255. fundur 20. janúar 2022 kl. 16:30 - 18:54 í Samkomuhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
 • Hinrik Konráðsson (HK)
 • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
 • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
 • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA)
  Aðalmaður: Rósa Guðmundsdóttir (RG)
 • Garðar Svansson (GS)
 • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
Starfsmenn
 • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
 • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína. Hún sagði frá afhendingu nýburagjafa á gamlársdag til barna sem fæddust á síðasta ári. Á gamlársdag fór einnig fram krýning íþróttamanns ársins, í Sögumiðstöðinni, en þrír íþróttamenn voru tilnefndir. Íþróttamaður Grundarfjarðarbæjar árið 2021 var Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir. Hvoru tveggja var lágstemmt þetta árið.

Bæjarstjóri sagði frá áramótakveðju Grundarfjarðarbæjar, söng og myndbandi, og áramótapistli bæjarstjóra sem birtur er á vef bæjarins og í styttri útgáfu í bæjarblaðinu Jökli.

Sjá nánar hér: https://www.youtube.com/watch?v=DNcSvaQMArg&t=8s

Hún sagði frá lekatjónum, annars vegar í lagnakjallara íþróttahúss sem olli tjóni í tónlistarskóla og líkamsrækt og hins vegar að Grundargötu 30. Einnig flæddi vatn yfir þjóðveginn við Gilós.

Bæjarstjóri sagði frá samtali sínu í vikunni við forstjóra Veitna ohf. um verkefnið sem í gangi er um skoðun á möguleikum fjarvarmaveitu í Grundarfirði. Ýmis viðbótargögn liggja fyrir og mun bæjarstjórn fá minnisblað í byrjun febrúar, auk þess sem stefnt er að fundi með forstjóra Veitna fyrrihlutann í febrúar til yfirferðar.

Byggingarfulltrúi hefur skilað rafrænni húsnæðisáætlun til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til yfirferðar og mun bæjarstjórn fá áætlunina til afgreiðslu á næstunni.

Bæjarstjóri fór yfir helstu verklegar framkvæmdir og fór m.a. yfir viðgerðir sem staðið hafa yfir á Grundargötu 30, frá gangstéttum og að komnir eru nýir ljósastaurar á hluta Grundargötu, sem mikill munur væri að. Hún sagði frá því að tilboð hefðu borist í nýja flotbryggju fyrir Grundarfjarðarhöfn, í sameiginlegu útboði Vegagerðarinnar fyrir nokkrar hafnir. Þá ræddi hún m.a. um starfsmannamál, en mönnun hefur verið erfið á köflum vegna forfalla, einnig sagði hún frá fundi með Símenntun Vesturlands.

Í tengslum við umræðu um fundarpunkta kom fram hjá SÞ að tveir fulltrúar RKÍ úr Grundarfirði hefðu sótt námskeið og væru hluti af nýju áfallateymi sem hafi verið sett á fót á Vesturlandi.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Umræða um sameiningarmál á Snæfellsnesi.

Forseti sagði frá fundi sem bæjarstjórnin bauð til, fulltrúum hinna sveitarfélaganna fjögurra, til að ræða um stöðu og framtíðarsýn í sameiningarmálum á Snæfellsnesi. Fulltrúar allra fimm sveitarfélaganna á Snæfellsnesi sátu fundinn, sem fram fór í FSN, þann 15. desember sl.

Jósef Kjartansson forseti bæjarstjórnar, Sævör Þorvarðardóttir bæjarfulltrúi og Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri sátu fundinn fyrir hönd Grundarfjarðarbæjar.

Fulltrúar Snæfellsbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps lýstu forsendum fyrir sínum sameiningarviðræðum en þar verður kosið um sameiningu í lok febrúar. Hið sama gerðu fulltrúar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar en þar fara fram kosningar um sameiningu í lok mars.

Fram kom að fundurinn hafi verið góður og upplýsandi. Fundarmenn töldu að þessar tvær sameiningar væru ekki endapunktur heldur þyrfti stærri sameiningu á svæðinu í framhaldinu. Ekki var þó tilgreint hvernig eða hve stór sú sameining ætti að vera.

