Málsnúmer 2103013

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 247. fundur - 11.03.2021

GS vék af fundi undir þessum lið.

Lögð fram beiðni Golfklúbbsins Vestarr um aðstoð við húsnæði fyrir rafrænan kennslu- og æfingabúnað til barna- og unglingastarfs, sem einnig nýtist almennum kylfingum til æfinga yfir vetrarmánuði.

Allir tóku til máls.

Forseti leggur til að erindið verði falið bæjarráði til skoðunar og afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

GS tók aftur sæti sitt á fundinum.

Bæjarráð - 565. fundur - 23.03.2021

Garðar Svansson, formaður GVG, sat fundinn undir þessum lið gegnum Teams.

Lagt fram bréf Golfklúbbsins Vestarrs Grundarfirði (GVG), dags. 5. mars 2021.
Þar kemur fram að GVG standi til boða að kaupa rafrænan búnað til kennslu og æfinga í golfi fyrir börn og unglinga. GVG hafi ekki aðgang að húsnæði sem gæti hentað fyrir búnaðinn og leitar klúbburinn til sveitarfélagsins um aðstoð með húsnæði fyrir búnaðinn.

Garðar, formaður GVG, upplýsti bæjarráð. Rætt um búnaðinn og hverskonar aðstöðu þurfi fyrir þennan búnað.

Fram kom að íþróttahúsið og samkomuhúsið gætu hentað sem aðstaða fyrir þessa starfsemi. Bæjarráð tekur vel í hugmyndir GVG og býður fulltrúum klúbbsins í vettvangsferð og framhaldandi samtal um málið.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Garðar Svansson - mæting: 17:00