242. fundur 08. október 2020 kl. 16:30 - 21:27 á fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Garðar Svansson (GS)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund.

Hann lagði til að tekinn yrði inn á fundinn með afbrigðum dagskrárliðurinn "Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - Útreikningur framlaga til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts" sem yrði liður 13 á dagskrá. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri sagði frá því að september hafi verið mikill fundamánuður, en 10 nefndarfundir voru haldnir. Farið var í endurskoðun fjárhagsáætlunar 2020. Í Covid ástandinu hefur átt sér stað aukin vinna, en það skiptir máli að allir séu vel upplýstir, starfsmenn jafnt sem íbúar. Haldnir hafa verið reglulegir netfundir með forstöðumönnum. Gengið hefur verið frá umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða um styrk til göngustígagerðar í tengslum við Kirkjufell.

Bæjarstjóri sagði einnig frá fundi sem hún sat í gær ásamt fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi með tveimur fulltrúum Hagstofunnar, um upplýsingar og úrvinnslu, úr staðgreiðsluskrám útsvars.

Jafnframt sagði bæjarstjóri frá vinnu varðandi sameiginlegt embætti skipulags- og byggingafulltrúa fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Þá var rætt um varmadæluverkefnið sem ætlunin var að fara í á árinu. Verkefnið er í vinnslu og verður leitast við að komast sem lengst með það á árinu.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Forseti minnti á að haustþing SSV færi fram þann 16. október nk. í fjarfundi, en ekki í Dalabyggð eins og áformað var. Aðalfulltrúar Grundarfjarðarbæjar með seturétt á fundinum eru Jósef Kjartansson, Hinrik Konráðsson og Unnur Þóra Sigurðardóttir.

Sama dag verður bæjarstjóri með erindi á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga og talar þar um útsvar og upplýsingagjöf.

Bæjarráð stefnir að því að eiga viðræður við fulltrúa Félags eldri borgara í Grundarfirði varðandi aðstöðu og félagsstarf.

Rætt var um fjárhagsáætlunargerð framundan. Bæjarráð mun leggja niður tímaáætlun fjárhagsáætlunarvinnunnar. Í ljósi aðstæðna mun bæjarráð ekki fara í heimsóknir í stofnanir, heldur kalla fostöðumenn til samtals með fjarfundum.

3.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri sagði frá helstu ráðstöfunum í stofnunum bæjarins vegna Covid-19.

Forseti sagði að þjónusta bæjarins á tímum sem þessum væri aldrei mikilvægari, að hægt sé að halda úti starfsemi í stofnunum bæjarins. Þær gegni mikilvægu hlutverki í þjónustu við íbúa og atvinnulíf; félagsþjónusta og félagslegur stuðningur, barnavernd, skólastarf, íþróttaaðstaða, hreinlætismál og fleira.

Bæjarstjórn þakkar starfsmönnum stofnana bæjarins fyrir vel unnin störf, gott skipulag og sveigjanleika við að halda óskertri þjónustu. Markmiðið er að halda úti þjónustu stofnana bæjarins eins lengi og mögulegt er á hverjum tíma.

Stefnt er að fjarfundum með fulltrúum fyrirtækja ca. 20.-22. okt. nk., sbr. bókun bæjarstjórnar á síðasta fundi.

4.Bæjarráð - 555

Málsnúmer 2009003FVakta málsnúmer

  • 4.1 1912003 Framkvæmdir 2020
    Bæjarráð - 555 Liður A:
    Herborg Árnadóttir hjá Alta sat fundinn undir hluta þessa liðar gegnum fjarfundabúnað. Þá sátu einnig hluta liðsins gegnum fjarfundabúnað Jósef Ó. Kjartansson og Hinrik Konráðsson.

    Herborg kynnti vinnu sína við skoðun á göturýmum/götukössum í Grundarfirði.
    Hún lagði fram tillögur að útfærslu á gangstéttum og hjólastígum, sem rúma fjölbreytta fararmáta og farartæki, s.s. reiðhjól, barnavagna, rafskutlur, o.fl.
    Um er að ræða undirbúningsvinnu sem nýta á við framkvæmdir bæjarins og endurbætur í göturýmum á næstu árum. Í tillögunum er ennfremur gert ráð fyrir "blágrænum lausnum", sem felast í því að gróðri og gróðurríkum svæðum er ætlað það hlutverk að fanga ofanvatn, um leið og slíkt stuðlar að grænni bæjarmynd.

    Umræður urðu um útfærslur, hönnun og framkvæmdir á götum sem skilgreindar hafa verið sem forgangsleiðir, einkum vegna tenginga við skóla og miðbæ.

    Herborgu var þökkuð kynningin. Fullunnin tillaga verður lögð fyrir bæjarráð síðar.

    Hér viku Herborg, Jósef og Hinrik af fundi.


    Liður B:
    Bæjarráð fór og skoðaði aðveitustöðvarhús Rarik, efst við Borgarbraut. Bæjarstjóri hefur verið í viðræðum við Rarik um framtíðarnot húss og lóðar. Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

    Samþykkt samhljóða.

  • Bæjarráð fór og skoðaði húsnæðið að Grundargötu 30, en bærinn hefur fest kaup á neðri hæð hússins auk kjallara, í skiptum fyrir efri hæð hússins. Samningar eru í vinnslu.
    Bæjarráð - 555 Vísað er í bókun bæjarráðs undir málsnúmeri 2007014 á 551. fundi þann 19. ágúst sl. um þau tækifæri sem felast í því að bærinn ráði nú yfir auknu rými í húsinu.

    Bænum hafa borist fyrirspurnir um nýtingu hússins.

    Málið er í vinnslu.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, RG, UÞS, GS, BS, HK og BÁ.

    RG formaður bæjarráðs sagði frá því að bæjarfulltrúar hefðu átt tvo fjarfundi með fulltrúum úr stjórn UMFG í liðinni viku, að beiðni UMFG. Fyrri fundurinn var til kynningar á rafíþróttum sem lið í skipulögðu íþróttastarfi. UMFG skoðar nú hvort taka eigi upp slíkt starf.

    Á síðari fundinum var farið með fulltrúum UMFG að skoða aðstæður á Grundargötu 30. Horft var sérstaklega á kjallara hússins og mögulega aðstöðu þar.

    Óskað var eftir að umsjónarmaður fasteigna bæjarins skoðaði húsnæðið og hefur hann sett niður punkta um þá skoðun, til bæjarstjóra. Bæjarstjóri fór yfir þau atriði.

    Samþykkt samhljóða að óska eftir kostnaðarmati á þá verkþætti sem líklegt er að ráðast þurfi í, til að gera húsnæðið hæft til notkunar.
  • Bæjarráð - 555 Lagt fram erindi Skógræktarfélags Eyrarsveitar, með greinargerð um grenndargarða.
    Erindið felst í þeirri hugmynd að komið verði upp matjurtagörðum fyrir bæjarbúa innan girðingar við spennistöðvarhús Rarik, efst við Borgarbraut.

