Málsnúmer 2009050

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 561. fundur - 03.12.2020

Lagður fram til kynningar samstarfssamningur Grundarfjarðarbæjar og Eldvarnarbandalagsins um auknar eldvarnir. Samningurinn er gerður í tengslum við endurnýjaðan samning við VÍS, eftir útboð vátrygginga.

Bæjarráð - 564. fundur - 22.02.2021

Lögð fram Eldvarnastefna Grundarfjarðarbæjar til samþykktar. Stefnan er hluti af verkefni sem unnið er í samstarfi við VÍS og sem hluti af samningi um vátryggingar sveitarfélagsins, eftir síðasta útboð. Verkefnið felst í því að auka eigið eldvarnaeftirlit á stofnunum bæjarins og fræðslu fyrir starfsfólk.

Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu um eldvarnastefnu.

Bæjarráð - 602. fundur - 28.03.2023

Lögð fram til kynningar greinargerð um Eigið eldvarnareftirlit, ásamt Eldvarnarstefnu og kynningu á erindi bæjarstjóra á ársfundi Eldvarnabandalagsins sl. fimmtudag.