Árið 2005 birtist ítarleg grein eftir dr. Ævar Petersen um náttúrufar Melrakkaeyjar í 6. hefti ritraðarinnar „Fólkið, fjöllin, fjörðurinn, safn til sögu Eyrarsveitar. Þar fer Ævar yfir allar heimildir um náttúrufarið í eyjunni, bæði birtar og óbirtar, þar á meðal upplýsingar frá ábúendum á Setbergi og frá þeim sem önnuðust skráningu fuglalífs í eyjunni á árum áður. Áhersla er á fuglalífið í samantektinni. Þar er farið yfir að sögusagnir séu um að fuglalífinu hafi hrakað eftir friðlýsinguna. Höfundur rekur það og kemst að þeirri niðurstöðu að það sé ekki rétt. Fuglalífið var ein af aðalástæðum þess að eyjan var friðlýst á sínum tíma en samantekt Ævars bendir til að verndargildi hennar hafi ekki minnkað.
Til máls tóku: JÓK, HK, BS, UÞS og SÞ.
Lagt til að skipulags- og umhverfisnefnd sé falið að skoða þær heimildir, gögn og rannsóknir sem til eru um þróun og stöðu lífríkis Melrakkaeyjar vegna friðlýsingar eyjunnar árið 1971. Kallað verði sérstaklega eftir því hvaða úttektir hafi verið gerðar á stöðu lífríkis í eyjunni og hvort vöktun fuglalífs í eyjunni sé viðunandi.
Í bókun bæjarstjórnar á fundi 13. febrúar sl. var nefndinni falið að skoða þær heimildir, gögn og rannsóknir sem til eru um þróun og stöðu lífríkis Melrakkaeyjar vegna friðlýsingar eyjunnar árið 1971.
Nefndin ræddi bókun bæjarstjórnar.
Nefndin óskar eftir gögnum frá Umhverfisstofnun, sbr. auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda nr. 118/1974, um þær rannsóknir sem farið hafa fram á lífríki Melrakkaeyjar og varpað geta ljósi á stöðu þess.
Til máls tóku: JÓK, HK, BS, UÞS og SÞ.
Lagt til að skipulags- og umhverfisnefnd sé falið að skoða þær heimildir, gögn og rannsóknir sem til eru um þróun og stöðu lífríkis Melrakkaeyjar vegna friðlýsingar eyjunnar árið 1971. Kallað verði sérstaklega eftir því hvaða úttektir hafi verið gerðar á stöðu lífríkis í eyjunni og hvort vöktun fuglalífs í eyjunni sé viðunandi.
Samþykkt samhljóða.