Málsnúmer 2108001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 251. fundur - 22.09.2021

Fundargerð til kynningar - þar sem bæjarráð hafði fullnaðarumboð í sumar.
 • .1 2104022 Framkvæmdir 2021
  Farið var yfir helstu verklegu framkvæmdir sem eru í gangi, einkum framkvæmdir við malbikun gatna og gangstétta, steyptar gangstéttar, endurbætur á húsnæði grunnskóla og í samkomuhúsi, uppbyggingu í Þríhyrningi, o.fl.
  Bæjarráð - 573
 • Bæjarráð - 573 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
 • Bæjarráð - 573 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-júlí 2021. Heildarútsvarsgreiðslur til sveitarfélagsins í júlímánuði eru 14% lægri en í júlí 2020.
  Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar í Grundarfirði hækkað um 2% miðað við sama tímabil í fyrra. Á landsvísu er hækkunin á þessu tímabili hins vegar 7,7% og á Vesturlandi er hún að meðaltali 7,6%.

 • Bæjarráð - 573 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir janúar-júlí 2021.
 • .5 2106001 Launaáætlun 2021
  Bæjarráð - 573 Lögð fram yfirlit yfir greidd laun miðað við áætlun ársins, janúar-júní og janúar-júlí 2021. Skv. yfirlitunum eru raunlaun vel innan áætlunar.
 • Bæjarráð - 573 Lagt fram tíu ára fjárhagsyfirlit með upplýsingum úr ársreikningi og lykiltölum áranna 2011-2020.
 • Bæjarráð - 573 Farið yfir vinnu og verklag við fjárhagsáætlunargerð komandi árs.
  Nánari tímarammi verður tilbúinn i byrjun september.

  Bæjarráð mun byggja vinnu sína á tillögum úr rekstrarúttekt HLH frá 2020, sbr. fund bæjarráðs nr. 557. Þar eru sett fram helstu viðmið í fjármálastjórn og rekstri.

  Í samræmi við umræður fundarins mun bæjarráð rýna sérstaklega í útsvarstekjur og þróun þeirra, sem og í tekjur Jöfnunarsjóðs og þróun þeirra. Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að undirbúa yfirlit/samantekt hvað þessa þætti varðar.

 • Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um helstu forsendur fjárhagsáætlana 2022-2026. Bæjarráð - 573 Í minnisblaðinu eru lagðar upp almennar forsendur fyrir sveitarfélög landsins, sem og gátlisti til að styðjast við þegar metnar eru staðbundnar forsendur í fjárhagsáætlunargerðinni.


 • Lagt fram uppsagnarbréf frá Önnu Rafnsdóttur leikskólastjóra. Bæjarráð - 573 Bæjarráð þakkar Önnu fyrir vel unnin störf og gott samstarf á liðnum árum.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa auglýsingu starfsins.
  Bæjarráð telur rétt að skoða frekar verkaskiptingu milli stjórnenda í leikskóla, þannig að fyrir liggi skýr og uppfærð starfslýsing, samhliða auglýsingu starfsins.

 • Lagður fram til staðfestingar námssamningur við starfsmann leikskólans, sbr. afgreiðslu á fundi bæjarráðs 22. júní sl. Bæjarráð - 573 Fyrirliggjandi samningur samþykktur samhljóða.

 • Bæjarráð - 573 Lögð fram gögn vegna stjórnsýslukæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á hendur Grundarfjarðarbæ, sbr. tölvpóst nefndarinnar dags. 17. ágúst 2021, vegna óverulegrar deiliskipulagsbreytingar, birt 6. júlí 2021, og veitingar byggingarleyfis dags. 9. júlí 2021 á lóðinni við Nesveg 4a.

  Lóðarhafi að Nesvegi 6-8 krefst þess að framkvæmdir verði stöðvaðar á meðan kærumálið er til meðferðar hjá nefndinni.

  Jafnframt er lögð fram greinargerð Grundarfjarðarbæjar til nefndarinnar þar sem kröfu um stöðvun framkvæmda er hafnað og jafnframt bent á að kærufrestur teljist liðinn og því beri að vísa málinu frá, ásamt öðrum gögnum málsins.

  Lagt fram til kynningar.

 • Bæjarráð - 573 Lagt fram afsal Landsnets hf. til Grundarfjarðarbæjar fyrir 22,2% eignarhluta Landsnets í aðveitustöð við Borgarbraut 21, Grundarfirði. Um er að ræða hús, lóðarréttindi og girðingu.

  Bæjarráð fagnar og þakkar fyrir þennan samning.
 • Bæjarráð - 573 Lagður fram til kynningar samstarfssamningur við Motus um innheimtuþjónustu, sem hefur verið endurnýjaður með betri kjörum.

 • Bæjarráð - 573 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar FSS sem haldinn var 26. apríl sl.
 • Bæjarráð - 573 Lögð fram til kynningar fundargerð framkvæmdastjórnar Byggðasamlags Snæfellinga frá 12. mars sl.
 • Bæjarráð - 573 Lagðar fram fundargerðir Breiðafjarðarnefndar af fundum nr. 192 og 193.
 • Bæjarráð - 573 Lagt fram bréf dómsmálaráðuneytisins dags. 11. ágúst 2021 um greiðslu kostnaðar sveitarfélaga vegna starfa kjörstjórna og framkvæmdar við Alþingiskosningar i september nk.

  Bæjarstjóri sagði frá samskiptum við Sýslumann Vesturlands um framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, en samið hefur verið um að hún fari fram í Ráðhúsi Grundarfjarðar, með sama hætti og við forsetakosningar á síðasta ári. Hefst kosningin hér í næstu viku.
 • Bæjarráð - 573 Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla uppbyggingarteymis nr. 16, frá 11. júní 2021.
 • Bæjarráð - 573 Lagður fram til kynningar ársreikningur Björgunarsveitarinnar Klakks vegna ársins 2020.