Málsnúmer 2005016

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 238. fundur - 14.05.2020

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Minjavarðar Vesturlands, dags. 11. maí sl., vegna átaks í húsverndarmálum. Minjavörður leitar eftir hugmyndum um verkefni.

Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um átaksverkefnið.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 547. fundur - 28.05.2020


Lögð fram til kynningar svör minjavarðar Vesturlands við fyrirspurn bæjarstjóra um verkefni í minjavernd, sbr. umræður í bæjarstjórn 14. maí sl.

Bæjarráð leggur til að endurbætur/breytingar á Samkomuhúsi Grundarfjarðar verði tilnefndar sem verkefni vegna átaks Minjastofnunar í húsverndarmálum.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 548. fundur - 24.06.2020

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Minjavarðar Vesturlands dags. 19. júní sl., sem er svar við tölvupósti bæjarstjóra. Í póstinum kemur fram að Minjastofnun hafi hætt við að auglýsa eftir sérstökum átaksverkefnum en lagt upp með að styðja frekar við þau verkefni sem í gangi voru fyrir. Ennfremur er bærinn hvattur til að sækja um styrk til Minjastofnunar fyrir endurgerð Samkomuhúss Grundarfjarðar þegar næst verður auglýst.