Málsnúmer 2005001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 239. fundur - 11.06.2020

  • .1 2001004 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 545 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • Bæjarráð - 545 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-apríl 2020. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 0,7% miðað við sama tímabil í fyrra.
  • Bæjarráð - 545 Lagt fram yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur 31.12.2019.
  • .4 2005011 Útsvarsskuldir
    Bæjarráð - 545 Lagt fram yfirlit yfir stöðu útsvarsskulda auk dráttarvaxta 31.12.2019, þar sem fram kemur hversu mikið er afskrifað óbeint árið 2019. Aukning milli ára er 5,6 millj. kr.

  • Bæjarráð - 545 Fulltrúar Skógræktarfélags Eyrarsveitar, Gunnar Njálsson, Sunna Njálsdóttir, Signý Gunnarsdóttir og Þórunn S. Kristinsdóttir, sátu fundinn undir þessum lið.

    M.a. var rætt um aðalskipulag og fyrirhugað deiliskipulag fyrir ofan þéttbýli Grundarfjarðar, græn svæði í bænum og möguleg samstarfsverkefni. Bæjarstjóra falið að leita eftir tillögum frá bæjarbúum um svæði til gróðursetningar trjáa innan þéttbýlis.

    Samþykkt samhljóða.

    Bæjarráð þakkar fulltrúum Skógræktarfélags Eyrarsveitar fyrir komuna og góðar umræður.
  • Bæjarráð - 545 Til viðbótar við tillögur bæjarráðs þann 30. apríl sl., aðgerðir vegna Covid-19, er lagt til við bæjarstjórn að í viðauka við fjárhagsáætlun verði gert ráð fyrir viðbótarfjármagni í eftirfarandi verkefni:

    - Að mála búningsklefa íþróttahúss/sundlaugar nú í vor.
    - Til menningarmála verði lagt fjármagn sem varið verði í ýmsa menningarviðburði á árinu. Menningarnefnd verði falin umsjón.
    - Í brýnustu endurbætur á gangstéttum verði varið fjármagni, sbr. fyrirliggjandi samantekt verkstjóra áhaldahúss og kostnaðaráætlun skipulags- og byggingarfulltrúa.
    - Til orkuskipta í íþróttahúsi og sundlaug, mótframlag við styrk úr Orkusjóði.
    - Grundarfjarðarbær fékk í dag vilyrði fyrir 15 sumarstörfum frá Vinnumálastofnum. Eftir er að áætlað kostnað Grundarfjarðarbæjar vegna þeirrar viðbótar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 545 Skipulags- og byggingafulltrúi og verkstjóri áhaldahúss sátu fundinn undir þessum lið.

    Farið yfir gögn um ástand gangstétta o.fl.

    Lagt til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2020 vegna eftirtalinna verkefna:

    - Málun búningsklefa íþróttahúss/sundlaugar nú í vor.
    - Að til menningarmála verði lögð um sem varið verði í ýmsa menningarviðburði á árinu. Menningarnefnd verði falin umsjón.
    - Að til orkuskipta í íþróttahúsi/sundlaug verði ráðstafað í mótframlag á móti fengnum styrk, en ekki var gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins.
    - Gangstéttar, viðhald, sbr. fyrirliggjandi áætlun.
    - Þegar fyrir liggur kostnaður við viðbótarsumarstörf fyrir námsmenn verður lagður fram viðauki til bæjarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • .8 2003013 Ölkelduvegur 3
    Bæjarráð - 545 Lögð fram uppsögn íbúðarinnar frá 1. júlí nk. og umsókn nýs umsækjanda, en íbúðin var auglýst til útleigu. Íbúðin er framleigð frá Leigufélaginu Bríet.

    Jafnframt lögð fram úttekt umsjónarmanns fasteigna á íbúðinni, og tölvupóstur skrifstofustjóra til Leigufélagsins Bríetar, þar sem óskað er eftir því að leigufélagið sinni nauðsynlegu viðhaldi, svo unnt sé að leigja íbúðina.

    Bæjarráð frestar útleigu íbúðarinnar þar til svar berst frá Leigufélaginu Bríeti.

    Samþykkt samhljóða.

  • Bæjarráð - 545 Lagður fram til kynningar 3. útgáfa Hagvísis Vesturlands, sem útgefinn er af SSV.
  • Bæjarráð - 545 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Ljómalindar ehf. dags. 30. apríl sl., með ósk um samstarf við sveitarfélög á Vesturlandi varðandi upplýsingamiðstöð.
  • Bæjarráð - 545 Lagður fram tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 4. maí sl. vegna fyrirkomulags bæjarhátíða sumarið 2020.
  • Bæjarráð - 545 Lagt fram til kynningar fundarboð Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna fjarfundar um málefni hjúkrunarheimila sem haldinn verður 19. maí nk.
  • Bæjarráð - 545 Lögð fram til kynningar fundargerð samráðshóps um skólahald vegna heimsfaraldurs kórónaveiru (Covid-19), sem haldinn var með ráðherra, 28. apríl sl.