Forseti lagði til að fundur bæjarstjórnar í apríl verði færður til vegna lögbundinna frídaga. Bæjarstjórnarfundur verður því 7. apríl. Maífund þarf líka að færa, en dagsetning verður ákveðin síðar.

Allir tóku til máls.

3.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer

Umræður um útsvarslíkan Analytica og málefni á sviði félagsþjónustu.

Allir tóku til máls.

4.Bæjarráð - 581

Málsnúmer 2201002FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 581. fundar bæjarráðs.
 • Bæjarráð - 581 Marín Rós Eyjólfsdóttir, samskiptastjóri innanlandsdeildar hjá Unicef á Íslandi sat fundinn undir þessum lið gegnum fjarfundabúnað. Einnig sat fundinn undir þessum lið Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.

  Marín Rós kynnti innleiðingu á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna gegnum verkefnið Barnvæn sveitarfélög.

  Marín Rós var þakkað fyrir góða kynningu um áhugavert verkefni.

  Umræður urðu um verkefnið, sem fundarmönnum líst afar vel á.

  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ákvörðun um hvort Grundarfjarðarbær eigi að taka þátt í verkefninu Barnvæn sveitarfélög verði tekin á næsta fundi.

  Bæjarstjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að taka saman upplýsingar um mögulegt umfang, fyrirkomulag og ávinning af verkefninu.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 581 Til stóð að eiga samtal við fulltrúa UMFG, en vegna forfalla varð ekki af því.

  Fundinn verður nýr tími fyrir samtal við UMFG.
 • Bæjarráð - 581 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
 • 4.4 2101005 Greitt útsvar 2021
  Bæjarráð - 581 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-desember 2021. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 2,5% miðað við árið 2020.

  Rætt um tekju- og íbúaþróun.
  Bókun fundar Allir tóku til máls.
 • 4.5 2106001 Launaáætlun 2021
  Bæjarráð - 581 Lagt fram yfirlit sem sýnir samanburð á launaáætlun og útgreiddum launum Grundarfjarðarbæjar niður á deildir janúar til desember 2021. Samkvæmt yfirlitinu eru raunlaun undir áætlun.
 • Bæjarráð - 581 Í framhaldi af umræðu um leigutekjur á íbúðum eldri borgara I og II á 580. fundi bæjarráðs er lagt fram yfirlit Deloitte með samanburði á kostnaði slíkra íbúða í Grundarfirði og Snæfellsbæ.

  Samkvæmt úttektinni duga leigutekjur ekki fyrir vaxtakostnaði og almennum rekstrarkostnaði. Viðhaldskostnaður, sem er mismunandi milli ára, eykur töluvert tap húseignanna.

  Bæjarráð óskar eftir nánari gögnum, niðurbroti á íbúðir I og II og rekstrargreiningu aftur í tímann. Jafnframt óskar bæjarráð eftir ákveðnum skýringum/breytingu á yfirliti Deloitte.

  Frekari umræðu vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  Bókun fundar Allir tóku til máls.

 • Bæjarráð - 581 Lagt fram til kynningar ársuppgjör Sjómannadagsráðs Grundarfjarðar vegna ársins 2020.
 • Bæjarráð - 581 Lagt fram til kynningar fundarboð og -gögn vegna ársfundar Svæðisgarðsins Snæfellsness sem haldinn var 20. desember sl., ásamt ársreikningi ársins 2020.

5.Bæjarráð - 582

Málsnúmer 2201004FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 582. fundar bæjarráðs.
 • Gestir fundarins eru Sigríður G. Arnardóttir formaður UMFG og Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi Grundarfjarðarbæjar.
  Formaður bauð þau velkomin.

  Bæjarráð - 582 Tilgangur samtalsins er að fara yfir stöðu og starfsemi UMFG og samskipti félags og bæjarins.

