Málsnúmer 2104020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 567. fundur - 29.04.2021

Lagðar fram til kynningar umsóknir bæjarins um styrk vegna fráveituframkvæmda Grundarfjarðarbæjar.
Annars vegar er umsókn vegna blágrænna ofanvatnslausna, þ.e. tvöföldun fráveitukerfis í skólp- og regnvatnslagnir með blágrænum lausnum. Sótt hefur verið um styrk vegna regnvatnslagna, sem verða í formi blágrænna ofanvatnslausna.
Hins vegar vegna útrásar á hafnarsvæðinu sem lengd var fyrr á árinu.

Bæjarráð - 571. fundur - 14.07.2021

Svarbréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis 9. júlí 2021 við tveimur umsóknum bæjar og hafnar um styrki vegna fráveituframkvæmda.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti nýja styrki til fráveituverkefna sveitarfélaga fyrr á árinu. Þeir eru liður í átaki í fráveitumálum í samstarfi ríkis og sveitarfélaga enda er þörf á verulegri uppbygginu í þessum málaflokki. Styrkirnir teljast liður í sérstöku fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar.

Grundarfjarðarbær sótti annars vegar um styrk vegna blágrænna ofanvatnslausna, þ.e. tvöföldun fráveitukerfis í skólp- og regnvatnslagnir með blágrænum lausnum. Sótt var um styrk vegna regnvatnslagna í formi blágrænna ofanvatnslausna.
Hins vegar var sótt um vegna útrásar á hafnarsvæðinu sem lengd var fyrr á árinu.

Báðar umsóknir voru samþykktar að fullu og með 30% styrkveitingu.

Bæjarráð fagnar þessum styrkjum, m.a. til útfærslu á blágrænum ofanvatnslausnum sem hluta af fráveitukerfi bæjarins.

Bæjarstjórn - 251. fundur - 22.09.2021

Lögð fram til kynningar umsókn Grundarfjarðarbæjar um styrk til fráveituframkvæmda. Grundarfjarðarbær fékk aukinn styrk, 30%, samþykktan vegna fráveituframkvæmda 2020 og 2021.

Blágrænar ofanvatnslausnir í umhverfi þéttbýlis eru helstu framkvæmdir skv. umsókninni, en einnig lenging útrásar á hafnarsvæði, sem unnin var fyrr á árinu.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn vísar til bæjarráðs að skoða í komandi fjárhagsáætlunargerð möguleika þess að láta skoða lausnir í fráveitumálum í Torfabót.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 583. fundur - 02.02.2022

Bæjarstjóri sagði frá greiðslu fjárstyrks sem fenginn var vegna fráveituframkvæmda 2020 og 2021. Fjárstyrkurinn, 30%, fékkst vegna kostnaðar við framkvæmdir sem tilheyra blágrænum ofanvatnslausnum í göturýmum og hófust á árinu 2021.