Málsnúmer 2006003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 241. fundur - 10.09.2020

  • Bæjarráð - 549 Lagður fram kjörskrárstofn frá Þjóðskrá Íslands, vegna forsetakosninga 27. júní 2020. Kjörskrárstofninn miðast við þau sem skráð eru með lögheimili í sveitarfélaginu þremur vikum fyrir kjördag eða 6. júní 2020.

    Bæjarráð samþykkir kjörskrána í samræmi við ákvæði 4. mgr. 32. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar og felur bæjarstjóra að undirrita hana og leggja fram í samræmi við ákvæði í 2. mgr. 24. gr. kosningalaga.

    Samþykkt samhljóða.