Málsnúmer 2001016

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 235. fundur - 13.02.2020

Lagt fram til kynningar bréf Umhverfisstofnunar dags. 21. janúar sl. varðandi endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs í sveitarfélaginu árið 2018.

Bæjarstjóri hefur framsent þessi gögn til Íslenska gámafélagsins, sem er sorpverktaki bæjarins, og óskað viðbragða þeirra.

Bæjarráð - 543. fundur - 27.02.2020


Lögð fram til kynningar gögn frá Íslenska gámafélaginu ehf., sem er svarbréf við fyrirspurn bæjarins vegna rangra upplýsinga í bréfi Umhverfisstofnunar dags. 10. janúar sl. sem lagt var fram á fundi bæjarstjórnar þann 17. febrúar sl. Hið rétta er að endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs í Grundarfirði er nálægt 50% en ekki innan við 5%, eins og kom fram í bréfi Umhverfisstofnunar.

Bæjarstjóra falið að koma réttum upplýsingum á framfæri við Umhverfisstofnun.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 544. fundur - 30.04.2020

Lagt fram svarbréf Umhverfisstofnunar varðandi endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs í sveitarfélaginu vegna leiðréttingar á áður gefnum upplýsingum.