  Formaður sagði að bæjarstjórn ynni að því að styðja betur við íþróttastarf og samstarf í íþróttamálum. Ráðinn hefði verið íþrótta- og tómstundafulltrúi í lok síðasta árs, sem mun auðvelda aukið samstarf bæjarins við íþrótta- og æskulýðsfélögin.

  Sirrý fór yfir fjárhagslega stöðu og kostnað í rekstri UMFG. Á síðasta ári fór félagið af stað með rafíþróttir, sem í boði eru fyrir börn og ungmenni. Rafíþróttadeildin er nýjung og hefur farið vel af stað. Bæjarstjórn lagði félaginu til húsnæði undir starfsemina að Borgarbraut 18.

  Farið var yfir framtíðarsýn og fjölmörg tækifæri til samstarfs og samlegðar í íþróttamálum. Farið var yfir samstarfsfleti sem tengjast notkun UMFG á íþróttahúsi og íþróttavelli, notkun vallarins, aðstöðu í íþróttahúsi, tæki og áhöld og fleira.

  Vilji er til þess að gera samstarfssamning, þar sem kveðið væri á um skyldur og verkefni bæjarins og félagsins. Slíkur samningur myndi veita meiri fyrirsjáanleika fyrir samningsaðila. Ákveðið var að skoða það nánar og mun Sirrý formaður taka þetta upp við UMFG og í framhaldinu vera í sambandi við íþróttafulltrúa.

  Íþrótta- og æskulýðsnefnd mun ennfremur verða sett inní þetta mál.

  Bæjarráð þakkar stjórn UMFG fyrir vel unnin störf og Sirrý fyrir komuna á fundinn.

  Bókun fundar Til máls tóku JÓK, GS, HK, SÞ, UÞS og BÁ.

 • Fyrir lá beiðni/fyrirspurn um að fá að nýta svæði innan girðingar við aðveitustöðina gömlu efst á Borgarbraut til að viðra hunda og leyfa þeim að leika sér frjálsum.
  Bæjarráð - 582 Bæjarráð samþykkir að svæðið verði til reynslu nýtt í þessu skyni, fram í cirka miðjan apríl. Til stendur að nýta svæðið fyrir grenndargarða nk. vor/sumar með uppbyggðum beðum.
  Bæjarráð leggur áherslu á að umsjón og umgengni sé í höndum notenda. Ennfremur er skilyrði að umgengni sé góð.
  Bæjarstjóra er falið að ganga frá samkomulagi við fyrirspyrjanda á þessum nótum.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Eftir fund bæjarráðs hafa komið fram frekari upplýsingar frá áhugasömum garðræktendum sem hafa áhuga á því að svæðið sé þeim aðgengilegt ekki bara frá vori að telja, heldur allan veturinn, til undirbúnings, s.s. til að byggja upp gróðurkassa og beð, undirbúa mold fyrir ræktun o.fl. Einn einstaklingur hafði komið upp gróðurkössum sl. sumar á svæðinu.

  Bæjarstjórn fagnar því að aukinn áhugi og vilji sé til uppbyggingar grenndargarða á svæðinu til ræktunar matjurta.

  Bæjarstjóri hefur verið í sambandi við fulltrúa ræktenda og fulltrúa hundaeigenda. Í ljósi framkominna upplýsinga og samtals við hagsmunaaðila samþykkir bæjarstjórn að svæðið standi ræktendum til boða til undirbúnings og væntir góðs samstarfs um grenndargarða á komandi vori og sumri.

  Lagt til að bæjarráð taki málefni hundagerðis aftur til umfjöllunar og kanni hvaða aðrir möguleikar séu fyrir slíkt.

  Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa hundaeigenda.

  Samþykkt samhljóða.

6.Skólanefnd - 159

Málsnúmer 2111004FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 159. fundar skólanefndar.

 • Til stóð að skólanefnd færi í heimsókn í grunnskólann til að skoða framkvæmdir haustsins og aðstæður. Heimsókn er geymd, af sóttvarnarástæðum.  Skólanefnd - 159 Bæjarstjóri sagði frá því sem til stendur að gera í tengslum við 60 ára afmæli Grunnskólans, þann 6. janúar 2022.

