Málsnúmer 2111012

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 253. fundur - 18.11.2021

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Skipulagsstofnunar dags. 1. nóvember sl. vegna Skipulagsdagsins 2021 sem haldinn var 12. nóvember sl.

Bæjarstjóri flutti erindi á ráðstefnunni undir yfirskriftinni "Grænn og heilsuvænn Grundarfjörður" og hefur það skírskotun í markmið í aðalskipulagi. Erindið fjallar um átaksverkefni bæjarstjórnar um gönguvænan Grundarfjörð; endurbætur stíga, gatna og tenginga, aðgengi og fleira.

Sjá slóð á erindi Skipulagsdagsins hér: https://www.skipulag.is/skipulagsstofnun/frettir/skipulagsdagurinn-glaerur-frummaelenda

Skipulags- og umhverfisnefnd - 231. fundur - 07.12.2021

Árlegur Skipulagsdagur Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga var haldinn 12. nóvember sl.

Bæjarstjóri flutti fjarerindi á ráðstefnunni undir yfirskriftinni "Grænn og heilsuvænn Grundarfjörður" og hefur það skírskotun í markmið í aðalskipulagi. Erindið fjallar um átaksverkefni bæjarstjórnar um gönguvænan Grundarfjörð; endurbætur stíga, gatna og tenginga, aðgengi og fleira.

Sjá slóð á erindi Skipulagsdagsins hér: https://www.skipulag.is/skipulagsstofnun/frettir/skipulagsdagurinn-glaerur-frummaelenda
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fyrir kynninguna en óskar jafnframt eftir því að fá erindið til umsagnar.