Málsnúmer 2103014

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 247. fundur - 11.03.2021

Lögð fram til kynningar gögn sem bæjarstjóri fékk frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi um stöðu á helstu áherslumálum í Samgönguáætlun Vesturlands - Vegamál, einnig samantekt Vegagerðarinnar um fyrirhugaðar framkvæmdir gatnakerfis á Vesturlandi, sem og fundarboð samráðsfundar um stöðu samgöngumála á Vesturlandi ásamt hlekk á vef um grænbók um samgöngumál, sem sagt var frá undir lið 3.

Til máls tóku JÓK, BÁ og HK.

Forseti leggur til að undirbúin verði bókun eða umsögn bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar um mikilvægi umbóta í samgöngumálum, af því tilefni að verið er að taka saman efni í grænbók.

Bæjarstjórn - 248. fundur - 15.04.2021



Lögð fram til kynningar umsögn um samgöngur og fjarskipti, en hægt er að veita umsögn um samgöngur og/eða fjarskipti.

Forseti sagði frá því að bæjarstjóri hefði verið með erindi um fjarskipti á fundi í gær, sem haldinn var á vegum samgönguráðuneytisins og SSV.