602. fundur 28. mars 2023 kl. 08:30 - 12:52 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG) formaður
  • Garðar Svansson (GS)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Lausafjárstaða 2023

Málsnúmer 2301020Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

2.Greitt útsvar 2023

Málsnúmer 2302010Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-febrúar 2023. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 9,4% miðað við sama tímabil í fyrra.

3.Yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur

Málsnúmer 2303018Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur 31.12.2022.

4.Bókasafn, upplýsingamiðstöð o.fl. - Starfslýsing

Málsnúmer 2303017Vakta málsnúmer

Forstöðumaður bókasafns hyggst láta af störfum síðar á árinu. Vinna þarf starfslýsingu og auglýsa starf.
Lagt til að skipaðir verði tveir fulltrúar menningarnefndar og tveir fulltrúar bæjarstjórnar til að yfirfara starfslýsingu og undirbúa auglýsingu starfs. Bæjarstjóra falið að kalla fulltrúana saman.

Samþykkt samhljóða.

5.Framkvæmdir 2023

Málsnúmer 2301007Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lágu ýmis gögn tengd framkvæmdum á tjaldsvæði, sundlaugargarði, kaupum á saunabaði, gatnagerð, malbikun og gangstéttum.

Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið, að hluta. Farið yfir framkvæmdir tengdar tjaldsvæði og sundlaugargarði. Einnig rætt um saunabað. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um það.

Á tjaldsvæðinu þarf að bæta við rafmagnstenglum og endurnýja salerni. Bæjarráð samþykkir að bæta salernismál á tjaldsvæðinu, bæði í „gryfju“ og á „ferningi“ í samræmi við umræður fundarins. Íþrótta- og tómstundafulltrúa og bæjarstjóra falið umboð til að finna úrlausn á þessu máli. Jafnframt samþykkt að þegar tillögur liggja fyrir verði gerður viðauki við fjárhagsáætlun, sem lagður verði fyrir bæjarstjórn.

Bæjarráð samþykkir val á sauna og sömuleiðis endurnýjun kalda karsins í samræmi við hugmyndir íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Skv. upplýsingum Ólafs hefur orðið um og yfir 50% aukning á aðsókn sundlaugargesta, í janúar til mars, eftir að sundlaugin/pottar voru auglýst opin á skólatíma.

Rætt um framkvæmdir íþróttahúss utanhúss og um hljóðvist innanhúss, sbr. úttektarskýrslu Eflu. Tillaga nr. 1, skv. kostnaðaráætlun Eflu frá 21. febrúar 2023, samþykkt.

Rætt var um hraðhleðslustöðvar og mögulegar staðsetningar.

Ólafi var þakkað fyrir komuna og inn á fundinn kom Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri/skipulagsfulltrúi.

Kristín lagði til ákveðna vinnu sem rýni til undirbúnings gangstéttagerð. Farið yfir hönnunarteikningar sem Landslag hefur hannað fyrir bæinn. Gangstéttarhellur yrðu sérstaklega hannaðar.

Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss, og Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri, komu inn á fundinn.

Farið yfir þörf fyrir gatnagerð, malbikun og fleiri framkvæmdir. Kristín sýndi hönnun kantsteina m.t.t. öryggis, blágrænna lausna og veðurfars. Hönnunin byggir á grunni hönnunar VSB sem gerð var með tilliti til umferðaröryggis.

Rætt um frekari hönnun á gangstéttum og möguleika á hellulögn og malbikun. Einnig rætt um skipulag miðbæjarins og forgangsverkefni, s.s. gangstétt á Hrannarstíg við Sólvelli.

Rætt um skipulag á hafnarsvæði og mögulega salernisaðstöðu. Einnig rætt um geymslusvæðið og gámasvæðið, þar með um staðsetningu gróðurgáms. Bæjarráð samþykkir að gróðurgámur verði staðsettur á gámastöð. Bæjarstjóra/skrifstofustjóra falið að ræða við fulltrúa Íslenska gámafélagið um framkvæmdina.

Kristín fór yfir stöðu á vinnu við deiliskipulag iðnaðarsvæðis við Kvernár, og við hafnarsvæði og Framnes.

Kristínu, Valgeiri og Hafsteini var þakkað fyrir komuna á fundinn.

Bæjarráð samþykkir fyrirhugaðar gangstéttarframkvæmdir og malbikun hjá dvalarheimili, Smiðjustíg og Hrannarstíg við Sólvelli og Nesveg.

Fram kom hjá Valgeiri, sem jafnframt er slökkviliðsstjóri, að brýn þörf sé á að kaupa bíl fyrir slökkviliðið í staðinn fyrir Ford bifreiðina, sem tekin verður úr notkun. Samþykkt umboð til slökkviliðsstjóra og bæjarstjóra til að gera ráðstafanir um bílakaup skv. umræðum fundarins. Bæjarráð leggur til tilfærslu milli fjárfestingaliða eða gerð viðauka við fjárhagsáætlun, eftir atvikum.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri - mæting: 10:20
  • Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss - mæting: 10:20
  • Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi - mæting: 08:52
  • Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi - mæting: 10:06

6.Markaðs- og kynningarmál 2023

Málsnúmer 2301008Vakta málsnúmer

Rætt um skemmtiferðaskipaverkefnið en fundur með hagsmunaaðilum verður haldinn síðar í dag, 28. mars. Í framhaldi af því samtali verður tekin frekari ákvörðun um þjónustu og samstarf.

Samþykkt samhljóða.

7.Hugmynd að myndbandi á sviði íþrótta- og æskulýðs

Málsnúmer 2201019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar myndband sem unnið hefur verið fyrir Grundarfjarðarbæ, að ósk íþrótta- og tómstundanefndar, til að nýta sem markaðsefni.

8.SSV - Minnisblað um dýraleifar

Málsnúmer 2303013Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað, sem Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. hefur unnið fyrir SSV, um ráðstöfun dýraleyfa og mögulegar úrvinnsluleiðir.

9.Skógræktarfélag Eyrarsveitar - Vettvangsferð og skoðun

Málsnúmer 2303009Vakta málsnúmer

Fyrirhuguð er vettvangsferð og skoðun fulltrúa bæjarins með Skógræktarfélagi Eyrarsveitar og Skógræktarfélagi Íslands.

10.Grundarfjarðarbær - Eigið eldvarnaeftirlit - forvarnasamstarf

Málsnúmer 2009050Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar greinargerð um Eigið eldvarnareftirlit, ásamt Eldvarnarstefnu og kynningu á erindi bæjarstjóra á ársfundi Eldvarnabandalagsins sl. fimmtudag.

11.Lánasjóður sveitarfélaga - Fundarboð aðalfundar

Málsnúmer 2303014Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 31. mars nk.

12.Innviðaráðuneytið - Bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa

Málsnúmer 2303012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf innviðaráðuneytisins, dags. 15. mars sl., um hvatningu vegna tillagna verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.

13.Mennta- og barnamálaráðuneytið - Fundir um úthlutun og ráðstöfun fjármuna fyrir alla í grunnskólum

Málsnúmer 2303004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ýmis gögn frá fundi mennta- og barnamálaráðuneytisins, sem haldinn var 20. mars sl., um úthlutun og ráðstöfun fjármuna fyrir alla í grunnskólum. Bæjarstjóri sótti fundinn.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 12:52.