Málsnúmer 2201004FVakta málsnúmer
-
Bæjarráð - 582
Tilgangur samtalsins er að fara yfir stöðu og starfsemi UMFG og samskipti félags og bæjarins.
Formaður sagði að bæjarstjórn ynni að því að styðja betur við íþróttastarf og samstarf í íþróttamálum. Ráðinn hefði verið íþrótta- og tómstundafulltrúi í lok síðasta árs, sem mun auðvelda aukið samstarf bæjarins við íþrótta- og æskulýðsfélögin.
Sirrý fór yfir fjárhagslega stöðu og kostnað í rekstri UMFG. Á síðasta ári fór félagið af stað með rafíþróttir, sem í boði eru fyrir börn og ungmenni. Rafíþróttadeildin er nýjung og hefur farið vel af stað. Bæjarstjórn lagði félaginu til húsnæði undir starfsemina að Borgarbraut 18.
Farið var yfir framtíðarsýn og fjölmörg tækifæri til samstarfs og samlegðar í íþróttamálum. Farið var yfir samstarfsfleti sem tengjast notkun UMFG á íþróttahúsi og íþróttavelli, notkun vallarins, aðstöðu í íþróttahúsi, tæki og áhöld og fleira.
Vilji er til þess að gera samstarfssamning, þar sem kveðið væri á um skyldur og verkefni bæjarins og félagsins. Slíkur samningur myndi veita meiri fyrirsjáanleika fyrir samningsaðila. Ákveðið var að skoða það nánar og mun Sirrý formaður taka þetta upp við UMFG og í framhaldinu vera í sambandi við íþróttafulltrúa.
Íþrótta- og æskulýðsnefnd mun ennfremur verða sett inní þetta mál.
Bæjarráð þakkar stjórn UMFG fyrir vel unnin störf og Sirrý fyrir komuna á fundinn.
Bókun fundar
Til máls tóku JÓK, GS, HK, SÞ, UÞS og BÁ.
-
Bæjarráð - 582
Bæjarráð samþykkir að svæðið verði til reynslu nýtt í þessu skyni, fram í cirka miðjan apríl. Til stendur að nýta svæðið fyrir grenndargarða nk. vor/sumar með uppbyggðum beðum.
Bæjarráð leggur áherslu á að umsjón og umgengni sé í höndum notenda. Ennfremur er skilyrði að umgengni sé góð.
Bæjarstjóra er falið að ganga frá samkomulagi við fyrirspyrjanda á þessum nótum.
Samþykkt samhljóða.
Bókun fundar
Eftir fund bæjarráðs hafa komið fram frekari upplýsingar frá áhugasömum garðræktendum sem hafa áhuga á því að svæðið sé þeim aðgengilegt ekki bara frá vori að telja, heldur allan veturinn, til undirbúnings, s.s. til að byggja upp gróðurkassa og beð, undirbúa mold fyrir ræktun o.fl. Einn einstaklingur hafði komið upp gróðurkössum sl. sumar á svæðinu.
Bæjarstjórn fagnar því að aukinn áhugi og vilji sé til uppbyggingar grenndargarða á svæðinu til ræktunar matjurta.
Bæjarstjóri hefur verið í sambandi við fulltrúa ræktenda og fulltrúa hundaeigenda. Í ljósi framkominna upplýsinga og samtals við hagsmunaaðila samþykkir bæjarstjórn að svæðið standi ræktendum til boða til undirbúnings og væntir góðs samstarfs um grenndargarða á komandi vori og sumri.
Lagt til að bæjarráð taki málefni hundagerðis aftur til umfjöllunar og kanni hvaða aðrir möguleikar séu fyrir slíkt.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa hundaeigenda.
Samþykkt samhljóða.