Málsnúmer 2102016

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 225. fundur - 17.02.2021

G. Run hf. leggur fram beiðni um breytingu á gildandi deiliskipulagi á hafnarsvæði austan Nesvegar, þ.e. á lóð við Nesveg 4a.
Óskað er eftir stækkun á byggingarreit ásamt því að lagðar eru fram teikningar af fyrirhugaðri byggingu.
Á lóðinni stóð áður hús sem nú hefur verið rifið.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagaða tillögu að óverulegri deiliskipulagsbreytingu á Nesvegi 4a og felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna hana í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna óverulega deiliskipulagsbreytingu til eftirfarandi aðila: Nesveg 4, Nesveg 4b, Norðurgarður D og Norðurgarður C.

Einnig er óskað eftir áliti Hafnarstjórnar Grundarfjarðarbæjar þar sem um er að ræða hafnsækna starfsemi.

Hafnarstjórn - 14. fundur - 10.03.2021

Lóðarhafi, G. Run hf., hafði lagt fram beiðni um breytingu á gildandi deiliskipulagi á hafnarsvæði austan Nesvegar, þ.e. á lóð við Nesveg 4a, sem tekin var fyrir á 225. fundi nefndarinnar þann 17. febrúar sl.
Breytingin fólst í stækkun á byggingarreit á lóðinni og voru einnig lagðar fram teikningar af fyrirhugaðri byggingu.
Á lóðinni stóð áður hús sem nú hefur verið rifið.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á umræddum fundi framlagaða tillögu að óverulegri deiliskipulagsbreytingu og fól byggingarfulltrúa að grenndarkynna hana í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Á 225. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var óskað eftir áliti Hafnarstjórnar Grundarfjarðarbæjar þar sem um er að ræða hafnsækna starfsemi; skipulagsmál á hafnarsvæði.

Nú er lögð fram til afgreiðslu hjá skipulags- og umhverfisnefnd breytt tillaga frá áður framlagðri og samþykktri tillögu og erindi lóðarhafa. Er tillagan unnin og lögð fyrir skipulags- og umhverfisnefnd og nú einnig fyrir hafnarstjórn, eftir samráð lóðarhafa, hafnarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa.

Þessi fundur er haldinn sameiginlega með skipulags- og umhverfisnefnd, sem skilar eigin fundargerð um þennan sameiginlega fund.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðisins varðandi lóðina að Nesvegi 4a.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillöguna og það samtal sem fram hefur farið m.a. milli hans, lóðarhafa og hafnarstjóra.

Breytingin snýst um að byggingarreitur lóðarinnar verði stækkaður til suðurs og vesturs, en að auki er um að ræða breikkun á götu sem liggur norðaustan við lóðina.

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar (haldinn samhliða þessum fundi hafnarstjórnar) er skipulags- og byggingarfulltrúa falið að grenndarkynna þessa tillögu, sem óverulega deiliskipulagsbreytingu, sbr. 2. og 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti það fyrirkomulag sem felst í framlagðri tillögu og undirbúin hefur verið af hafnarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa.

Hafnarstjórn og hafnarstjóri leggja til að á næstu vikum verði aftur haldinn sameiginlegur fundur hafnarstjórnar og skipulags- og umhverfisnefndar um skipulags- og þróunarmál á hafnarsvæði.
Auk þess hefur bæjarstjórn samþykkt tillögu hafnarstjórnar um að endurskoða deiliskipulag hafnarsvæðis austan Nesvegar, og tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um að vinna deiliskipulag á Framnesi. Sú vinna mun að ýmsu leyti fara fram samhliða og mun hefjast á árinu.

Gestir

  • Jósef Kjartansson - mæting: 16:40

Skipulags- og umhverfisnefnd - 226. fundur - 10.03.2021

Lóðarhafi, G. Run hf., hafði lagt fram beiðni um breytingu á gildandi deiliskipulagi á hafnarsvæði austan Nesvegar, þ.e. á lóð við Nesveg 4a, sem tekin var fyrir á 225. fundi nefndarinnar þann 17. febrúar sl. Breytingin fólst í stækkun á byggingarreit á lóðinni, en ennfremur voru lagðar fram teikningar af fyrirhugaðri byggingu. Á lóðinni stóð áður hús sem nú hefur verið rifið. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á umræddum fundi framlagaða tillögu að óverulegri deiliskipulagsbreytingu og fól byggingarfulltrúa að grenndarkynna hana í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nú er lögð fram til afgreiðslu breytt tillaga frá áður framlagðri og samþykktri tillögu og erindi lóðarhafa. Er tillagan unnin og lögð fyrir skipulags- og umhverfisnefnd og fyrir hafnarstjórn, eftir samráð lóðarhafa, hafnarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa.

Á 225. fundi nefndarinnar var einnig óskað eftir áliti Hafnarstjórnar Grundarfjarðarbæjar þar sem um er að ræða hafnsækna starfsemi; skipulagsmál á hafnarsvæði.

Þessi fundur er haldinn sameiginlega með hafnarstjórn, sem skilar sinni fundargerð um þennan sameiginlega fund.