  - Skólastjóri hefur upplýst að þann dag verði Grænfánaviðurkenning grunnskólans formlega samþykkt, eftir undirbúningsstarf sem staðið hefur yfir í haust.
  - Öll önnin verður lögð undir þemavinnu tengdri afmæli skólans og viðburðum og öðru dreift yfir önnina.
  - Gunnar Kristjánsson hefur tekið að sér að skrifa um sögu skólans, þ.e. 20 síðustu ár, til viðbótar við áður gerða samantekt sem hann vann þegar skólinn varð 40 ára árið 2002.
  - Stefnt verður að afmælishátíð eða einhvers konar samkomu þegar aðstæður leyfa.
 • Til kynningar áform í drögum að fjárhagsáætlun 2022, sem varða skóla og starfsemi á verksviði nefndarinnar. Skólanefnd - 159 Bæjarstjóri fór yfir helstu verkefni og framkvæmdir sem snúa að leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og Eldhömrum, auk íþróttahúss, á yfirstandandi ári, sem og að áformum í fjárhagsáætlun 2022.

  Rætt var um framkvæmdir og aðstöðu í skólunum.

 • Heiðdís Lind Kristinsdóttir leikskólastjóri kom á fundinn undir þessum lið. Ennfremur Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir fulltrúi foreldra.
  Formaður bauð þær velkomnar og Heiðdísi Lind, nýjan leikskólastjóra, velkomna á sinn fyrsta fund með skólanefnd.

  Skólanefnd - 159 Leikskólastjóri fór yfir minnispunkta sína, sem lágu fyrir fundinum. Þar kom eftirfarandi fram:

  - Þrír nýir nemendur eru nýbyrjaðir á músadeild. Heildarfjöldi nemenda er því 43.
  - Þrír starfsmenn eru á leið í fæðingarorlof, ein fór í haust. Búið er að auglýsa eftir afleysingu.
  - Covid hefur sett mikið strik í reikninginn undanfarnar vikur eins og þekkt er. Starfsfólk hefur gætt að sóttvörnum eins og hægt er og hefur staðið sig vel og á hrós skilið fyrir samstöðuna og sína vinnu.
  - Starfsfólk vinnur að því að innleiða "markvissa málörvun" í starfið.
  - Eftir áramót verður lögð áherslu á umhverfið innanhúss; hvernig hægt er að hafa það m.t.t barnanna; að dótið sé aðgengilegt, læsi sýnilegt í umhverfinu o.s.frv. Farið verður í þessa vinnu strax á starfsdegi 3. janúar.
  - Eldhúsið hefur verið talsverð áskorun undanfarið þar sem erfitt verið hefur verið að manna stöðu matráðs. Nú hefur það hinsvegar verið leyst.
  - Einnig hefur leikskólastjóri notið liðsinnis reynds leikskólastjóra/kennsluráðgjafa og hefur það reynst mjög vel. Til stóð að hún kæmi í heimsókn í nóvember, en ekkert varð úr því sökum Covid. Stefnt að því að hún verði hér 19. janúar og geti þá einnig átt samtal við starfsfólk og unnið með þeim. Leikskólastjóri segir mikilvægt og hollt að fá utanaðkomandi ráðgjöf reglubundið, þannig að sem best takist til við að byggja upp faglegt starf í leikskólanum.
  - Til stendur að fá Ásgarð, ráðgjafarfyrirtæki, í samvinnu vegna endurskoðunar á sérkennslumálum o.fl. Rætt var um sérkennsluviðmið/reglur og verklag.
  - Leikskólastjóri sagðist ánægð með þann stuðning sem hún hefur fengið frá bænum frá því að hún hóf störf, þar sem talsverðar áskoranir hafi blasað við í nýja starfinu.
  - Jólaball barnanna verður haldið í vikunni og verður það utandyra líkt og í fyrra.
  - Leikskólinn verður 45 ára í janúar og er verið að huga að afmæli, hvað skuli gera í tilefni dagsins - en það verður gert með fyrirvara um samkomutakmarkanir.

