Málsnúmer 1911004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 233. fundur - 12.12.2019

 • .1 1901021 Lausafjárstaða
  Bæjarráð - 540 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
 • Bæjarráð - 540 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-nóvember 2019. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 5,1% fyrstu ellefu mánuði ársins, miðað við sama tíma í fyrra.
 • .3 1909035 Gjaldskrár 2020
  Bæjarráð - 540 Lagðar fram þjónustugjaldskrár næsta árs, með áorðnum breytingum.

  Samþykkt samhljóða.

  Skipulags- og byggingafulltrúa og bæjarstjóra falið að gera drög að endurskoðaðri gjaldskrá byggingaleyfis-, þjónustu- og framkvæmdaleyfisgjalda, sem lögð verði fyrir bæjarstjórn í janúar 2020.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Vísað til 7. dagskrárliðar þessa fundar.
 • Bæjarráð - 540 Lagðar fram og yfirfarnar umsóknir um styrki ársins 2020 ásamt samantekt.
  Gerðar lítilsháttar breytingar.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagðan lista með áorðnum breytingum.
 • Bæjarráð - 540 Anna Rafnsdóttir, leikskólastjóri og Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri grunnskólans, sátu fundinn undir þessum lið, hvort í sínu lagi.

  Lögð fram yfirlit yfir núverandi stöðugildi leikskóla og grunnskólastofnana, auk áætlunar næsta árs. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir kostnaðarhlutdeild foreldra og bæjarins vegna leikskóla, tónlistarskóla og heilsdagsskóla.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 540 Lagt fram erindi frá Jóhönnu H. Halldórsdóttur vegna aðgengis frá Hrannarstíg að Grundarfjarðarkirkju.

  Bæjarráð þakkar fyrir ábendinguna og samþykkir að á árinu 2020 verði bætt aðgengi frá bílastæði við Hrannarstíg 18 að stétt við styttuna Sýn.

  Bæjarráð vísar framkvæmd verksins til verkstjóra áhaldahúss.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
 • Bæjarráð - 540 Bæjarráð samþykkir að auglýsa hleðslustöð bæjarins til úthlutunar. Stöðin skal vera staðsett innan þéttbýlis bæjarins. Sæki fleiri en einn um, skiptir staðsetning og opnunartími stöðvar máli við úthlutun.

  Bæjarstjóra falin framkvæmd þessarar ákvörðunar.

  Samþykkt samhljóða.
 • .8 1912003 Framkvæmdir 2020
  Bæjarráð - 540 Farið yfir fjárfestingaáætlun 2020.

  Bæjarráð yfirfór fjárfestingaáætlun og vísar til síðari umræðu í bæjarstjórn.

  Umræður um aðferðir við val á verktökum, við framkvæmdir á vegum bæjarins, sbr. umræðu í bæjarstjórn. Til nánari skoðunar.

 • Bæjarráð - 540 Lögð fram til kynningar verkefnis- og matslýsing Kerfisáætlunar Landsnets 2020-2029.
 • Bæjarráð - 540 Lögð fram til kynningar fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar 2020 ásamt greinargerð.

  Rætt um hönnun og legu útrásar á Framnesi, með vísan í greinargerð hafnarstjóra. Í fjárhagsáætlun 2020 er gert ráð fyrir framlagi, sem tengist slíkri hönnun.
 • Bæjarráð - 540 Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 18. október sl. varðandi tengingu sveitarfélaga við miðlægan húsnæðisgrunn. Jafnframt lagt fram bréf sambandsins dags. 26. nóvember sl. ásamt drögum að umsögn þess um frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

 • Bæjarráð - 540 Lagt fram til kynningar 3. tbl. Gluggans 2019, fréttabréfs Íbúðalánasjóðs. Þar er jafnframt kynnt húsnæðisþing sem haldið var 27. nóvember sl.

 • Bæjarráð - 540 Lagður fram til kynningar ársreikningur Snæfellingshallarinnar 2018.
 • Bæjarráð - 540 Lagður fram til kynningar úrskurður kærunefndar útboðsmála, dags. 2. desember sl., vegna kæru á verðkönnun vegna steyptrar götu milli Nesvegar og Sólvalla. Niðurstaða kærunefndarinnar er sú að kröfum kæranda er vísað frá kærunefnd útboðsmála.
 • Bæjarráð - 540 Lagður fram til kynningar tölvupóstur umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 2. desember sl. vegna kynningar á tveimur reglugerðum sem settar eru á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum. Annars vegar er um að ræða reglugerð nr. 1069/2019, um breytingu á reglugerð nr. 660/2015, um mat á umhverfisáhrifum. Hins vegar er um að ræða reglugerð nr. 1068/2019, um breytingu á reglugerð nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi.

  Bæjarstjóra falið að gera drög að breytingum á samþykktum bæjarins í samræmi við þessar breytingar.