575. fundur 14. september 2021 kl. 09:00 - 09:25 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) formaður
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
Starfsmenn
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Alþingiskosningar 2021 - Kjörskrá

Málsnúmer 2109009Vakta málsnúmer

Lagður fram kjörskrárstofn frá Þjóðskrá Íslands, vegna alþingiskosninga 25. september 2021. Kjörskrárstofninn miðast við þau sem skráð eru með lögheimili í sveitarfélaginu þremur vikum fyrir kjördag. Á kjörskrá eru 278 karlar og 258 konur.

Bæjarráð samþykkir kjörskrána í samræmi við ákvæði 4. mgr. 32. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar og felur bæjarstjóra að undirrita hana og leggja fram í samræmi við ákvæði í 2. mgr. 24. gr. kosningalaga.

Samþykkt samhljóða.

2.Tilnefning byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa

Málsnúmer 2109010Vakta málsnúmer

Sigurður Valur Ásbjarnarson hefur gegnt starfi skipulags- og byggingarfulltrúa Grundarfjarðarbæjar frá árinu 2019 og verið skráður byggingarfulltrúi hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og skipulagsfulltrúi hjá Skipulagsstofnun. Hann hefur látið af störfum.

Fannar Þór Þorfinnsson tekur við starfi byggingarfulltrúa í október nk. Fram að því er bæjarstjóra falið að tilnefna Jökul Helgason sem byggingarfulltrúa, skv. samningi við Verkís og tilkynna það til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Sömuleiðis mun bæjarstjóri tilkynna Skipulagsstofnun um ráðningu Kristínar Þorleifsdóttur sem skipulagsfulltrúa, í samræmi við samþykkt bæjarráðs á fundi sínum 22. júní sl. um breytingu á starfsreglum bæjarstjórnar við ráðningu starfsmanna.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 09:25.