Málsnúmer 2009011

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 555. fundur - 23.09.2020

Lagt fram erindi Mörtu og Guðbjargar Soffíu Magnúsdætra um hundagerði innan girðingar við spennistöðvarhús Rarik, efst við Borgarbraut.

Bæjarráð þakkar þeim systrum fyrir erindið, en telur staðinn ekki hentugt svæði fyrir hundagerði.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 582. fundur - 14.01.2022

Fyrir lá beiðni/fyrirspurn um að fá að nýta svæði innan girðingar við aðveitustöðina gömlu efst á Borgarbraut til að viðra hunda og leyfa þeim að leika sér frjálsum.
Bæjarráð samþykkir að svæðið verði til reynslu nýtt í þessu skyni, fram í cirka miðjan apríl. Til stendur að nýta svæðið fyrir grenndargarða nk. vor/sumar með uppbyggðum beðum.
Bæjarráð leggur áherslu á að umsjón og umgengni sé í höndum notenda. Ennfremur er skilyrði að umgengni sé góð.
Bæjarstjóra er falið að ganga frá samkomulagi við fyrirspyrjanda á þessum nótum.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi

Bæjarráð - 583. fundur - 02.02.2022

Marta Magnúsdóttir sat fundinn undir þessum lið, gegnum fjarfundabúnað, vegna erindis sem hún sendi inn um mögulegan stað fyrir hundagerði. Framhald umræðu frá síðustu fundum bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Umræður urðu um mögulega staðsetningu hundagerðis og kostnað við uppsetningu. Marta taldi að hundagerði þyrfti að vera staðsett í göngufæri við þéttbýlið.

Mörtu var þakkað fyrir komuna á fundinn.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs um að kanna mögulega staðsetningu fyrir hundagerði.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Marta Magnúsdóttir - mæting: 18:00