Málsnúmer 2109010

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 575. fundur - 14.09.2021

Sigurður Valur Ásbjarnarson hefur gegnt starfi skipulags- og byggingarfulltrúa Grundarfjarðarbæjar frá árinu 2019 og verið skráður byggingarfulltrúi hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og skipulagsfulltrúi hjá Skipulagsstofnun. Hann hefur látið af störfum.

Fannar Þór Þorfinnsson tekur við starfi byggingarfulltrúa í október nk. Fram að því er bæjarstjóra falið að tilnefna Jökul Helgason sem byggingarfulltrúa, skv. samningi við Verkís og tilkynna það til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Sömuleiðis mun bæjarstjóri tilkynna Skipulagsstofnun um ráðningu Kristínar Þorleifsdóttur sem skipulagsfulltrúa, í samræmi við samþykkt bæjarráðs á fundi sínum 22. júní sl. um breytingu á starfsreglum bæjarstjórnar við ráðningu starfsmanna.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 580. fundur - 12.12.2021


Fannar Þór Þorfinnsson hefur verið skráður byggingarfulltrúi Grundarfjarðarbæjar hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Jökull Helgason er þar með afskráður.

Jafnframt hefur Kristín Þorleifsdóttir verið skráð sem skipulagsfulltrúi hjá Skipulagsstofnun síðan í ágúst sl.

Ofangreint er gert í samræmi við samstarfssamning fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 269. fundur - 09.02.2023

Þrjár umsóknir bárust vegna auglýsingar á starfi byggingarfulltrúa á sameiginlegu umhverfis- og skipulagssviði Grundarfjarðarbæjar, Sveitarfélagsins Stykkishólms og Eyja- og Miklaholtshrepps, en auglýsingafrestur rann út 7. feb. sl. Umsóknirnar uppfylltu ekki skilyrði auglýsingar, skv. upplýsingum frá sviðsstjóra. Stefnt er að því að auglýsa aftur, með vorinu.

Samkvæmt samkomulagi samstarfssveitarfélaganna, mun hvert sveitarfélag fyrir sig leysa byggingarfulltrúamálin tímabundið þar til nýr byggingarfulltrúi verður ráðinn í starfið.

Í því ljósi samþykkir bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar að sviðsstjóri og bæjarstjóri hafi umboð til að ráða tímabundið í stöðu byggingarfulltrúa Grundarfjarðarbæjar, án auglýsingar.

Sviðsstjóri og bæjarstjóri hafa gert samkomulag við Sigurð Val Ásbjarnarson um að hann gegni starfi byggingarfulltrúa Grundarfjarðarbæjar frá og með 10. febrúar 2023 og verður hann skráður sem slíkur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, í samræmi við 3. mgr. 8. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

Samþykkt samhljóða.