  Rætt var um ýmis atriði og m.a. um Karellen, kennsluumsjónar- og samskiptakerfi fyrir leikskóla, en áður hafði komið fram á fundi nefndarinnar að leikskólastjórar teldur þörf á nokkrum umbótum á því.

  Leikskólastjóra og fulltrúa foreldra var að lokum þakkað fyrir komuna og fyrir góðar umræður.
  Bókun fundar Til máls tóku JÓK, SGA, BÁ, UÞS og GS.
 • Minnisblað forstöðumanns FSS lagt fram þar sem farið er yfir skólaþjónustuþætti FSS og fyrirkomulag á haustmisseri 2021.
  Skólanefnd - 159 Bæjarstjóri sagði frá því að til stæði að halda fund með skólastjórnendum og skólaþjónustuhluta FSS.
 • Skólaþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem halda átti í nóvember var frestað. Það verður haldið 21. febrúar 2022. Skólanefnd - 159
 • Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneyti og 13 sveitarfélög eru samstarfsaðilar að verkefni sem gengur út á að skoða hvernig fjármunum í skólastarf er ráðstafað. Fyrir liggur skýrsla um málið.
  Skólanefnd - 159 Formaður sagði frá fundi fyrir Vesturland sem haldinn var á Akranesi í nóvember sl. Dræm mæting var á fundinn, líklega vegna aðstæðna í samfélaginu.
  Til stendur að farið verði í nánari vinnu við að greina ráðstöfun fjármuna og gæðamál í skólastarfi.
 • Í tilkynningu Sambandsins kemur fram að úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2022-2023 sé lokið.
  Skólanefnd - 159
 • Lögð fram tilkynning um áhrif reglugerðar um skoðun ökutækja sem tók gildi 1. maí 2021. Tiltekin ákvæði reglugerðarinnar koma ekki til framkvæmda fyrr en 1. janúar 2022. Í reglugerðinni eru breytingar sem snúa sérstaklega að skólabifreiðum.
  Skólanefnd - 159 Bæjarstjóri sagði frá því að í haust hefði verið samið við foreldra skólabarna um akstur úr dreifbýli, en nú koma þrjú börn í grunnskólanum úr dreifbýlinu (þ.e. búa utan skilgreindra þéttbýlismarka). Akstur skólabifreiðar skv. útboði og samningi væri því ekki í vetur.

7.Unicef Ísland - Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 2002037Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn frá bæjarstjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa með upplýsingum um mögulegt umfang, fyrirkomulag og ávinning af því að gerast Barnvænt sveitarfélag.

Tekin fyrir tillaga bæjarráðs sem leggur til við bæjarstjórn að ákvörðun um hvort Grundarfjarðarbær eigi að taka þátt í verkefninu Barnvæn sveitarfélög verði tekin á næsta fundi.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um að Grundarfjarðarbær taki þátt í verkefninu Barnvæn sveitarfélög. Bæjarstjórn felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að taka að sér umsjón verkefnisins.

Samþykkt samhljóða.

8.Heildarstefna fyrir Grundarfjarðarbæ

Málsnúmer 1903009Vakta málsnúmer

Lögð fram drög starfshóps um svonefnda "heildarstefnu", en starfshópurinn fundaði sl. sunnudag. Hópurinn leggur til að bæjarstjórn samþykki að senda drögin til fastanefnda bæjarins, til skoðunar og umsagnar. Nefndirnar fari yfir drögin og ef þeim finnst ástæða til, þá geri þær tillögu um viðbótaraðgerðir í stefnunni.

Nefndirnar skili tillögum sínum í síðasta lagi 4. febrúar nk. þannig að bæjarstjórn geti afgreitt stefnuna á fundi sínum þann 10. febrúar nk.

Samþykkt samhljóða.

Allir tóku til máls.

9.Samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar og erindisbréf nefnda

Málsnúmer 2201015Vakta málsnúmer

Lagt til að bæjarstjórn samþykki að fela fastanefndum að yfirfara og gera tillögur um breytingar á erindisbréfum ef þær sjá þörf á því.

