Málsnúmer 2105010

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 249. fundur - 11.05.2021

Slökkviliðsstjóri skal vinna brunavarnaáætlun á starfssvæði sínu og leggja fyrir sveitarstjórn, sbr. 13. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000, með síðari breytingum.

Lögð fram drög sem slökkviliðsstjóri hefur unnið að endurskoðaðri brunavarnaáætlun Slökkviliðs Grundarfjarðar sem gilda á fyrir árin 2021-2026.

Í 13. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum segir:

Á hverju starfssvæði slökkviliðs skal liggja fyrir brunavarnaáætlun sem fengið hefur samþykki Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og viðkomandi sveitarstjórnar.
Brunavarnaáætlun skal endurskoða eigi síðar en að fimm árum liðnum frá því að hún hlaut samþykki. Markmið brunavarnaáætlunar er að tryggja að slökkvilið sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þau verkefni sem því eru falin með lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim.

Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Grundarfjarðar var upphaflega gefin út árið 2015 og liggja nú fyrir drög að endurskoðaðri áætlun. Hún er unnin í samræmi við leiðbeiningar sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) gefur út, um efni og gerð brunavarnaáætlana. Auk þess hafði slökkviliðsstjóri hliðsjón af nýlega samþykktum brunavarnaáætlunum annarra sveitarfélaga.

- Í endurskoðuðu útgáfunni hefur umfjöllun um fyrirtæki og stofnanir verið uppfærð, nokkur tekin út og ný sett inn. Miðað var við þau fyrirtæki sem voru með starfsleyfi í mars/apríl sl.
- Ítarlegra áhættumat er nú gert, en áhættumat er hluti af áætluninni og byggir á ramma sem HMS útvegar til útreiknings áhættu.
- Lagatilvísanir og ýmsar staðreyndir hafa verið uppfærðar.
- Sem dæmi um breytingar á umfjöllun um stofnanir Grundarfjarðarbæjar má nefna, að í áætluninni 2015 var athugasemd um að sjálfvirk brunaviðvörunarkerfi vantaði. Slík kerfi eru nú komin í allar helstu stofnanir/byggingar á vegum bæjarins, þ.e. grunnskóla/íþróttahús/tónlistarskóla, leikskóla, samkomuhús, Sögumiðstöð, Ráðhús og íbúðaklasa að Hrannarstíg 18.

Eftir yfirferð bæjarstjórnar mun slökkviliðsstjóri senda áætlunina til yfirlestrar og staðfestingar hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, í samræmi við lög um brunavarnir.

Bæjarstjórn þakkar fyrir vel unnin drög að endurskoðaðri brunavarnaáætlun.

Til máls tóku: JÓK og BÁ.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða, fyrir sitt leyti, endurskoðaða brunavarnaáætlun Slökkviliðs Grundarfjarðar fyrir árin 2021-2026.

Bæjarstjórn - 254. fundur - 14.12.2021

Lögð fram til kynningar endanleg útgáfa af Endurskoðaðri brunavarnaáætlun Slökkviliðs Grundarfjarðarbæjar 2021-2025, eftir yfirferð og endanlegt samþykki Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þann 3. des. sl.

Bæjarstjórn fagnar samþykkt áætlunarinnar og þakkar slökkviliðsstjóra fyrir vel unnin störf við undirbúning áætlunarinnar.