Málsnúmer 2009047

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 222. fundur - 30.09.2020

Vegagerðin óskar eftir samvinnu við sveitarfélögin varðandi umbætur og hagræðingar vegna girðinga í sveitarfélaginu. Óskað er eftir upplýsingum um legu, umfang og kostnað sveitarfélaga vegna girðinga.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur embætti byggingarfulltrúa að fylgja eftir beiðni Vegagerðarinnar.

Bæjarstjórn - 242. fundur - 08.10.2020

Lagt fram til kynningar bréf frá Vegagerðinni dags. 28. sept. sl. varðandi girðingar á vegum opinberra aðila, en bréfið var áður lagt fyrir skipulags- og umhverfisnefnd. Skipaður hefur verið starfshópur á vegum allra ráðuneyta ríkisstjórnarinnar með það markmið að móta samstarf helstu aðila sem hagsmuna hafa að gæta varðandi umbætur og hagræðingu vegna girðinga og hvernig þetta samstarf verði best unnið á svæðisvísu. Óskað er samstarfs við sveitarfélög og upplýsinga óskað frá þeim.