226. fundur 10. mars 2021 kl. 16:30 - 17:15 í Samkomuhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM) varaformaður
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK)
  • Eymar Eyjólfsson (EE)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
Starfsmenn
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson (SVÁ) skipulags- og byggingafulltrúi
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Þuríður Gía Jóhannesdóttir (ÞGJ) starfsmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Þuríður Gía Jóhannesdóttir starfsmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá
Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri og Jósef Ó. Kjartansson forseti bæjarstjórnar sátu sem gestir á fundinum. Formaður sat fundinn í fjarfundarbúnaði og gaf varaformanni orðið. Varaformaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Nesvegur 4a - Breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2102016Vakta málsnúmer

Lóðarhafi, G. Run hf., hafði lagt fram beiðni um breytingu á gildandi deiliskipulagi á hafnarsvæði austan Nesvegar, þ.e. á lóð við Nesveg 4a, sem tekin var fyrir á 225. fundi nefndarinnar þann 17. febrúar sl. Breytingin fólst í stækkun á byggingarreit á lóðinni, en ennfremur voru lagðar fram teikningar af fyrirhugaðri byggingu. Á lóðinni stóð áður hús sem nú hefur verið rifið. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á umræddum fundi framlagaða tillögu að óverulegri deiliskipulagsbreytingu og fól byggingarfulltrúa að grenndarkynna hana í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nú er lögð fram til afgreiðslu breytt tillaga frá áður framlagðri og samþykktri tillögu og erindi lóðarhafa. Er tillagan unnin og lögð fyrir skipulags- og umhverfisnefnd og fyrir hafnarstjórn, eftir samráð lóðarhafa, hafnarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa.

Á 225. fundi nefndarinnar var einnig óskað eftir áliti Hafnarstjórnar Grundarfjarðarbæjar þar sem um er að ræða hafnsækna starfsemi; skipulagsmál á hafnarsvæði.

Þessi fundur er haldinn sameiginlega með hafnarstjórn, sem skilar sinni fundargerð um þennan sameiginlega fund.


Lögð fram tillaga sem felur í sér breytingar á áður afgreiddri tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins varðandi lóðina að Nesvegi 4a.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillöguna og það samtal sem fram hefur farið m.a. milli hans, lóðarhafa og hafnarstjóra.

Breytingin snýst áfram um að byggingarreitur verði stækkaður til suðurs og vesturs, en að auki er um að ræða breikkun á götu sem liggur norðaustan við lóðina.

Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að grenndarkynna þessa tillögu, sem óverulega deiliskipulagsbreytingu, sbr. 2. og 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:15.