Málsnúmer 1911006

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 206. fundur - 13.11.2019

H.G.G fasteign sækir um byggingarleyfi vegna breytinga á íbúðarhúsnæði og vélageymslu.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fara í vettvangsskoðun við fyrsta tækifæri, til þess að kanna aðstæður.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 209. fundur - 16.01.2020

H.G.G Fasteign sendu inn umsókn v/ byggingarleyfis í nóvember sl.
Á 206. fundi skipulags- og umhverfisnefndar frestaði nefndin erindinu og fól byggingarfulltrúa að fara í vettvangsskoðun.
Þann 18. desember 2019 fór byggingarfulltrúi ásamt slökkviliðsstjóra í skoðun og reyndust framkvæmdir í samræmi við teikningar. Byggingarfulltrúi hefur yfirfarið og samþykkir framlagðar teikningar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.