Málsnúmer 2010027

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 557. fundur - 22.10.2020

Lögð fram og kynnt bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2021, sundurliðuð niður á álagningarflokka. Fasteignamat lækkar á milli áranna 2020 og 2021.

Jafnframt lagður fram samanburður á fasteignagjöldum og álagningu nágrannasveitarfélaga.

Bæjarráð óskar eftir skýringum á lækkun fasteignamats milli ára og felur skrifstofustjóra að afla upplýsinga.

Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð - 559. fundur - 05.11.2020

Lögð fram ýmis viðbótargögn vegna fasteignagjalda 2021, útskýringar á lækkun fasteignamats á eignum í Grundarfjarðarbæ og yfirlit yfir kostnað við sorphirðu síðustu ár.

Frekari vinnu vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð - 560. fundur - 12.11.2020

Lögð fram drög að áætlun fasteignagjalda 2021 ásamt samanburði og yfirliti yfir kostnað við sorpgjöld árin 2011-2020.

Lagt til að sorpgjald hækki úr 45.000 kr. í 48.000 kr. á ári og að sorpgjald sumarhúsa hækki úr 17.500 kr. í 18.700 kr. á ári. Við þá breytingu hækka fasteignagjöld um 0,1% milli ára.

Samþykkt samhljóða.