Lögð fram tillaga sem felur í sér breytingar á áður afgreiddri tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins varðandi lóðina að Nesvegi 4a.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillöguna og það samtal sem fram hefur farið m.a. milli hans, lóðarhafa og hafnarstjóra.

Breytingin snýst áfram um að byggingarreitur verði stækkaður til suðurs og vesturs, en að auki er um að ræða breikkun á götu sem liggur norðaustan við lóðina.

Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að grenndarkynna þessa tillögu, sem óverulega deiliskipulagsbreytingu, sbr. 2. og 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Skipulags- og umhverfisnefnd - 227. fundur - 12.04.2021

Á 225. fundi skipulags og umhverfisnefndar var lögð fram ósk lóðarhafa og tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi á Framnesi, austan Nesvegar. Breytingin varðar reit sem nær til Nesvegar 4a og samþykkti nefndin að breytingartillagan færi í grenndarkynningu. Á sameiginlegum fundi nefndarinnar nr. 226 og fundi hafnarstjórnar voru lagðar fram og samþykktar tilfæringar og breytingar á tillögunni.

Eftir þá afgreiðslu þurfti að gera frekari breytingar á byggingarreit og fleiru, í samráði við hafnarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa. Nú hafa ASK arkitektar endurbætt og sett fram þær breytingar sem óskað er eftir, á uppdrætti sem hér er lagður fram til afgreiðslu að nýju.

Óverulega deiliskipulagsbreytingin felst í að mörk lóðar 4a færast vegna breikkunar á vegi austan við lóðina og færslu hafnargarðs, lóðin minnkar því þeim megin en stækkar á móti til suðvesturs. Byggingarreitur er einnig stækkaður til suðurs og vesturs. BK kóta er bætt inn, en TK er óbreyttur. Nýtingarhlutfall helst óbreytt.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagða tillögu að óverulegri deiliskipulagsbreytingu á Nesvegi 4a og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða byggingu á lóðinni, með tilgreindum breytingum deiliskipulags, til nærliggjandi lóðarhafa eða þeirra sem gætu átt hagsmuni að gæta sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða eigendur fasteigna að Nesvegi 4 og 4b, Norðurgarði D og Norðurgarði C.


Skipulags- og umhverfisnefnd - 229. fundur - 01.07.2021

Skv. ákvörðun nefndarinnar á 227. fundi og í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga var óveruleg deiliskipulagsbreyting vegna breytingar á byggingarreit við Nesveg 4a grenndarkynnt með bréfi, sem sent var á nærliggjandi lóðarhafa þann 12. maí 2021. Um var að ræða eigendur fasteigna að Nesvegi 4 og 4b, Norðurgarði D og Norðurgarði C.
Frestur til athugasemda var til 11. júní sl.

Á kynningartíma barst ein athugasemd, frá Olíudreifingu ehf., þar sem vakin var athygli á fjarlægðarmörkum við olíutank, skv. reglugerð um eldfima vökva nr. 188/1990.
Vegna athugasemdar frá Olíudreifingu sem á olíutank á lóð á Nesvegi 4b, nú Nesvegi 6 skv. samþykktu deiliskipulagi:

Skipulags- og byggingarfulltrúi og bæjarstjóri áttu samskipti við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um mánaðamótin apríl-maí sl. og þann 6. maí sl. sendi byggingarfulltrúi skriflega fyrirspurn til brunavarnarsviðs stofnunarinnar, í tengslum við vinnslu óverulegrar deiliskipulagsbreytingar fyrir Nesveg 4a. Fyrirspurnin sneri að öryggismálum á umræddri lóð vegna nálægðar við olíutank á lóð 4b (6), sbr. reglugerð um eldfima vökva nr. 188/1990. Svar barst þann 22. júní sl. þar sem fram kom að leyfileg fjarlægð frá olíutanki að nærliggjandi mannvirki skuli ákvörðuð með brunahönnun og áhættumati byggingar, miðað við byggingarreglugerð í dag. Ennfremur, að séu ótengd mannvirki innan skilgreinds áhættusvæðis skv. áhættumati, skuli fara í mótvægisaðgerðir.
Í tengslum við deiliskipulagsvinnu á svæðinu, er vinna í gangi við áhættumat vegna nálægðar olíutanks við fyrirhugaða byggingu á lóð að Nesvegi 4a. Olíutankur sem stendur á lóðinni Nesvegi 4b inniheldur, skv. teikningu, rúmlega 500 m3 af skipaolíu í flokki III. Ef þörf reynist, verður farið í mótvægisaðgerðir vegna öryggisfjarlægðar í samræmi við niðurstöður áhættumats sem er í vinnslu hjá ÖRUGG, verkfræðistofu og liggja mun fyrir mjög fljótlega.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna skv. tillögu sem dagsett er 6. maí 2021 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara athugasemd Olíudreifingar ehf. m.t.t. niðurstöðu framangreinds áhættumats við lóðirnar. Einnig er byggingarfulltrúa falið að auglýsa umrædda breytingu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.