Málsnúmer 2010001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 244. fundur - 10.12.2020

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 223. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Á 222. fundi nefndarinnar fól hún byggingarfulltrúa að grenndarkynna breytingu á þaki sbr. 2.3.4. gr. byggingarreglugerðar. Grenndarkynning stóð til 20. nóvember 2020 - engar athugasemdir bárust á umsagnartíma. Ein ábending barst.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 223 Í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var grenndarkynning send út 21. október og frestur til athugasemda var til 20. nóvember 2020 - engar athugasemdir bárust á umsagnartíma.

    Byggingarfulltrúi gaf út byggingarleyfi að lokinni grenndarkynningu að höfðu samráði við skipulags- og umhverfisnefnd.

    Byggingarleyfi staðfest.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar.
  • Lagt fram byggingarleyfi og teikningar vegna Ölkelduvegar 23. Skipulags- og umhverfisnefnd - 223 Sótt er um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á Ölkelduvegi 23.
    Framlagðar teikningar falla vel inn í gildandi deiliskipulag.
    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar.
  • Farið yfir gögn málsins og stöðu sbr. bókun á 193. fundi nefndarinnar.
    Málið er til frekari skoðunar hjá byggingarfulltrúa og nefndinni.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 223 Máli frestað

  • Farið yfir stöðu mála vegna breytingar á deiliskipulagi í Ölkeldudal, þar á meðal stækkunar deiliskipulagssvæðis á Ölkelduvegi og Hjaltalínsholti. Skipulags- og umhverfisnefnd - 223 Lögð fram til kynningar gögn frá skipulagsráðgjafa um hugsanlega breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals.
  • Lagðar fram til kynningar teikningar af breytingum af efri hæð að Grundargötu 30. Skipulags- og umhverfisnefnd - 223 Fyrir nefndinni liggja teikningar af breytingum á efri hæð á Grundargötu 30.

    Nefndin hafði áður samþykkt fyrirhugaða framkvæmd á 220. fundi og leggur byggingarfulltrúi fram fullunnar teikningar til upplýsinga.

    Grundargata 30 er í sölu- og skiptaferli milli Grundarfjarðarbæjar og Helgrinda ehf.

    Þegar kaup og skipti hafa verið frágengin felur skipulags- og umhverfisnefnd skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
  • Bæjarstjóri leggur fram til kynningar breytingar á alrými á n.h. á Grundargötu 30. Fyrir liggja teikningar af rými á 1. hæð með breytingum af húsnæðinu. Skipulags- og umhverfisnefnd - 223 Byggingarfulltrúa er falið að ganga frá teikningum í samræmi við núverandi notkun á húsnæði.
  • Fyrirspurn barst varðandi hraðatakmarkanir í og við þéttbýli í bæjarfélaginu.
    Erindi lagt fram til umsagnar hjá nefnd.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 223 Byggingarfulltrúa falið að koma því á framfæri við Vegagerðina að leiðbeinandi skilti vestan við Grundarfjörð sem sýnir 50 km/h verði fjarlægt og að hámarkshraði á Kvíabryggjuafleggjara verði lækkaður til samræmis við vegaðstæður. Bókun fundar Til máls tóku JÓK, HK, BS og SÞ.
  • Vegna tengingar heimtaugar á Norðurgarði Grundarfjarðarhafnar, þarf að byggja við spennistöðvarhúsið á hafnarsvæðinu. Umrædd framkvæmd fellur undir h. lið 2.3.5. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 og er því ekki byggingarleyfisskyld. Þar sem viðbygging er 7,5 m2 að stærð og hefur ekki áhrif á ásýnd hafnarsvæðis.

    Lagt fram til kynningar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 223 Lagt fram Bókun fundar Til máls tóku JÓK, BS, UÞS, BÁ og SÞ.
  • Bæjarstjórn felur skipulags- og umhverfisnefnd umfjöllun og umsögn ofangreinds máls.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 223 Lögð fram tillaga að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt umhverfismati.
    Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 8. janúar 2021.

    Afgreiðslu máls frestað til 3. janúar 2021 þar sem nefndin mun skila niðurstöðu sinni á þeim fundi.
  • Byggingarfulltrúi fer yfir þau mál sem legið hafa fyrir hjá embættinu.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 223 Byggingarfulltrúi fer yfir þær rekstrarleyfisúttektir sem hefur verið farið í. Lokaúttekt á Vélsmiðju Grundarfjarðar, Rafræna skráningu hjá hms.is.

    Áætlað er að fara í vettvangsskoðun í dreifbýli í samræmi við umhverfisrölt eins og farið var í innan þéttbýlis í vor.