Málsnúmer 2002005F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 236. fundur - 12.03.2020

  • Tillaga að Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, ásamt umhverfisskýrslu, var auglýst samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, þann 4. desember 2019. Athugasemdafrestur rann út þann 22. janúar 2020. Sex athugasemdir bárust og lágu þær fyrir fundinum, auk yfirlits yfir efni athugasemdanna og draga að afgreiðslu þeirra.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 212 Eftirfarandi aðilar gerðu athugasemdir við framlagða aðalskipulagstillögu og/eða umhverfisskýrslu:

    1.Ásta B. Pétursdóttir og Nicolai Jónasson, f.h. Berserkseyrar Ytri, dags. jan. 2020

    2.Gaukur Garðarsson f.h. jarðareigenda Mýrarhúsa, dags. 21.1.2020

    3.Heiðar Þór Bjarnason f.h. Hesteigendafélags Grundarfjarðar, dags. 22.1.2020

    4.Hugrún Elísdóttir og Katrín Elísdóttir, Grundargötu 6, dags 22.1.2020

    5.Ólafur Tryggvason f.h. reiðveganefndar Hestamannafélagsins Snæfellings, dags. 9.1.2020.

    6.Unnsteinn Guðmundsson, dags. 20.1.2020

    Í samræmi við 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 1. mgr. 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 fór skipulags- og umhverfisnefnd yfir framkomnar athugasemdir og drög að afgreiðslu þeirra og ræddi m.t.t. mögulegra breytinga á aðalskipulagstillögunni eða annarrar meðferðar.

    Björg Ágústsdóttir vék af fundi undir umræðum um athugasemdir sem lutu að reiðvegum.

    Á næsta fundi nefndarinnar verður gengið frá afgreiðslu athugasemda. Stefnt er að endanlegri afgreiðslu tillögunnar til samþykktar hjá bæjarstjórn fyrri hluta mars 2020.

  • Fyrir fundinum lá aðalskipulagstillagan, ásamt umhverfisskýrslu og öðrum gögnum, eins og þau voru kynnt á auglýsingartíma tillögunnar, frá 4. desember 2019 til 22. janúar 2020. Auk þess gögn vegna samskipta við Skipulagsstofnun fyrir kynningartímann.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 212 Farið yfir tillöguna og fylgigögn og ritaðir minnispunktar um það sem nefndin óskar eftir að verði lagfært í endanlegri útgáfu tillögunnar.
    Að öðru leyti er vísað í lið 1 á fundinum.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK og UÞS.