-
Bæjarráð - 600
Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
-
Bæjarráð - 600
Lagt fram yfirlit sem sýnir samanburð á útgreiddum launum Grundarfjarðarbæjar og Grundarfjarðarhafnar janúar til desember 2022. Farið yfir niðurbrot launaáætlunar og raunlauna eftir deildum. Raunlaun eru yfir áætlun sem nemur 8 millj. kr., sem fyrst og fremst skýrist af auknum umsvifum Grundarfjarðarhafnar og breytingu á vinnufyrirkomulagi, sem og hagvaxtarauka skv. kjarasamningum, sem leiddi til hækkunar launa fyrr á árinu.
-
Bæjarráð - 600
Ragnar Ásmundsson frá Orkusetri/Orkustofnun sat fundinn undir þessum lið gegnum fjarfundabúnað. Jafnframt sátu Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri, Jósef Ó. Kjartansson og Ágústa Einarsdóttir fundinn undir þessum lið.
Ragnar fór yfir þá styrki sem Grundarfjarðarbær hefur fengið loforð fyrir úr Orkusjóði, til verkefna um orkuskipti í íþrótta- og skólamannvirkjum.
Rætt um og farið var yfir möguleika Grundfirðinga til orkuöflunar og dreifingar, þannig að kyndingarkostnaður íbúa og fyrirtækja lækki.
Málið er til áframhaldandi skoðunar.
-
Bæjarráð - 600
Lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra af fundi sem fulltrúar bæjarins áttu með sérfræðingum hjá Eflu 25. janúar sl., um orkuskipti í skóla- og íþróttamannvirkjum.
Fyrirhugaður er annar fundur með þeim fimmtudagsmorguninn 2. febrúar.
-
Bæjarráð - 600
a) Tengigangur milli íbúðanna á Hrannarstíg 18 og Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls:
Fyrir liggur kostnaðaráætlun byggingarfulltrúa dags. 27. jan. 2023.
Áætlunin nú er hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins.
Í samantekt byggingarfulltrúa er gert ráð fyrir eftirfarandi verkþáttum:
a) rif klæðningar (þak og útveggir)
b) frágangur utanhúss
c) frágangur innanhúss
Áætlunin felur í sér að fjarlægja núverandi útveggjaklæðningu, þakklæðningu og klæða húsið (tengiganginn) upp á nýtt. Einnig að rífa klæðningu að innan þar sem hún er skemmd á köflum. Ekki er vitað um ástand burðarvirkis og því gert ráð fyrir ófyrirséðum kostnaði. Gert er ráð fyrir píparavinnu þar sem ofnar og ofnalagnir eru utanáliggjandi og þarf að taka niður fyrir rif klæðningar að innan og setja aftur upp. Yfirfara þarf einnig rafmagnið þegar loftaklæðning verður fjarlægð. Áætlunin gerir ráð fyrir kostnaði við að flota gólfið og kostnaði við gólfefni.
Rætt um endurbætur á tengiganginum og valkosti. Lagt til að skoðuð verði önnur úrlausn eða efnisval við tengingu milli bygginganna. Bæjarstjóra og umhverfis- og skipulagssviði falið að fá kostnaðaráætlun á þá úrlausn, í samræmi við umræður fundarins og leggja fyrir bæjarráð/bæjarstjórn til skoðunar.
Bæjarráð gerir ráð fyrir að leitað verði verðtilboða í þetta verk og að framkvæmd fari fram í vor/sumar. Til frekari umræðu og ákvörðunar síðar.
b) Þarfagreining fyrir sundlaugargarð: drög íþrótta- og tómstundafulltrúa lögð fram til umræðu, auk þess upplýsingar um ýmsar útfærslur á saunaklefum.
Farið yfir drögin og rætt um þá framkvæmdaþætti sem hafa þarf í huga þegar sundlaugargarður er skipulagður til framtíðar. Til frekari úrvinnslu og frágangs.
Rætt um framkvæmdir sem hafa staðið yfir í íþróttahúsinu. Fram kom að búið er að skipta um gólfefni, að taka niður loft og skipta um lýsingu. Jafnframt kom fram hjá Ólafi að hljóðvist hafi batnað við þessar framkvæmdir, að hans mati.
Ólafur vék af fundinum.
c) Hönnunargögn fyrir frágang malbikaðra gangstétta við Hrannarstíg og víðar. Landslag, arkitektastofa, hefur unnið að útfærslu á frágangi malbikaðra gangstétta og hefur skipulagsfulltrúi haft umsjón með verkinu.
Sviðsstjóri/skipulagsfulltrúi fór yfir glæný gögn um verkið og rætt um framkvæmdina.
Bæjarráð samþykkir að áfram verði unnið með Landslagi að hönnun blágrænna lausna við Hrannarstíg og Borgarbraut. Tillögurnar verða kynntar fyrir íbúum. Fyrirkomulag á frágangi í Sæbóli og undirbúningur framkvæmda í miðbæ eru sömuleiðis á dagskrá.
Samþykkt samhljóða.
Kristín vék af fundinum og var henni þakkað fyrir komuna og upplýsingar.
-
Bæjarráð - 600
Farið yfir tillögur/hugmyndir sem lagðar voru fram og tekin ákvörðun um gjaldskrá sem myndi gilda árið 2023.
Fyrirliggjandi tillaga 1 að gjaldskrá samþykkt samhljóða.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs um gjaldskrá fyrir útleigu rýmis að Grundargötu 30.
