Bæjarráð - 581Marín Rós Eyjólfsdóttir, samskiptastjóri innanlandsdeildar hjá Unicef á Íslandi sat fundinn undir þessum lið gegnum fjarfundabúnað. Einnig sat fundinn undir þessum lið Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Marín Rós kynnti innleiðingu á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna gegnum verkefnið Barnvæn sveitarfélög.
Marín Rós var þakkað fyrir góða kynningu um áhugavert verkefni.
Umræður urðu um verkefnið, sem fundarmönnum líst afar vel á.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ákvörðun um hvort Grundarfjarðarbær eigi að taka þátt í verkefninu Barnvæn sveitarfélög verði tekin á næsta fundi.
Bæjarstjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að taka saman upplýsingar um mögulegt umfang, fyrirkomulag og ávinning af verkefninu.
Bæjarráð - 581Lagt fram yfirlit sem sýnir samanburð á launaáætlun og útgreiddum launum Grundarfjarðarbæjar niður á deildir janúar til desember 2021. Samkvæmt yfirlitinu eru raunlaun undir áætlun.
Bæjarráð - 581Í framhaldi af umræðu um leigutekjur á íbúðum eldri borgara I og II á 580. fundi bæjarráðs er lagt fram yfirlit Deloitte með samanburði á kostnaði slíkra íbúða í Grundarfirði og Snæfellsbæ.
Samkvæmt úttektinni duga leigutekjur ekki fyrir vaxtakostnaði og almennum rekstrarkostnaði. Viðhaldskostnaður, sem er mismunandi milli ára, eykur töluvert tap húseignanna.
Bæjarráð óskar eftir nánari gögnum, niðurbroti á íbúðir I og II og rekstrargreiningu aftur í tímann. Jafnframt óskar bæjarráð eftir ákveðnum skýringum/breytingu á yfirliti Deloitte.
Frekari umræðu vísað til næsta fundar bæjarráðs. Bókun fundarAllir tóku til máls.
Bæjarráð - 581Lagt fram til kynningar fundarboð og -gögn vegna ársfundar Svæðisgarðsins Snæfellsness sem haldinn var 20. desember sl., ásamt ársreikningi ársins 2020.