    Bæjarráð þakkar Skógræktarfélaginu fyrir erindið.
    Bæjarráð lýsir áhuga á því að þróa áfram hugmynd að matjurtagörðum, sbr. framlagða hugmynd, með möguleika á skólagörðum sem hluta verkefnis, en vísar jafnframt í fyrri bókun þessa fundar, undir dagskrárlið 1B.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 555 Lagt fram erindi Mörtu og Guðbjargar Soffíu Magnúsdætra um hundagerði innan girðingar við spennistöðvarhús Rarik, efst við Borgarbraut.

    Bæjarráð þakkar þeim systrum fyrir erindið, en telur staðinn ekki hentugt svæði fyrir hundagerði.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 555 Lagðar fram tillögur um breytingar á jafnréttisáætlun Grundarfjarðarbæjar.

    Jafnréttisstofa gerði athugasemdir við innsenda áætlun bæjarins, sem afgreidd var í bæjarráði/jafnréttisnefnd fyrr í sumar og óskaði eftir breytingum á áætluninni. Jafnréttisstofa lagði fyrir bæinn að flýta þeirri afgreiðslu, að viðlögðum dagsektum ef það drægist.

    Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að ljúka breytingum og senda Jafnréttisstofu.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 555 Sú breyting hefur verið gerð á umsóknarferli frá fyrra ári að ekki er þörf á að sveitarstjórnir sæki sérstaklega um byggðakvóta heldur mun ráðuneytið tilkynna sveitarstjórnum hversu miklar aflaheimildir koma í hlut hvers byggðarlags sem undir þær falla þegar sú skipting liggur fyrir.

    Reiknað er með að tilkynning um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020-2021 verði send til sveitarstjórna fyrir lok októbermánaðar.

    Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 15. október 2020.

    Bæjarráð vísar ákvörðun um hvort setja eigi sérreglur til bæjarstjórnarfundar þann 8. október nk.
    Bókun fundar RG vék sæti á fundinum, með því að yfirgefa fjarfundinn.

    Til máls tóku JÓK, GS, HK og SÞ.

    Forseti fór yfir, eins og fram kemur í fundargögnum, að nú er ekki lengur þörf á að sveitarstjórnir sæki sérstaklega um byggðakvóta, heldur mun ráðuneytið úthluta og tilkynna sveitarstjórnum hversu miklar aflaheimildir koma í hlut hvers byggðarlags sem undir þær falla þegar sú skipting liggur fyrir.

    Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 15. október 2020.

    Bæjarráð hafði vísað ákvörðun um hvort setja eigi sérreglur til þessa bæjarstjórnarfundar.

    Forseti leggur til að fylgt verði framkvæmd síðustu ára, og að ekki verði óskað eftir sérreglum um úthlutun byggðakvóta.

    Samþykkt samhljóða.

    RG tók aftur sæti sitt á fundinum, með því að bæjarstjóri bauð henni aftur í samband við fundinn.
  • 4.7 2001004 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 555 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • Bæjarráð - 555 Lagt fram til kynningar excel skjal Sambands íslenskra sveitarfélaga um atvinnuleysi og minnkandi starfshlutfall.

    Tölur fyrir ágústmánuð 2020 sýna að í Grundarfirði eru 29 manns atvinnulausir og 10 í skertu starfshlutfalli, alls 39 manns.
  • Bæjarráð - 555 Lagt fram yfirlit Vinnumálastofnunar um atvinnuleysi á Vesturlandi fyrstu átta mánuði ársins.
  • Bæjarráð - 555 Lagt fram til kynningar svar Vegagerðarinnar við beiðni um breytingar á hámarkshraða á Grundargötu, vegna breytinga á umferðarlögum.
    Málið er enn í vinnslu hjá Vegagerðinni.

  • Bæjarráð - 555 Lagt fram til kynningar fundarboð á haustþing SSV sem haldið verður í Dalabyggð föstudaginn 16. október nk.
    Bókun fundar Forseti vísar í fyrri orð sín, um að haustþingið verði haldið í fjarfundi.
  • Bæjarráð - 555 Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga til Alþingis með umsögn varðandi stuðning við fráveituframkvæmdir.
    Bókun fundar Forseti vakti athygli á frumvarpi um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna (átak í fráveitumálum) sem felur í sér að á árunum 2020-2030 verði veitt framlag úr ríkissjóði sem nemur hlutdeild í kostnaði við fráveituframkvæmdir á vegum fráveitna sveitarfélaga eftir því sem nánar verður ákveðið í fjárlögum.

    Um er að ræða verkefni sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur mjög lengi kallað eftir. Til grundvallar frumvarpinu liggur vinna starfshóps sem skilaði tillögum í janúar á þessu ári. Vert sé að fylgjast vel með framvindu þessa máls.
  • Bæjarráð - 555 Lögð fram til kynningar dagskrá fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður á netinu 1. og 2. október nk.
    Auk þess verða fræðsluerindi á netinu út allan októbermánuð.


  • Bæjarráð - 555 Lagður fram til kynningar ársreikningur 2019 ásamt ársskýrslu Skotfélags Snæfellsness.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, GS, BS, RG, UÞS og BÁ.
  • Bæjarráð - 555 Lagður fram til kynningar samningur við Bongó slf. um afnot af Sögumiðstöð sumarið 2020.
  • Bæjarráð - 555 Lagður fram til kynningar vinnslusamningur við Advania.
  • Bæjarráð - 555 Lagður fram til kynningar þjónustusamningur við Þjóðskrá Íslands.
  • Bæjarráð - 555 Lagður fram til kynningar þjónustusamningur við Símann hf. ásamt viðauka.
  • Bæjarráð - 555 Lagt fram til kynningar svar Umhverfisstofnunar vegna úrbótaáætlunar og athugasemdum rekstraraðila.
  • Bæjarráð - 555 Lagðar fram til kynningar styrkumsóknir til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vegna verkefnisins; Kirkjufell, fjall í bæ. Ekki fékkst styrkur í verkefnið.
  • Bæjarráð - 555 Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 5 um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19. Verkefnið er samvinnuverkefni félagsmálaráðneytis, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  • Bæjarráð - 555 Lagður fram til kynningar tölvupóstur HSH vegna frestunar héraðsþings HSH 2020, en þingið mun varða sameinað þingi sem haldið verður 2021.

5.Bæjarráð - 556

Málsnúmer 2009005FVakta málsnúmer

  • Unnið hefur verið að endurskoðun fjárhagsáætlunar 2020.
    Lögð er fram útkomuspá vegna ársins 2020 ásamt samanburði við upphaflega fjárhagsáætlun ársins og sundurliðun niður á deildir.

    Jafnframt lagt fram yfirlit yfir stöðu eignfærðra fjárfestinga.
    Bæjarráð - 556 Áætlað tekjutap A-hluta, miðað við upphaflega áætlun ársins, er ríflega 40 millj. kr. og munar þar mest um lækkun á áætluðum tekjum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, eða um rúmar 30 millj. kr.

    Bæjarráð ítrekar fyrri bókanir bæjarráðs og bæjarstjórnar og lýsir vonbrigðum sínum með lækkun tekna bæjarins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, enda standa þær tekjur undir mikilvægri lögskyldri grunnþjónustu sveitarfélagsins.

