Málsnúmer 2101035

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 224. fundur - 27.01.2021

Eigandi að Grundargötu 28, miðhæð og efri hæð, óskar eftir leyfi nefndar til að setja í nýja glugga - viðbót - á norðvesturhlið hússins.
Lagðar fram teikningar ásamt umsókn um leyfi vegna útlitsbreytingar á húsi að Grundargötu 28. Um er að ræða ísetningu nýrra glugga á norðvesturhlið hússins, á miðhæð og efrihæð.


Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir að umrædd framkvæmd verði grenndarkynnt fyrir nærliggjandi lóðarhöfum þar sem breyting telst ekki óveruleg vegna innsýnar, sjá leiðbeiningarblað 8a gefið út af Skipulagsstofnun, sbr. 2.3.4. gr. í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Einnig skuli liggja fyrir samþykki allra eigenda fjölbýlishússins fyrir umræddri breytingu sbr. 1. mgr. 30. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús.

Byggingarleyfi samþykkt að uppfylltum ofangreindum skilyrðum.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 227. fundur - 12.04.2021

Á 224. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir Grundargötu 28. Óskað var eftir breytingu á útliti á norðurhlið hússins, með ísetningu nýrra glugga á miðhæð og efri hæð. Þar sem umrædd framkvæmd felur í sér breytingu á útliti húss lagði nefndin til að fyrirhuguð framkvæmd yrði grenndarkynnt. Grenndarkynning stóð yfir frá 5. febrúar til 5. mars 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Með hliðsjón af niðurstöðu úr grenndarkynningu samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að fengnu samþykki allra eigenda fjölbýlishússins fyrir umræddri breytingu sbr. 1. mgr. 30. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús.