Málsnúmer 2008013

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 220. fundur - 18.08.2020

Helgrindur ehf. senda inn fyrirspurn vegna fyrirhugaðra breytinga á efri hæð á Grundargötu 30.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að framkomnar hugmyndir séu í samræmi við nýsamþykkt aðalskipulag Grundarfjarðarbæjar og stefnu sem þar er sett fram um starfsemi í miðbæ.

Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kalla eftir umsókn um byggingarleyfi þegar teikningar liggja fyrir.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 223. fundur - 02.12.2020

Lagðar fram til kynningar teikningar af breytingum af efri hæð að Grundargötu 30.
Fyrir nefndinni liggja teikningar af breytingum á efri hæð á Grundargötu 30.

Nefndin hafði áður samþykkt fyrirhugaða framkvæmd á 220. fundi og leggur byggingarfulltrúi fram fullunnar teikningar til upplýsinga.

Grundargata 30 er í sölu- og skiptaferli milli Grundarfjarðarbæjar og Helgrinda ehf.

Þegar kaup og skipti hafa verið frágengin felur skipulags- og umhverfisnefnd skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.