Málsnúmer 2104018

Vakta málsnúmer

Öldungaráð - 10. fundur - 27.03.2021

Bæjarstjóri kynnti helstu verkefni Grundarfjarðarbæjar sem snúa að hagsmunum eldri íbúa.
Bæjarstjóri fór yfir ýmis mál sem eru í gangi hjá Grundarfjarðarbæ um þessar mundir.
Eftirfarandi er það helsta sem rætt var:

- Heilsuefling 60 samstarfsverkefni FEBG og bæjarins með stuðningi RKÍ-deildarinnar (sjá næsta dagskrárlið)

- Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE)
Samstarfsfundir sveitarfélaganna á Snæfellsnesi með HVE um ýmis hagsmunamál hafa verið árlegir (teknir upp á þessu kjörtímabili) - meðal annars er þar rætt um aukið samstarf í þjónustu við eldri borgara (félagsþjónusta, HVE og dvalarheimili). Einnig er þar rætt um læknamál og aðra nauðsynlega þjónustu.

- Gönguvænn Grundarfjörður
Unnið er að hönnun og undirbúningi umfangsmikils verkefnis sem snýr að endurbótum á gangstéttum, gönguleiðum, lagningu hjólastíga og göngustíga, bættum umferðartengingum og aðgengismálum í þéttbýlinu. Til stendur að leggja nýjar gangstéttar á næstu árum og því var farið í það að skoða hvar og hvernig væri pláss fyrir samhliða svæði/stíga, sem þjónar hjólandi vegfarendum og rafknúnum hjólum, rafskutlum, hjólastólum, barnavögnum o.s.frv. - hugmyndin er að breikka gangstéttar þannig að þær rúmi einnig þessa umferð.
Jafnhliða er lagt uppúr því að gróður í umferðarrýmum (við götur, gangstéttir) verði skoðaður og lögð niður "regnbeð" sem geta tekið óhindrað við ofanvatni og þannig minnkað álag á holræsakerfið.

- Snjómokstur á stígum
Bærinn hefur lagt sig fram um að standa vel að mokstri á gangstéttum og auka hann, þannig að auðveldara sé að komast gangandi um bæinn, líka að vetri til.
Verklag er sífellt í skoðun og ábendingar vel þegnar.

- Sögumiðstöðin ? félagsstarf og aðstaða
Stórt verkefni sem snýr að uppbyggingu og endurbótum í Sögumiðstöð.
Félags- og menningarstarf verður þar í fyrirrúmi, m.a. verður félagsstarf eldri borgara þar með fasta aðstöðu.
(sjá næsta lið).

- Þríhyrningurinn: fjölskyldu- og útivistargarður.
Unnið er að undirbúningu framkvæmda í Þríhyrningi, samkvæmt hugmyndum sem íþrótta- og æskulýðsnefnd hefur haldið utan um. Hönnun liggur fyrir. Fyrsti áfangi framkvæmda verður í sumar. Hugsað er sérstaklega fyrir þörfum eldri borgara, sem geti nýtt garðinn fyrir sig.

Minnst var á aðra aðstöðu, eins og minigolf. Bæjarstjóri sagði að önnur svæði en Þríhyrningur yrðu að þjóna slíkri aðstöðu.

Önnur verkefni einnig kynnt og rædd.