    Tekjutap A- og B-hluta er gróflega áætlað rúmlega 50 millj. kr. að lágmarki. Útsvarstekjur eru háðar mikilli óvissu, einkum vegna þess hve haldlitlar upplýsingar sveitarfélagið fær um samsetningu og þróun útsvarstekna.
    Á árinu hafði bæjarstjórn samþykkt viðauka, einkum fjárfestingu, uppá um 50 millj. kr., m.a. sem viðbrögð við áhrifum Covid-19.

    Áætlað tekjutap og viðbótarfjárfesting, umfram upphaflega áætlun, gera því samtals yfir 100 millj. kr. lakari niðurstöðu samstæðunnar (rekstur og fjárfestingar) en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir.

    Eftir yfirferð á fjárhagsstöðu og fjárhagsáætlun ársins 2020, eru gerðar tillögur um endurskoðun/breytingar á rekstrarhluta, sem færðar verða í viðauka við fjárhagsáætlun ársins og lagðar fyrir bæjarstjórn. Með breytingunum er dregið úr rekstrargjöldum, til að mæta rekstrarhalla sem við blasir, sbr. það sem fyrr segir um áætlað tekjutap.

    Eins og staðan lítur út eftir þá yfirferð er rekstrarniðurstaða A- og B-hluta áætluð um 15 millj. kr. lakari en upphafleg áætlun (rekstur, ekki fjárfestingar). Sú niðurstaða er þó miklum fyrirvörum háð, eins og áður sagði, einkum vegna óvissu um þróun útsvarstekna það sem eftir er ársins.

    Einnig var farið yfir stöðu eignfærðra fjárfestinga og mat lagt á svigrúm til lækkunar þeirra, út frá upphaflegri fjárhagsáætlun.

    Vinnu við þessa yfirferð og endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins verður framhaldið fram að fundi bæjarstjórnar.

    ---

    Í tengslum við þessa yfirferð er lagt til það verklag, að öll aukning í stöðugildum, héðan í frá, verði lögð fyrir bæjarráð til afgreiðslu, jafnvel þó svo fyrir þeim séu heimildir í fjárhagsáætlun ársins.

    Samþykkt samhljóða.

    Bæjarráð færir forstöðumönnum þakkir fyrir þessa yfirferð áætlunarinnar.

    Skrifstofustjóri vék af fundi undir þessum lið, kl. 17:45.


    Bókun fundar Umræða um endurskoðaða fjárhagsáætlun 2020 fer fram undir lið 12 á þessum fundi.

    Forseti bar upp til staðfestingar, samþykkt bæjarráðs, um að öll aukning í stöðugildum, héðan í frá, verði lögð fyrir bæjarráð til afgreiðslu, jafnvel þó svo fyrir þeim séu heimildir í fjárhagsáætlun ársins.

    Samþykkt samhljóða
  • Bæjarráð - 556 Farið yfir vinnuskjal með tillögum Haraldar Líndal Haraldssonar úr úttekt hans á fjármálum, rekstri og stjórnsýslu Grundarfjarðarbæjar, sem hann vann að beiðni bæjarstjórnar.

    Tillögurnar snúa að gagnaöflun vegna fjárhagsáætlunar 2021 og því að koma á stefnumiðaðri fjármálastjórn til næstu ára. Í því felst að setja markmið um helstu lykilvísa í rekstri.

    Samþykkt að undirbúa vinnu í samræmi við þessar tillögur.
    Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að skoða betur þær tillögur sem bæjarráð fór yfir í vinnuskjali fundarins.

    Bæjarráð mun vinna áfram að skoðun og úrvinnslu tillagnanna.

  • Bæjarráð - 556 Grundarfjarðarbær fékk styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppsetningar á skiltum um öryggismál, í samræmi við markaða skiltastefnu.

    Lögð fram tillaga að uppsetningu tveggja upplýsinga- og fræðslu/öryggisskilta, vestan og austan megin þéttbýlis, í stað þeirra sem fyrir eru.

    Bæjarstjóra falið að vinna áfram að útfærslu á skiltum og gerð þeirra.
    Bæjarráð samþykkir breytta staðsetningu skiltis austan byggðar, en að sú staðsetning verði borin undir Grundarfjarðarhöfn og skipulags- og umhverfisnefnd.

    Samþykkt samhljóða.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 556 Bæjarstjóri sagði frá því að hafin væri vinna við útfærslu á styttingu vinnuvikunnar, í samræmi við ákvæði nýrra kjarasamninga þar að lútandi.

  • Bæjarráð - 556 Lögð fram til kynningar fundargerð 110. fundar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, sem haldinn var 23. september sl.

    Jafnframt tilkynnt um breytt fundafyrirkomulag aðalfundar FSS, 29. september nk., sem haldinn verður sem fjarfundur.

6.Menningarnefnd - 27

Málsnúmer 2005004FVakta málsnúmer

  • 6.1 1801048 Sögumiðstöðin
    Sögumiðstöð - Framtíðarhorfur og notkun
    Menningarnefnd - 27 Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri og Eygló Bára Jónsdóttir, formaður menningarnefndar sögðu frá fundi sem þær, ásamt bæjarráði, áttu með Inga Hans Jónssyni um uppbyggingu á starfsemi og aðstöðu í Sögumiðstöð og aðkomu hans að verkefninu.

    Megináhersla verði lögð á að efla húsið sem menningar- og samfélagsmiðstöð sem aðgengileg yrði öllum íbúum.
  • Umræða - hugarflug:

    Farið yfir verkefni sumarsins, hvað var gert, hvað hefði betur mátt fara.

    Almenn umræða og hugmyndir.
    Menningarnefnd - 27 Farið yfir helstu verkefni bæjarins á tímum covid-19 sem unnið var að:
    Málun á veggjum, ljóðalist, Spjallarinn, Hvatning til útiveru, Takk veggurinn, Ratleikjaapp sem unnið er að, Frisbígolf og önnur verkefni.

    Menningarnefnd lýsir ánægju sinni með verkefnið Spjallarinn og þakkar þeim sem að því stóðu kærlega fyrir þeirra framtak.
  • Farið yfir ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2020. Menningarnefnd - 27 Þema keppninnar í ár er "Vetur" og skilafrestur mynda er til 1. nóvember 2020.

    Skilafrestur er lengdur til 15. nóvember.
  • 6.4 2009023 Rökkurdagar 2020
    Undirbúningur Rökkurdaga 2020, menningarhátíðar Grundarfjarðarbæjar. Menningarnefnd - 27 Rökkurdagar verða haldnir 26. október til 1. nóvember 2020 og munu fara fram með breyttu sniði í ár með tillit til sóttvarnarviðmiða.

    Menningarnefnd felur Þuríði Gíu að auglýsa eftir viðburðum og útbúa auglýsingu fyrir Rökkurdaga 2020.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, SÞ og BÁ.
  • Farið yfir undirbúning viðburða menningarnefndar fyrir jólin.
    Menningarnefnd - 27 Jóladagatal Grundarfjarðarbæjar verður birt í lok nóvember þar sem dagskrá desembermánaðar verður kynnt.

    Menningarnefnd fór yfir hugmyndir af viðburðum sem meðal annars eru; Jólamyndasamkeppni grunnskólabarna, Jólahús Grundarfjarðar 2020, jólaþorp og margt fleira.

