Málsnúmer 1912013

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 233. fundur - 12.12.2019

Lagt fram erindi formanns stjórnar Sorpurðunar Vesturlands hf. (SV hf.) þann 3. desember sl. um gjaldskrá 2020, framkvæmdir o.fl.

Til máls tóku JÓK og UÞS.

UÞS sagði frá fundi stjórnar Sorpurðunar Vesturlands hf. sem hún sat í gær, 11. desember. Þar var samþykkt hækkun á gjaldskrá félagsins. UÞS lagði til á fundinum að bætt yrði við gjaldflokki sem tæki til sorps, þar sem búið væri að flokka frá lífrænt sorp. Tillagan var felld.

Bæjarstjórn leggur áherslu á að samþykktar fjárhagsáætlanir byggðasamlaga og félaga sem Grundarfjarðarbær er aðili að, berist vel tímanlega fyrir gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 234. fundur - 16.01.2020

Lögð fram til kynningar uppfærð gjaldskrá Sorpurðunar Vesturlands fyrir árið 2020.

Til máls tóku JÓK og UÞS.