Málsnúmer 2010013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 559. fundur - 05.11.2020

Lagðar fram umsóknir sem bárust um styrki vegna ársins 2021 og samantekið yfirlit þeirra.

Frekari vinnu vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð - 560. fundur - 12.11.2020


Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir vegna ársins 2021 ásamt umsóknum og greinargerðum.

Lagt til að styrkveitingar ársins 2021, að undanskyldum Golfklúbbnum Vestarr, verði eins og árið 2020.

Samþykkt samhljóða.

GS vék af fundi undir umræðu um Golfklúbbinn Vestarr.

Lagt til að styrkveitingar ársins 2021 til Golfklúbbsins Vestarr verði eins og árið 2020.

Samþykkt samhljóða.

GS tók aftur sæti sitt á fundinum.

Bæjarstjórn - 243. fundur - 26.11.2020

GS vék af fundi undir þessum lið.

Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir ásamt tillögum að styrkveitingum ársins 2021, sem bæjarráð vísaði til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Allir tóku til máls.

Tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða sem hluti af fjárhagsáætlun ársins 2021.

GS tók aftur sæti sitt á fundinum.