Málsnúmer 2005007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 241. fundur - 10.09.2020

Allir tóku til máls.
  • .1 2001004 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 547 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • Bæjarráð - 547 Lögð fram greinargerð skipulags- og byggingafulltrúa ásamt kostnaðaráætlun vegna frágangs snúningsplans og baklóða við Fellabrekku 15-21.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins, til að mæta kostnaði við frágang snúningsplans og baklóða við Fellabrekku 15-21, uppá 7,5 millj. kr. Fjárveiting var ekki ákveðin til verksins í lok árs 2019 vegna óvissu um kostnað.

    Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn, að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2020, til að mæta kostnaði við endurnýjun á dælu fyrir slökkviliðið, og heimild til að mæta kostnaði við kaup á bifreið fyrir áhaldahús, ef hagstæð kjör á hentugri bifreið fást nú á næstu vikum. Í viðauka sem lagður verði fyrir bæjarstjórnarfund í júní verði tilgreindar fjárhæðir fyrir þessa liði.

    Ennfremur var rætt um framkvæmdir ársins vegna utanhússviðhalds grunnskólans. Bæjarráð mun fylgjast með kostnaðaráætlun verksins.

    Bæjarstjóri kynnti fram komnar hugmyndir arkitektastofu um uppsetningu milliveggs í leikskóla.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 547 Gerð grein fyrir þeim umsóknum sem borist hafa um sumarstörf fyrir námsmenn. Lagður fram kostnaðarútreikningur vegna starfanna.

    Einnig lagður fram til kynningar, tölvupóstur frá Gunnari Njálssyni f.h. Skógræktarfélags Eyrarsveitar varðandi verkefni í sumar.
  • .4 2005038 Vinnuskóli 2020
    Bæjarráð - 547 Lagt til að bæjarstjóri megi auglýsa störf í vinnuskóla fyrir börn úr 7. bekk, ef aðsókn 8.-10. bekkinga verður með þeim hætti að svigrúm skapist fyrir að ráða 7. bekkinga inn.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 547 Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um styrki til starfsmanna leik- og grunnskóla sem stunda fjarnám.

    Bæjarráð fór yfir drögin og felur skrifstofustjóra og bæjarstjóra að gera breytingar á þeim í samræmi við umræður á fundinum. Drögin, þannig breytt, verði lögð fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 547 Lögð fram drög að endurskoðaðri jafnréttisáætlun Grundarfjarðarbæjar.

    Bæjarráð tekur drögin til skoðunar á fundi sínum í júní.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 547 Lögð fram til kynningar niðurstaða verðkönnunar sem fram fór um frágang snúningsplans í Fellasneið og baklóða við Fellabrekku 15-21. Tveir skiluðu inn verðtilboðum.
    Skipulags- og byggingarfulltrúi mun ganga frá samningi við lægstbjóðanda, Þ.G. Þorkelsson verktaka ehf.
  • Bæjarráð - 547 Lögð fram til kynningar drög að nýjum beitarsamningi við Hesteigendafélag Grundarfjarðar.

    Bæjarráð yfirfór drögin og samþykkir þau fyrir sitt leyti.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 547 Lögð fram til kynningar fjórða útgáfa Hagvísis, sem gefinn er út af SSV.
  • Bæjarráð - 547 Lagt fram til kynningar yfirlit Vinnumálastofnunar yfir atvinnuleysi.
  • Bæjarráð - 547 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir aðgerðir ríkisstjórnar og Alþingis í tengslum við Covid-19 sem snúa að sveitarfélögum.
  • Bæjarráð - 547 Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 26. maí sl. varðandi endurgreiðslu virðisaukaskatts á byggingarstað.
  • Bæjarráð - 547 Lögð fram til kynningar tilkynning stjórnarráðsins vegna aukaúthlutunar framlaga fyrir dreifbýlið í verkefninu "Ísland ljóstengt" ásamt áhugakönnun um þátttöku í aukaúthlutuninni.
  • Bæjarráð - 547 Lögð fram til kynningar svör minjavarðar Vesturlands við fyrirspurn bæjarstjóra um verkefni í minjavernd, sbr. umræður í bæjarstjórn 14. maí sl.

    Bæjarráð leggur til að endurbætur/breytingar á Samkomuhúsi Grundarfjarðar verði tilnefndar sem verkefni vegna átaks Minjastofnunar í húsverndarmálum.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 547 Lagt fram til kynningar fundarboð aðalfundar SSV sem haldinn verður 15. júní nk.

  • Bæjarráð - 547 Lagt fram til kynningar svar bæjarstjóra til Umhverfisstofnunar dags. 15. maí sl. ásamt greinargerð um áform vegna lokunarfyrirmæla.
  • Bæjarráð - 547 Lögð fram til kynningar auglýsing heilbrigðisráðherra vegna takmörkunar á samkomum vegna farsóttar, dags. 22. maí sl. sem tók gildi 25. maí sl.

  • Bæjarráð - 547 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um útboð verkefna á sviði jarðhita og vatnsaflsvirkjana á vegum Uppbyggingarsjóðs EES.

  • Bæjarráð - 547 Lögð fram til kynningar skýrsla Umhverfisstofnunar um landsvörslu við Breiðafjörð fyrir árið 2019.
  • Bæjarráð - 547 Lagður fram til kynningar samningur við Tómas Frey Kristjánsson vegna ljósmynda af viðburðum í Grundarfirði árið 2020.
  • Bæjarráð - 547 Lagt fram til kynningar ársuppgjör Sjómannadagsráðs Grundarfjarðar vegna ársins 2019.
  • Bæjarráð - 547 Lagður fram til kynningar ársreikningur Setbergssóknar árið 2019.
  • Bæjarráð - 547 Lagður fram til kynningar ársreikningur UMFG árið 2019.
  • Bæjarráð - 547 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Þjóðskrár Íslands vegna forsetakosninga 2020 og útgáfu kjörskrárstofns.

    Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer nú fram í Ráðhúsi Grundarfjarðar, skv. samkomulagi Sýslumannsembættisins við Grundarfjarðarbæ. Opið verður kl. 10-14 alla virka daga frá 9. júní nk.