Málsnúmer 2005052

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 547. fundur - 28.05.2020

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um styrki til starfsmanna leik- og grunnskóla sem stunda fjarnám.

Bæjarráð fór yfir drögin og felur skrifstofustjóra og bæjarstjóra að gera breytingar á þeim í samræmi við umræður á fundinum. Drögin, þannig breytt, verði lögð fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 239. fundur - 11.06.2020

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum bæjarins um styrki til námsmanna í starfi hjá Grundarfjarðarbæ, en bæjarráð vísaði þeim til bæjarstjórnar.

Reglurnar gera ráð fyrir að einungis starfsfólk á leikskólastigi (Leikskólinn Sólvellir og leikskóladeildin Eldhamrar) njóti stuðnings.

Allir tóku til máls.

Reglur um styrki til námsmanna í starfi á leikskólastigi hjá Grundarfjarðarbæ samþykktar samhljóða.

Reglurnar verða kynntar starfsmönnum á leikskólastigi sem verði heimilað að sækja um til 1. september 2020 vegna næsta starfsárs.

Samþykkt samhljóða.