7.Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 97

Málsnúmer 2008001FVakta málsnúmer

Til máls tóku JÓK, HK, BÁ og GS.
  • 7.1 1908016 Þríhyrningur - hugmyndir, hönnun, endurbætur
    Undir þessum lið sátu eftirtaldir sem gestir:

    Herborg Árnadóttir arkitekt frá Alta, í fjarfundi.
    Þorsteinn Hjaltason fulltrúi grunnskólans, í fjarfundi, og Ingibjörg E. Þórarinsdóttir fulltrúi leikskólans.
    Signý Gunnarsdóttir fulltrúi Skógræktarfélagsins, í fjarfundi.
    Sigríður G. Arnardóttir fulltrúi UMFG, í fjarfundi.
    Sunna Njálsdóttir fulltrúi Kvenfélagsins Gleym-mér-ei, í fjarfundi.

    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 97 Herborg kynnti samantekt sem hún hefur unnið, úr gögnum og vinnu nefndarinnar, um fjölskyldu- og útivistarsvæði í Þríhyrningi. Sl. vetur hélt nefndin opinn fund og fund með félagasamtökum og tók í framhaldinu saman hugmynd sem nú hefur verið unnið með.

    Umræður fóru fram um spurningar eins og fyrir hverja svæðið væri, í hvaða tilgangi fólk kæmi í garðinn, hver væri sérstaða hans, hugmyndir um nýtingu, punktar um viðhaldsþörf og fleira.

    Gagnlegar umræður urðu um þessi atriði og mun Herborg vinna áfram að þróun svæðisins fyrir nefndina, á grunni þess sem fram kom. Mikilvægt er að vinna hugmyndina áfram í samvinnu við nágranna og félagasamtökin. Þegar hugmyndin hefur verið sett í búning og útfærð nánar, verður tillaga kynnt íbúum.

    Til frekari umræðu á næsta fundi.

    Gestum fundarins var þökkuð þátttaka í umræðunum.

    Bókun fundar Forseti þakkar íþrótta- og æskulýðsnefnd fyrir góða hugmyndavinnu við verkefnið og vekur athygli á að hönnunargögn vegna Þríhyrnings séu til kynningar undir lið nr. 18 hér síðar á dagskrá fundarins.


  • 7.2 2009030 Íþróttamaður Grundarfjarðar 2020
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 97 Nefndin hefur til skoðunar reglur um kjör íþróttamanns Grundarfjarðar og mun ljúka því í september.

    Nefndin mun senda íþróttafélögunum erindi og óska eftir áliti þeirra um þörf fyrir breytingar á reglunum.

    Íþróttamaður ársins verður valinn í nóvember nk. og tilnefndur á aðventudegi Kvenfélagsins sunnudaginn 29. nóvember nk.
  • 7.3 2005038 Vinnuskóli 2020
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 97 Bæjarstjóri fór yfir starfsemi vinnuskólans sumarið 2020, verkefni, skipulag og fleira. Hún sagði frá því að hún hefði leitað til Sambands íslenskra sveitarfélaga og fleiri aðila síðastliðið vor um leiðbeiningar eða ramma fyrir fræðsluhluta vinnuskólans.

    Nefndin hefur áhuga á því að ræða frekar hugmyndir um þróun starfs vinnuskólans, með áherslu á fræðsluhlutann og samfélagstengd verkefni. Til umræðu síðar.




  • 7.4 2003008 Sumarnámskeið fyrir börn 2020
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 97 Til umræðu á næsta fundi.
  • 7.5 2008006 Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands - Göngum í skólann 2020
    Lagt fram til kynningar bréf ÍSÍ um átakið Göngum í skólann. Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 97 Grunnskólinn mun útfæra "Göngum í skólann" verkefni hjá nemendum í lok september.

    Skólinn tók þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ, landsátaki sem sett var af stað í Grunnskóla Grundarfjarðar 8. september sl.

8.Skólanefnd - 154

Málsnúmer 2006006FVakta málsnúmer

Til máls tóku JÓK og GS.
  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri situr fundinn undir þessum lið í fjarfundi og gerir grein fyrir starfseminni.
    Eydís Lúðvíksdóttir er nýr fulltrúi kennara og situr fundinn undir þessum lið í fjarfundi.

    Skólastjóri mun auglýsa eftir fulltrúum foreldra, sem vilja taka að sér að sitja skólanefndarfundi í samræmi við heimildir grunnskólalaga.

    Skólanefnd - 154 Skólastjóri fór yfir minnispunkta sína. Þar kom eftirfarandi fram:

    Í Grunnskóla Grundarfjarðar voru innritaðir 104 nemendur á skólasetningu. Kennarar og stjórnendur eru 15 í 14,3 stöðuhlutfalli.
    Aðrir starfsmenn eru 8 í 6,08 stöðugildum. Hluti þeirra starfsmanna starfa einnig á Eldhömrum við þrif og afleysingar. Hluti þessara starfsmanna er jafnframt í afleysingum á Eldhömrum en einnig eru kallaðir út starfsmenn ef þarf.
    Inn í þessari tölu eru einnig starfsmenn Heilsdagsskóla sem er lengd viðvera fimm daga vikunnar.

    Við skólann í vetur verða fjórir leiðbeinendur. Allir eru þeir langt komnir með að klára kennsluréttindi.
    Einn nemandi/ leiðbeinandi er ráðinn eftir nýjum lögum og klárar sitt síðasta ár sem kennari við Grunnskóla Grundarfjarðar undir handleiðslu kennara.

    Teymiskennsla verður áfram mikil en skólinn samanstendur af fjölmennu yngsta stigi og fámennu mið- og unglingastigi.
    Skólinn er í Erasmus verkefni en það hefur verið sett á ís í eitt ár vegna erfiðleika með ferðalög. Eins og staðan er núna eru mjög erfiðar takmarkanir í þeim löndum sem við vinnum með eins og t.d í Baskalandi.

    Í smíðastofunni er glæsileg aðstaða fyrir snillivinnu og er það opinbert markmið skólans að nýta þá flottu stofu sem mest.

    Áfram mun skólinn í samstarfi við hina skólana (og fleiri) á Snæfellsnesi fá gesti til að auka þekkingu nemenda. Skólinn fékk styrk til að styðja við forritunarkennslu frá Forriturum framtíðarinnar.

    Í ár verður sérstakur dagur á dagatali sem tileinkaður er gróðursetningu en áherslur skólans þennan veturinn verða heilsuefling, grænfáni og fjölbreyttar kennsluaðferðir í stærðfræði.

    Stærðfræðikennarar á yngsta- og miðstigi munu í vetur sækja námskeiðið Stærðfræðileiðtoginn - lærdómssamfélag, sem kennt er á vegum HÍ.

    Útikennslunámskeiði, Stærðfræði undir berum himni, sem halda átti sameiginlega á Snæfellsnesi nú í haust var frestað vegna aðstæðna í þjóðfélaginu er verður vonandi síðar á árinu.

    Skólinn fékk styrk til námskeiðs í útikennslu og mun fá leiðbeinanda til að halda námskeið á vorönn.

