Málsnúmer 2011005F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 244. fundur - 10.12.2020

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 561. fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 561 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • Bæjarráð - 561 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar fyrstu ellefu mánuði ársins ásamt uppfærðri tekjuáætlun. Skv. yfirlitinu er greitt útsvar 2,1% lægra en á sama tímabili árið 2019.
  • Bæjarráð - 561 Lagt fram bréf frá Stígamótum dags. 9. nóvember sl., þar sem óskað er eftir fjárstuðningi.

    Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindinu.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 561 Farið yfir fjárfestingaáætlun ársins 2021.

    Bæjarráð vísar tillögu að fjárfestingaáætlun ársins 2021 til annarrar umræðu í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 561 Herborg Árnadóttir hjá Alta sat fundinn undir þessum lið.

    Farið yfir stöðu vinnunnar við hönnun gangstétta og stíga. Herborg sýndi glærukynningu með hugmyndum og tillögum sem nýtast við forgangsröðun verkþátta.

    Bæjarráð leggur til að verkþættir verði kostnaðarmetnir. Bæjarstjóra falið að láta kostnaðarmeta verkþætti verkefnisins.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 561 Ragnheiður Agnarsdóttir sat fundinn undir þessum lið.

    Hún fór yfir stöðu vinnu við styttingu vinnuvikunnar. Bæjarráði gerð grein fyrir þeirri vinnu sem fram hefur farið í vinnutímanefndinni, en í henni sitja fulltrúar starfsfólks og vinnuveitanda.

    Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið umboð til að vinna áfram fyrir hönd bæjarins að þessu verkefni.

    Niðurstaða atkvæðagreiðslu starfsfólks um tillögurnar verður síðan lögð fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 561 Farið yfir erindi frá Eflu, verkfræðistofu, um varmaskiptaverkefnið. Styrkur hefur fengist úr Orkusjóði til að leggja af olíukyndingu í grunnskóla, íþróttahúsi og sundlaug.

    Bæjarstjóra falið að semja við Eflu um aðstoð við vinnuna.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, GS, BÁ og SÞ.
  • Bæjarráð - 561 Lögð fram eldri gögn og þau síðustu vegna samskipta við Orkuveitu Reykjavíkur vegna samnings við Grundarfjarðarbæ frá árinu 2005.

    Fram kom á bæjarstjórnarfundi þann 26. nóvember sl. að forseti bæjarstjórnar og bæjarstjóri hefðu rætt við lögmann bæjarins vegna málsins. Farið yfir stöðu og næstu skref.

    Bæjarráð mun taka málið áfram í upphafi nýs árs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 561 Lögð fram undirbúningsgögn og drög að skýrslu HLH ehf., sem unnið er að fyrir Grundarfjarðarbæ, Stykkishólmsbæ, Helgafellssveit og Eyja- og Miklaholtshrepp.

    Lagt til að bæjarstjóra sé falið að vinna áfram að undirbúningi. Skýrsla HLH ehf. verði lögð fyrir bæjarráð/bæjarstjórn þegar hún verður fullbúin.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 561 Rætt um setningu vinnureglna sveitarfélaga varðandi opinbera birtingu gagna með fundargerðum.

    Lagt til að skrifstofustjóra verði falið að afla vinnureglna hjá öðrum sveitarfélögum fyrir janúarfund bæjarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 561 Lagðar fram til kynningar fjárhagsáætlanir 2021 vegna Norska hússins, Earth Check verkefnisins og persónuverndarfulltrúa, sem lagðar voru fram á fundi stjórnar Byggðasamlags Snæfellinga 23. nóvember sl.
  • Bæjarráð - 561 Lagðar fram til kynningar fundargerðir starfshóps um stöðu og stefnu úrgangsmála á Vesturlandi, sem haldnir voru 28. september og 12. október sl. Jafnframt lögð fram skýrsla um matarsóun og tillögur til úrbóta.
  • .13 1801048 Sögumiðstöðin
    Bæjarráð - 561 Lagður fram til kynningar undirritaður verksamningur Grundarfjarðarbæjar við Ildi ehf.
  • Bæjarráð - 561 Lagður fram til kynningar samstarfssamningur Grundarfjarðarbæjar og Eldvarnarbandalagsins um auknar eldvarnir. Samningurinn er gerður í tengslum við endurnýjaðan samning við VÍS, eftir útboð vátrygginga.
  • Bæjarráð - 561 Lagður fram til kynningar ársreikningur Hesteigendafélags Grundarfjarðar vegna ársins 2019.
  • Bæjarráð - 561 Lagður fram til kynningar ársreikningur Björgunarsveitarinnar Klakks vegna ársins 2019.