Málsnúmer 2006039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 550. fundur - 08.07.2020

Lögð fram verkefnislýsing vegna aðalskipulags Reykhólahrepps, sem send var til umsagnar nágrannasveitarfélaga og gefinn frestur til umsagna til 10. ágúst nk.

Bæjarráð óskar eftir umsögn frá umhverfis- og skipulagsnefnd um erindið.

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 220. fundur - 18.08.2020

Vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 var óskað eftir umsögnum/ábendingum um skipulagslýsingu, frá hagaðilum, m.a. sveitarfélögum við Breiðafjörð.
Bæjarráð tók málið fyrir og óskaði eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar.
Umsagnarfrestur er liðinn, en bæjarstjóri hefur kynnt Reykhólahreppi að umsögn muni berast í ágústmánuði.
Lögð fram tillaga bæjarstjóra að umsögn um skipulagslýsinguna.

Þar er lögð áhersla á bættar samgöngur um Skógarstrandarveg og tækifærin sem í þeim felast til aukinnar samvinnu. Ennfremur á sameiginlega hagsmuni um málefni Breiðafjarðar.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við lýsingu skipulagsverkefnisins, tekur undir framlagða tillögu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara erindi Reykhólahrepps.