Beiðni um umsögn vegna umsóknar um endurnýjun rekstrarleyfis. Slökkviliðsstjóri og byggingarfulltrúi hafa veitt jákvæða umsögn.
Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi dags. 7. júlí 2020 þar sem óskað er umsagnar bæjarstjórnar um umsókn um rekstur minna gistiheimilis í flokki II, sem rekið er sem Hálsaból, sumarhús að Hálsi. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir slökkviliðsstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði endurnýjað.