    Í Grundarfirði er núna verið að taka upp sjónvarpsþætti og verður skólinn einn af tökustöðum innan sem utan.

    Viðhaldsframkvæmdir voru miklar í sumar. Farið var í glugga og efri hæð skólans ásamt kennaraaðstöðu var máluð. Múrviðgerðir utanhúss og steiningu austan megin, ásamt því að gera upp hornstofuna NA-megin, sem nú er nýtt fyrir heilsdagsskólann. Á döfinni er að ljúka klæðningu suðurhliðar á elsta hluta skólans (Eldhamradeild).

    ---
    Skólastjóri óskar eftir breytingu á skóladagatali grunnskóla, þannig að starfsdegi 4. janúar verði breytt í kennsludag og sá starfsdagur færist til föstudagsins 22.janúar, til að samræma starfsdaga með Eldhömrum og Sólvöllum. Sjá meðf. skóladagatöl fyrir og eftir.

    Samþykkt samhljóða.

    ---

    Bókun fundar Skólanefnd hefur staðfest breytingu á starfsáætlun grunnskólans (skóladagatali), í samræmi við 2. mgr. 29. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008.
  • Sigurður Gísli og Eydís sitja fundinn undir þessum lið í fjarfundi.


    Skólanefnd - 154 Sigurður fór yfir minnispunkta sína um starfsemina.

    Á Eldhömrum eru þrír starfsmenn í 2,75 stöðugildum, en ræstingar eru þó ekki inni í þessari tölu.

    Starfið fer vel af stað en 10 nemendur eru skráðir í deildina í haust.

    Eins og undanfarin ár fá Eldhamrar tíma á skipulagi kennara í íþróttum, sundi, smíðum, heimilisfræði og lestrarkennslu. Hringekja með yngstu nemendum skólans hefst svo fljótlega og verður með vissu millibili í allan vetur.

    Fyrir nefndinni lá ennfremur námskrá Eldhamra.

    Hér vék Eydís af fundi og var henni þökkuð þátttakan.

  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri situr fundinn undir þessum lið í fjarfundi.

    Skólanefnd - 154 Sigurður Gísli skólastjóri fór yfir minnispunkta sína um starfið. Þar kom m.a. fram:

    Tónlistarskólinn hefur farið vel af stað það sem af er hausti. Í haust eru skráðir 58 nemendur í nám við tónlistarskólann, en voru 61 á haustönn 2019. Sjö nemendur eru eldri en 16 ára.
    Nemendur úr 1. og 2. bekk eru ýmist í hóptímum eða 20 mínútna einkatímum.
    Nemendur Eldhamra koma niður í litlum hópum og eru í tónlistarstund í ca. 25 mín, einn hópur á viku í allan vetur.
    Kennarar eru fjórir í 3,4 stöðugildum. Alexandra kennir á tréblásturshljóðfæri, píanó, tónfræði og sér um tónlistarstund Eldhamra. Baldur kennir á málmblásturshljóðfæri, slagverk, trommur og stjórnar skólahljómsveitinni. Bent kennir á gítar, úkúlele og rafbassa. Linda María kennir söng og sér um faglega starfið innan skólans.

    Starfið í vetur mun taka mið af ástandinu vegna Covid og sóttvarnaráðstafana, jólatónleikar verða miðvikudaginn 2. desember í Grundarfjarðarkirkju, með fyrirvara um sóttvarnir.

    Elstu börn leikskólans munu koma í stutta heimsókn, á vorönn.


  • Íþrótta- og æskulýðsnefnd hefur unnið að hugmynd um uppbyggingu útivistarsvæðis og fjölskyldugarðs í Þríhyrningnum. Þar er jafnframt gert ráð fyrir útikennslustofu.
    Sigurður Gísli situr fundinn undir þessum lið í fjarfundi.
    Skólanefnd - 154 Bæjarstjóri kynnti hugmyndir sem íþrótta- og æskulýðsnefnd hefur unnið að.
    Á svæðinu er gert ráð fyrir útikennslustofu, að beiðni leik- og grunnskóla, og í samræmi við nýtt aðalskipulag.

    Nefndarmenn lýstu yfir ánægju með hugmyndir um fyrirhugaða uppbyggingu svæðisins.

    Hér vék Sigurður Gísli af fundi og var honum þökkuð koman og upplýsingarnar.
  • Lagt fram til kynningar.
    Skólanefnd - 154
  • Lagt fram til kynningar fundarboð fyrir Skólaþing sveitarfélaga 2020, sem haldið verður mánudaginn 12. október nk.
    Fundurinn er morgunverðarfundur frá kl. 8:30-10:10 og verður í beinu streymi.

    Skólanefnd - 154

9.Skipulags- og umhverfisnefnd - 222

Málsnúmer 2009004FVakta málsnúmer

  • Kosning formanns skipulags- og umhverfisnefndar, þar sem Unnur Þóra Sigurðardóttir, fyrrum formaður, hefur sagt sig úr nefnd. Skipulags- og umhverfisnefnd - 222 Nefndin leggur til að Bjarni Sigurbjörnsson verði formaður skipulags- og umhverfisnefndar og að Vignir Smári Maríasson verði varaformaður, samþykkt samhljóða.

    Nýr formaður nefndar tekur við fundarstjórn.

    Nýr formaður leggur það til að vinna í nánu samstarfi við varaformann, Vigni Smára og að þeir vinni í sameiningu við að þjóna embættinu. Samþykkt samhljóða.
  • Lagðar fram til kynningar og yfirferðar siðareglur kjörinna fulltrúa í Grundarfjarðarbæ. Skipulags- og umhverfisnefnd - 222 Lagt fram til kynningar.
  • Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar vegna staðfestingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039.
    Stofnunin gerði athugasemd við nokkur atriði, sem teljast tæknilegs eðlis og nefndin fól skipulagsráðgjöfum að laga.
    Auk þess er eitt atriði sem kallast má efnislegt, sem eru skilmálar fyrir landnotkunarreitinn "Sérstök not haf- og vatnssvæða" (SN).
    Fyrir liggur minnisblað skipulagsráðgjafa og tillaga um afgreiðslu athugasemda Skipulagsstofnunar.

    Skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykktu Aðalskipulag Grundarfjarðar 2019-2039 og tilheyrandi umhverfisskýrslu á fundum sínum þann 6. júlí 2020 í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga.
    Í kjölfarið voru skipulagsgögnin send Skipulagsstofnun til afgreiðslu til staðfestingar með bréfi dags. 9. júlí 2020.
    Skipulagsstofnun hefur sent Grundarfjarðarbæ svarbréf dags. 27. ágúst 2020 með nokkrum athugasemdum - sjá bókun.

    Niðurstaða bæjarstjórnar var auglýst í Fréttablaðinu þann 27. ágúst 2020 og Jökli, bæjarblaði, þann 3. september 2020, auk þess sem niðurstaðan var birt á vef bæjarins. Með bréfum dagsettum 20. ágúst 2020 var þeim aðilum sem gerðu athugasemdir við auglýsta tillögu send umsögn bæjarstjórnar um þær, sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga.

