjaldskrá 2020 og fleira

Málsnúmer 1912013Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi formanns stjórnar Sorpurðunar Vesturlands hf. (SV hf.) þann 3. desember sl. um gjaldskrá 2020, framkvæmdir o.fl.

Til máls tóku JÓK og UÞS.

UÞS sagði frá fundi stjórnar Sorpurðunar Vesturlands hf. sem hún sat í gær, 11. desember. Þar var samþykkt hækkun á gjaldskrá félagsins. UÞS lagði til á fundinum að bætt yrði við gjaldflokki sem tæki til sorps, þar sem búið væri að flokka frá lífrænt sorp. Tillagan var felld.

Bæjarstjórn leggur áherslu á að samþykktar fjárhagsáætlanir byggðasamlaga og félaga sem Grundarfjarðarbær er aðili að, berist vel tímanlega fyrir gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

15.Ráðstöfun aflaheimilda - Skelbætur

Málsnúmer 1912001Vakta málsnúmerLögð fram til kynningar gögn sem Sturla Böðvarsson sendi fyrir hönd þriggja fyrirtækja í Stykkishólmi og Grundarfirði um að fyrirtækjum, sem fengið hafa úthlutað kvóta vegna brests í skelveiði, verði nú úthlutað varanlegum aflaheimildum.

16.Vegagerðin,Vesturlandsumdæmi - Tillaga um lækkun hámarkshraða á Framsveitarvegi

Málsnúmer 1911034Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga Vegagerðarinnar um útfærslu á lækkun hámarkshraða á Framsveitarvegi 576-01, í framhaldi af erindi sem bæjarstjórn hafði sent Vegagerðinni.

Vegagerðin leggur til að hámarkshraði verði lækkaður úr 90 í 70 km/klst. frá stöð 1450 að stöð 2340, fram hjá bænum Setbergi og framhjá Setbergskirkjugarði. Hinsvegar telur Vegagerðin ekki ástæðu til lækkunar hámarkshraða, úr 90 km/klst., á veginum framhjá golfvelli, en leggur til að þar verði settar upp bættar merkingar sem minna á gangandi umferð. Með fylgja umsagnir, frá umferðardeild Vegagerðarinnar og frá lögreglunni á Vesturlandi, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillögu Vegagerðarinnar.

Samþykkt samhljóða.

17.Alþingi, nefndasvið - til umsagnar þingsályktunartillaga um fimm ára samgönguáætlun 2020-2024

Málsnúmer 1912011Vakta málsnúmer


Lagt fram til kynningar erindi nefndasviðs Alþingis þar sem gefinn er kostur á að veita umsögn um þingsályktunartillögu um fimm ára samgönguáætlun 2020-2024.

Til máls tóku: JÓK og UÞS.

18.Forseti Íslands - Þakkarbréf til bæjarstjóra

Málsnúmer 1911040Vakta málsnúmer


Lagt fram til kynningar þakkarbréf forseta Íslands til bæjarstjóra vegna móttöku Grundarfjarðarbæjar í opinberri forsetaheimsókn 31. október sl.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 20:59.