-
Bæjarráð - 600
Lögð fram ýmis gögn varðandi markaðs- og kynningarmál.
a) Farið yfir hugmynd að spurningakönnun SSV í atvinnulífi, sbr. póst framkvæmdastjóra.
b) Farið yfir tillögu að verkefnisáætlun Áfanga- og markaðsstofu Vesturlands (ÁMS) um vinnu með hagsmunaaðilum vegna mótttöku skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Snæfellsnesi.
Bæjarráð tekur fyrir sitt leyti vel í framlagða verkefnistillögu, en það er í höndum hafnarstjóra og bæjarstjóra að rýna hana nánar og vinna úr henni, með ÁMS.
c) Rætt um kynningarmyndband sem unnið hefur verið fyrir íþrótta- og tómstundanefnd og Grundarfjarðarbæ, um íþróttastarf, tómstundir og fleira í Grundarfirði. Ætlunin er að ræða þetta síðar í dag, í nefndinni.
d) Lagðar fram teiknaðar stemnings-/kynningarmyndir til að nota í markaðsstarfi, kynningum, auglýsingum og glærum.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með framangreind verkefni, sem eru áfram til vinnslu.
-
Bæjarráð - 600
Byggingarfulltrúi og skipulagsfulltrúi hafa yfirfarið teikningar húss og aðstæður m.t.t. skipulagsskilmála og gera ekki athugasemd við að fallist sé á ósk húseigenda. Skipulagsfulltrúi vísaði erindinu til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs/bæjarstjórnar.
Með tilliti til framlagðra gagna er beiðni eigenda Árbrekku samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 600
Lagt fram minnisblað um Safnaklasa Vesturlands, ásamt drögum að samþykktum klasa safna, sýninga og setra á Vesturlandi, drögum að rekstraráætlun og fleiri gögnum.
Gert er ráð fyrir að aðild að félaginu (klasanum) geti átt söfn, setur og sýningar á Vesturlandi og að árgjald verði 60.000 kr.
Gert er ráð fyrir starfsmanni í 25% starf fyrir klasann, sem fyrst um sinn verði fjármagnað sem áhersluverkefni gegnum sóknaráætlun Vesturlands. Markmiðum starfsins er lýst í framlögðum gögnum.
Bæjarstjóra er falið að afla upplýsinga um hvernig fjármögnun sé hugsuð þegar áhersluverkefni lýkur.
Einnig verði óskað upplýsinga um hvað átt sé við með því sem fram kemur í framlögðu skjali um hlutverk og verkaskiptingu, þar sem segir að vinna þurfi að sameiginlegu varðveislusetri á Vesturlandi.
Fyrirliggjandi gögn að öðru leyti samþykkt samhljóða og þátttaka af hálfu Grundarfjarðarbæjar í stofnun safnaklasa Vesturlands.
-
Bæjarráð - 600
Lögð fram gögn um helstu samskipti sem átt hafa sér stað varðandi löggæslumál, þjónustu og aðstöðu í Grundarfirði. Farið yfir málið, en bæjarstjórn ræddi það á fundi sínum í janúar sl.
Lagt fram svar frá FSRE, Framkvæmdasýslu-Ríkiseignum, við fyrirspurn bæjarstjóra. Bæjarstjóri hefur ennfremur átt samtöl við lögreglustjóra um þjónustu og aðstöðu.
Bæjarráð veltir þeirri hugmynd upp til skoðunar, hvort skynsamlegt gæti verið að hafa sameiginlega miðstöð slökkviliðs, björgunarsveitar/slysavarnafélags, lögreglu og almannavarna.
-
Bæjarráð - 600
Lagt fram til kynningar yfirlit íþrótta- og tómstundafulltrúa yfir aðsóknartölur í Sundlaug Grundarfjarðar árið 2022.
Bæjarráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að skoða möguleikann á því að taka upp árskort í sundlauginni.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 600
Lögð fram til kynningar eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 14. nóvember 2022, vegna Íþróttamiðstöðvar Grundarfjarðar. Þau atriði sem gerð voru athugasemdir við hafa þegar verið lagfærð eða eru í framkvæmd, sbr. yfirstandandi endurbætur á tengigangi.
-
Bæjarráð - 600
Lagður fram til kynningar snjómoksturssamningur við JK&co slf.
-
Bæjarráð - 600
Lagður fram til kynningar sjómoksturssamningur við Tóma steypu ehf.
-
Bæjarráð - 600
Lagðir fram til kynningar minnispunktar bæjarstjóra frá fundi 17. jan. 2023 með Guðjóni Brjánssyni, verkefnastjóra á vegum SSV, um áhersluverkefni varðandi samþættingu í velferðarþjónustu.
-
Bæjarráð - 600
Lagt fram til kynningar fundarboð vegna fundar um öldrunarþjónustu, sem haldinn verður 3. febrúar nk. á Hótel Hamri í Borgarnesi, kl. 14.00.
Bæjarstjóri mun sækja fundinn.
-
Bæjarráð - 600
Lagt fram til kynningar fundarboð vegna fundarins.
Forseti óskaði eftir að tekinn yrði á dagskrá fundarins með afbrigðum, dagskrárliður fyrir kjör fulltrúa í ungmennaráð, skv. B lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar, sem yrði liður nr. 6 á fundinum. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur.
Samþykkt samhljóða.