    Skipulagsáætlunin og lokaafgreiðsla hennar verður send viðeigandi umsagnaraðilum þegar hún hefur verið staðfest, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga um umhverfismat áætlana.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 222 Lagt er fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 27. ágúst 2020 vegna staðfestingar Aðalskipulags Grundarfjarðar 2019-2039 þar sem stofnunin bendir á nokkur atriði í skipulagsgögnum sem þarf að lagfæra áður en aðalskipulagið verður staðfest. Atriðin eru flest tæknilegs eðlis, þ.e. varða framsetningu, s.s. örnefni, mælikvarða, númer landnotkunarsvæða og texta sem þarf að samræma á milli kafla og á milli greinargerðar, umhverfisskýrslu og uppdrátta. Eitt atriði er efnislegt en þar er kallað eftir landnotkunarákvæðum fyrir haf- og vatnssvæði með sérstök not (SN). Auk þess er bætt inn landnotkun á svæði ÖN-6 sem er nýlega endurnýjuð friðlýsing æðarvarps í landi Kolgrafa.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að gera þær lagfæringar á skipulagsgögnum sem Skipulagsstofnun bendir á. Gögnin hafa þegar verið lagfærð og liggja fyrir fundinum, þ.e.:
    - Skipulagsuppdrættir með lagfæringum vegna ábendinga Skipulagsstofnunar
    - Skipulagsgreinargerð með lagfæringum vegna ábendinga Skipulagsstofnunar
    - Umhverfisskýrsla, óbreytt
    Nefndin samþykkir jafnframt að svæði SN-1 og SN-2 í landnotkunarflokknum sérstök not haf- og vatnssvæða verði sameinuð í eitt svæði, SN-1 og þar gildi eftirfarandi landnotkunarákvæði:

    "Innri höfn og svæði umhverfis hafnarsvæði:
    Á svæðinu skal siglingaleiðum haldið greiðum og innan þess er heimilt að dýpka höfnina og endurbyggja og bæta við hafnarmannvirki samkvæmt nánari skilgreiningu í deiliskipulagi og/eða framkvæmdaleyfisgögnum."

    Skipulagsgögn með framangreindum lagfæringum verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
    Bókun fundar Forseti vekur athygli á að þetta mál er jafnframt sérliður hér síðar á dagskrá fundarins.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 9.4 2004020 Grund 2 - Hótel
    Lagt er fram erindi Eyrarsveitar ehf. þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi vegna fyrirhugaðrar byggingar á hóteli í landi Grundar 2. Skipulags- og umhverfisnefnd - 222 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið um fyrirhugaða aðalskipulagsbreytingu og vísar því til bæjarstjórnar að taka ákvörðun um næstu skref. Bókun fundar Til máls tóku JÓK, SÞ, BÁ, UÞS og BS.

    Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:

    Bæjarstjórn samþykkir að heimila að unnin verði tillaga um breytingu aðalskipulags vegna erindis um byggingu hótels í landi Grundar 2, sem lögð verði fyrir skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn. Jafnframt bendir bæjarstjórn á að miðað við framlagt erindi sem og umfang þeirrar starfsemi sem þegar er á svæðinu, muni jafnframt þurfa að vinna deiliskipulag fyrir svæðið.

    Samþykkt samhljóða.
  • 9.5 2004016 Lóðarblöð 2020
    Lögð fram ný lóðarblöð að Hellnafelli 8, Fellasneið 1, 3, 5 og 7 eftir lagfæringu lóða m.v. álfastein að Fellasneið 3 og stækkun lóðar að Fellasneið 1, þar sem bílskúr rúmaðist ekki innan lóðar. Skipulags- og umhverfisnefnd - 222 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlögð lóðarblöð unnin af Verkís fyrir eftirfarandi lóðir :
    Fellasneið 1, 3, 5 og 7 og Hellnafell 8 þar sem um er að ræða áður samþykktar breytingar.

    Lóðin að Fellasneið 3 er ekki til úthlutunar þar sem hún er þegar talin vera í byggð.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, GS, UÞS, BS og HK.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 9.6 1902034 Stöðuleyfi
    Farið yfir reglur um stöðuleyfi, en reglurnar voru yfirfarnar af lögfræðingi í samræmi við framlagðar óskir byggingarfulltrúa.
    Lagt fram til samþykktar nefndar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 222 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagða tillögu að reglum um stöðuleyfi og óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar. Bókun fundar Nýjar reglur um stöðuleyfi hafa verið samþykktar af skipulags- og umhverfisnefnd.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð er fram umsókn um að skipta um þakjárn á húsi að Grundargötu 27 og framlengja þak með því að búa til skyggni yfir útidyrum. Skipulags- og umhverfisnefnd - 222 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið þar sem breytingin telst óveruleg, sbr. 2.3.4 gr. byggingarreglugarðar nr. 112/2012 og samþykkir breytinguna sbr. c. lið 2.3.5. gr. byggingarreglugerðar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Landeigandi leggur fram nýjar teikningar að fyrirhugaðri viðbyggingu á Búlandshöfða. Áður var samþykkt á 199. fundi nefndarinnar þann 30. apríl 2019 að gefa út byggingarleyfi vegna byggingar, en nú er óskað eftir tilfærslu.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 222 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð fram umsókn um byggingarleyfi til þess að rífa burt gamalt þakvirki af Hlíðarvegi 5 og byggja upp nýtt þak sem lyft væri upp um 45 cm. Skipulags- og umhverfisnefnd - 222 Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir að umrædd framkvæmd verði grenndarkynnt fyrir nærliggjandi lóðarhöfum þar sem breyting telst ekki óveruleg, sbr. 2.3.4. gr. í byggingarreglugerð nr.112/2012.

    Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu til aðliggjandi lóðarhafa að Hlíðarvegi 2, 3 og 9 og Grundargötu 7.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Íbúi á Grundargötu 16 óskar eftir leyfi til að gera tímabundið bílastæði á lóðarmörkun sem nær yfir á lóð Grundargötu 14 á meðan umrædd lóð er óbyggð. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umræddar hugmyndir eftir vettvangsskoðun. Skipulags- og umhverfisnefnd - 222 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við gerð þessa bílastæðis á lóðamörkum Grundargötu 14 og 16 en bendir á að framkvæmd þessi er ávallt víkjandi þar sem um er að ræða byggingarlóð sem búið er að úthluta. Byggingarfulltrúa er falið að hafa samband við lóðarhafa að Grundargötu 14.
    Afstaða nefndarinnar í þessu tilviki er ekki fordæmisgefandi.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, SÞ, BS, RG og BÁ.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 222 Vegagerðin óskar eftir samvinnu við sveitarfélögin varðandi umbætur og hagræðingar vegna girðinga í sveitarfélaginu. Óskað er eftir upplýsingum um legu, umfang og kostnað sveitarfélaga vegna girðinga.

    Skipulags- og umhverfisnefnd felur embætti byggingarfulltrúa að fylgja eftir beiðni Vegagerðarinnar.
  • Byggingarfulltrúi fór yfir mál sem eru í vinnslu hjá embættinu.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 222 Skipulags- og byggingarfulltrúi sagði frá málum sem hann hefur í vinnslu, m.a.:

    * Rekstrarleyfisúttektir / umsagnir
    * Gróðursetning, undirbúningur
    * Gönguvænn Grundarfjörður
    * Fráveita og göturammar vegna stíga og gangstétta
    * Útsend bréf og samskipti vegna óleyfisframkvæmda - Yfirferð
    * Byggingarfulltrúi fer í frí
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, SÞ og UÞS.

10.Hafnarstjórn - 11

Málsnúmer 2008003FVakta málsnúmer

  • Umræða um þróun hafnarsvæðis, skipulagsmál og tengingu þess við miðbæ og Framnes.

    Hafnarstjórn - 11 Þann 16. september sl. fór hluti hafnarstjórnar og hafnarstjóri, ásamt skipulagsráðgjöfum, í vettvangsferð um hafnarsvæðið.

    Nauðsynlegt er að huga að tengingum hafnarsvæðis við nærliggjandi svæði.
    Bæjarstjórn hefur samþykkt tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um að skoða gerð deiliskipulags fyrir hluta Framness, m.a. inná hafnarsvæðið, í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2021 og umræðu um aðalskipulagsmál.

    Með lengdum Norðurgarði og nýrri landfyllingu á austanverðu Framnesi, auk nýrra umferðartenginga á Framnesi, Bergþórugötu og væntanlegrar áframhaldandi tengingar norður hafnarsvæðið, skapast ný tækifæri á svæðinu. Stærri skip munu geta athafnað sig í Grundarfjarðarhöfn og landsvæði skapar nýja möguleika. Eitt af því sem einnig þarf að leysa, er umferð gangandi fólks á svæðinu, m.a. gesta skemmtiferðaskipa.

    Gert er ráð fyrir að gönguleið frá Torfabót og meðfram Framnesinu, liggi áfram meðfram sjóvarnargarði yfir nýja landfyllingu og út eftir Norðurgarði, bak við byggingar sem staðsettar eru á Norðurgarði. Um er að ræða ca. 800 metra strandleið, sem býður einstaka upplifun, með útsýni til hafs og strandar, til Kirkjufellsins og yfir fjallgarðinn allt í kring.

    Rætt var um þær áskoranir sem huga þarf að í skipulagsmálum á svæðinu til framtíðar. Ennfremur lagðar línur um sameiginlegan skilning á verkefnislýsingu, sem send verður í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, og nær að hluta til inná hafnarsvæðið. Skipulagsráðgjafar eru bæ og höfn til aðstoðar við skilgreiningu þess verkefnis.


11.Greitt útsvar 2020

Málsnúmer 2002001Vakta málsnúmer


Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-september 2020, ásamt samanburði milli sveitarfélaga á Vesturlandi. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar Grundarfjarðarbæjar lækkað um 2,5% miðað við janúar-september í fyrra.

Í fjárhagsáætlun 2020 var hins vegar gert ráð fyrir 6,2% hækkun útsvars á árinu.

Til máls tóku JÓK, SÞ, UÞS og BÁ.

12.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 1909023Vakta málsnúmer



Endurskoðuð fjárhagsáætlun ársins 2020.

Lagðar fram upplýsingar um áætlaða stöðu tekna og gjalda í árslok 2020, breytingar rekstrargjalda frá upphaflegri áætlun ársins og staða fjárfestinga skv. fjárheimildum ársins og áætlun um hvað eigi eftir að koma til framkvæmda. Skv. yfirlitinu er svigrúm til að lækka fjáfestingaáætlun ársins. Bæjarráð og bæjarstjóri munu fylgjast áfram með stöðunni.

Allir tóku til máls.

Tillögur um viðauka við fjárhagsáætlun 2020, vegna breytinga skv. framangreindu, verða lagðar fram á fundi í bæjarstjórn í nóvember.

Samþykkt samhljóða.

13.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - Útreikningur framlaga til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts

Málsnúmer 2010008Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins varðandi grunn til útreiknings framlaga Jöfnunarsjóðs v/tekjutaps sveitarfélaga vegna fasteignaskatts árin 2020 og 2021.

14.Lánasjóður sveitarfélaga - Lántaka vegna endurfjármögnunar

Málsnúmer 2002028Vakta málsnúmer



Grundarfjarðabær hefur fengið vilyrði Lánasjóðs sveitarfélaga um nýtt lán til uppgreiðslu á láni hjá Arionbanka frá árinu 2013.

Allir tóku til máls.

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 129.000.000.-, til allt að 15 ára, í samræmi samþykkta lánsumsókn.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til endurfjármögnunar á eldri lánum sem tekin voru upphaflega vegna framkvæmda í sveitarfélaginu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Björgu Ágústsdóttur, bæjarstjóra, kt. 240368-3239, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grundarfjarðarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Ákvörðun um að taka skammtímafjármögnun hjá Lánasjóði sveitarfélaga:

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka skammtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 129.000.000, í allt að þrjár vikur í samræmi skilmála skammtímaláns sem liggur fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér. Lánið er tekið á grundvelli langtímalánsumsóknar hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til að endurfjármagna erlend lán sem upphaflega voru tekin vegna framkvæmda sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Björgu Ágústsdóttur, bæjarstjóra, kt.240368-3239 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grundarfjarðar að undirrita skammtímalánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða.

15.Kosning í nefndir skv. B lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

Kosning viðbótarfulltrúa í ungmennaráð, aðal- og varamanna.
Lögð fram tillaga um eftirfarandi breytingar á skipan ungmennaráðs:

- Karen Lind Ketilbjarnardóttir verði aðalmaður, en hún var áður varamaður.
- Elva Björk Jónsdóttir verði varamaður, en hún var áður aðalmaður.
- Lydía Rós Unnsteinsdóttir hættir sem varamaður, að eigin ósk.

Bæjarstjóra falið að auglýsa eftir áhugasömum fulltrúum, aðal- og varamönnum, þannig að ráðið verði skipað 5 aðal- og 5 varamönnum, í stað þriggja áður.

Samþykkt samhljóða.

16.Aðalskipulag Grundarfjarðar 2019 - 2039

Málsnúmer 1805034Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykktu Aðalskipulag Grundarfjarðar 2019-2039 og tilheyrandi umhverfisskýrslu á fundum sínum þann 6. júlí 2020 í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga. Í kjölfarið voru skipulagsgögnin send Skipulagsstofnun til afgreiðslu til staðfestingar með bréfi dags. 9. júlí 2020.

Með bréfum dagsettum 20. ágúst 2020 var þeim aðilum sem gerðu athugasemdir við auglýsta tillögu send umsögn bæjarstjórnar um þær, sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga. Í samræmi við sömu lagagrein var niðurstaða bæjarstjórnar auglýst í Fréttablaðinu þann 27. ágúst 2020 og Jökli, bæjarblaði, þann 3. september 2020, auk þess sem niðurstaðan var birt á vef bæjarins.

Skipulagsáætlunin og lokaafgreiðsla hennar verður send viðeigandi umsagnaraðilum þegar hún hefur verið staðfest, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga um umhverfismat áætlana.

Lagt er fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 27. ágúst 2020 vegna staðfestingar Aðalskipulags Grundarfjarðar 2019-2039 þar sem stofnunin bendir á nokkur atriði í skipulagsgögnum sem þarf að lagfæra áður en aðalskipulagið verður staðfest. Atriðin eru flest tæknilegs eðlis, þ.e. varða framsetningu, s.s. örnefni, mælikvarða, númer landnotkunarsvæða og texta sem þarf að samræma á milli kafla og á milli greinargerðar, umhverfisskýrslu og uppdrátta. Eitt atriði er efnislegt en þar er kallað eftir landnotkunarákvæðum fyrir haf- og vatnssvæði með sérstök not (SN).

Til máls tóku JÓK og BÁ.

Bæjarstjórn samþykkir að gera þær lagfæringar á skipulagsgögnum sem Skipulagsstofnun bendir á og til afgreiðslu voru á 222. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, sbr. dagskrárlið 9.3. á þessum fundi. Auk þess eru gerðar þrjár aðrar lagfæringar:

Bætt er inn landnotkun á svæði ÖN-6 sem er nýlega endurnýjuð friðlýsing æðarvarps í landi Kolgrafa.

Mörk frístundabyggðarsvæðis F-7, Berserkseyri, eru færð til samræmis við deiliskipulagstillögu sem samþykkt var til auglýsingar á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 5. júní 2018, en það er í samræmi við afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar, þann 1. júlí 2020, á athugasemdum við auglýsta aðalskipulagstillögu. Stærð svæðisins breytist við þetta úr 44,5 ha í 36,8 ha.

Orðalag í texta um stækkun brunnsvæðis er lagfært þannig að skýrt sé að nýtt aðalskipulag afmarkar brunnsvæði í samræmi við tillögu um breytta legu vatnsverndarsvæða vatnsbóla Vatnsveitu Grundarfjarðar, sem unnin var af Ísor fyrir Orkuveitu Reykjavíkur 2006, sbr. það sem kemur fram um það í forsenduhluta kafla 5.2. Breytingar á mörkum brunnsvæðis voru kynntar í vinnslutillögu sem var til umsagnar og athugasemda sumarið 2018 og í auglýsingartillögu með athugasemdafresti frá 4. desember 2019 til 22. janúar 2020. Engar athugasemdir bárust við mörk vatnsverndarsvæða. Samsvarandi lagfæringar orðalags eru gerðar í umhverfisskýrslu.

Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að svæði SN-1 og SN-2 í landnotkunarflokknum sérstök not haf- og vatnssvæða verði sameinuð í eitt svæði, SN-1 og þar gildi eftirfarandi landnotkunarákvæði: „Innri höfn og svæði umhverfis hafnarsvæði: Á svæðinu skal siglingaleiðum haldið greiðum og innan þess er heimilt að dýpka höfnina og endurbyggja og bæta við hafnarmannvirki samkvæmt nánari skilgreiningu í deiliskipulagi og/eða framkvæmdaleyfisgögnum.“

Gögnin hafa þegar verið lagfærð til samræmis við framangreint og liggja fyrir fundinum, þ.e.:

- Skipulagsuppdrættir með lagfæringum
- Skipulagsgreinargerð með lagfæringum
- Umhverfisskýrsla með lagfæringum

Skipulagsgögn með framangreindum lagfæringum verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða.

17.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Hugsanleg breyting á heilbrigðiseftirlitssvæðum

Málsnúmer 2009052Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ósk um að Kjósarhreppur komi yfir á heilbrigðiseftirlitssvæði Vesturlands. Málið er til umsagnar hjá sveitarfélögum á Vesturlandi.
Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 22. sept. sl. varðandi mögulegar breytingar á heilbrigðiseftirlitssvæðum. Óskað er eftir afstöðu Grundarfjarðarbæjar um þann möguleika að Kjósarhreppi yrði bætt við starfssvæði heilbrigðiseftirlitssvæðis Vesturlands.

Til máls tóku JÓK, UÞS, SÞ, RG og BÁ.

Bæjarstjóri sagði frá fundi í gær, með SSV, formanni heilbrigðisnefndar og framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Þar var kynnt umsögn heilbrigðisnefndar Vesturlands um málið. Nefndin mælir með því að farið verði í viðræður um málið, við Kjósarhrepp og umhverfisráðuneytið.

Bæjarstjórn setur sig ekki á móti því að farið verði í viðræður um þessa breytingu og felur SSV umboð til að koma þeirri afstöðu á framfæri við umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Fyrirvari er settur um fjárhagslega útkomu þessa, sem bæjarstjórn væntir að verði hluti af viðræðum. Ennfremur að breytingin verði til að styrkja þjónustu svæðisins, en geri hana ekki lakari.

Samþykkt samhljóða.

18.Þríhyrningur - hugmyndir, hönnun, endurbætur

Málsnúmer 1908016Vakta málsnúmer

Lögð fram hugmyndavinna að útfærslu á Þríhyrningi, sem útikennslu- og fjölskyldugarðs, úr vinnu íþrótta- og æskulýðsnefndar. Verkið er enn á vinnslustigi, en verður kynnt nágrönnum, félagasamtökum og íbúum á næstunni.

Til máls tóku JÓK, UÞS, RG, SÞ og BÁ.

Bæjarstjórn þakkar fyrir þessa góðu vinnu og lýsir yfir ánægju með þær hugmyndir sem fram eru komnar um framtíðaruppbyggingu í Þríhyrningi. Bæjarstjórn felur íþrótta- og æskulýðsnefnd að vinna áfram að útfærslu hugmyndanna. Í framhaldinu verði tillaga nefndarinnar kostnaðarmetin, þannig að áfangaskipta megi verkefninu og leggja niður til næstu ára.

19.FSS - Fundargerð aðalfundar 2020

Málsnúmer 2010006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar FSS fyrir rekstrarárið 2019 sem haldinn var 29. september sl.

20.Svæðisgarður Snæfellinga - Fundargerð 14. ágúst 2020

Málsnúmer 2010007Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Svæðisgarðsins Snæfellsness sem haldinn var 14. ágúst sl.

21.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 887. fundar stjórnar

Málsnúmer 2009051Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 887. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 25. september sl.

22.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 888. fundar stjórnar

Málsnúmer 2010004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 888. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 29. september sl.

23.Samband íslenskra sveitarfélaga - Morgunverðarfundur um skólamál

Málsnúmer 2009031Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar dagskrá morgunverðarfunds Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál sem haldinn verður gegnum Microsoft Teams samskiptaforritið 12. október nk. Yfirskrift fundarins er "Á hvaða róli erum við með skólann."

24.Vegagerðin, Vesturlandsumdæmi - Starfshópur, girðingar umbætur og hagræðing

Málsnúmer 2009047Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Vegagerðinni dags. 28. sept. sl. varðandi girðingar á vegum opinberra aðila, en bréfið var áður lagt fyrir skipulags- og umhverfisnefnd. Skipaður hefur verið starfshópur á vegum allra ráðuneyta ríkisstjórnarinnar með það markmið að móta samstarf helstu aðila sem hagsmuna hafa að gæta varðandi umbætur og hagræðingu vegna girðinga og hvernig þetta samstarf verði best unnið á svæðisvísu. Óskað er samstarfs við sveitarfélög og upplýsinga óskað frá þeim.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 21:27.