Nefndir hafi hliðsjón af breytingum sem hafa orðið á starfsmönnum nefnda og nýjum embættum og taki tillit til nýrra verkefna sem þeim hefur verið falið að annast, nýrra lagaákvæða eftir atvikum o.fl.

Æskilegt er að nefndir hafi lokið þessari yfirferð um miðjan mars nk.

Samþykkt samhljóða.

Jafnframt lagt til að byrjað verði að yfirfara samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar, með það fyrir augum að nauðsynlegar breytingar á henni verði tilbúnar og lagðar fyrir bæjarstjórnarfund í apríl og maí nk. Bæjarráð fjalli um samþykktirnar og geri tillögu til bæjarstjórnar um breytingar. Skrifstofustjóri haldi utan um breytingar sem gera þarf og frágang þeirra.

Samþykkt samhljóða.

10.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - tímabundin heimild fjarfunda

Málsnúmer 2111024Vakta málsnúmer

Auglýsing ráðherra um tímabundna heimild til fjarfunda var lögð fyrir fund bæjarstjórnar í nóvember. Heimild ráðherra gildir til loka janúar, en væntanlega mun koma ný sambærileg heimild.

Lagt til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi viðbótarbókun:

Svo að tryggja megi starfhæfi bæjarstjórnar og fastanefnda Grundarfjarðarbæjar og til að auðvelda ákvarðanatöku, samþykkir bæjarstjórn að heimilt sé að fundir bæjarstjórnar og hjá fastanefnda bæjarins verði haldnir sem fjarfundir, eftir þeim reglum og leiðbeiningum sem um slíka fundi gilda hverju sinni.

Samþykkt samhljóða.

11.Mannvit - Umhverfismat tillögu að nýrri svæðisáætlun 2021-2032 fyrir suðvesturhornið

Málsnúmer 2110016Vakta málsnúmer

Lagt fram kynningarbréf um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs, unnið af Mannviti sem umhverfismat að nýrri svæðisáætlun 2021-2032 fyrir suðvesturhornið. Óskað er eftir umsögn um tillöguna fyrir 21. janúar nk.

Bæjarstjórn felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs yfirlestur og umsögn um tillöguna og tekur hana að því búnu til umsagnar.

Samþykkt samhljóða.

12.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Úthlutun byggðakvóta 2021-2022

Málsnúmer 2201011Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðneytsins, dags. 21. desember sl., um úthlutun byggðakvóta 2021-2022, ásamt auglýsingu og leiðbeiningum um sérreglur byggðakvóta.

Ekki er lengur þörf á að sveitarstjórnir sæki sérstaklega um byggðakvóta, heldur úthlutar ráðuneytið tilkynnir sveitarstjórnum hversu miklar aflaheimildir koma í hlut hvers byggðarlags sem undir þær falla, sbr. meðfylgjandi tilkynningu.

Þar sem endanleg úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2021-2022 liggur fyrir er sveitarfélögum gefinn frestur til 21. janúar nk. til að senda ráðuneytinu tillögur um sérreglur.

Forseti leggur til að fylgt verði framkvæmd síðustu ára og að ekki verði óskað eftir sérreglum um úthlutun byggðakvóta.

Samþykkt samhljóða.

13.Creditinfo - Fjölmiðlaskýrsla 2021

Málsnúmer 2201002Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fjölmiðlaskýrsla Creditinfo vegna ársins 2021.

14.Félagsmálanefnd Snæfellinga - Fundargerð 197. fundar

Málsnúmer 2111029Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 197. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, sem haldinn var 9. nóvember sl.

15.Breiðafjarðarnefnd - Fundargerðir

Málsnúmer 2101034Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 197. fundar Breiðafjarðarnefndar, sem haldinn var 30. nóvember sl.
Fylgiskjöl:

16.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Fundargerð 166. fundar

Málsnúmer 2201012Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 166. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, sem haldinn var 22. mars 2021.

17.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Fundargerð 171. fundar

Málsnúmer 2112032Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 171. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, sem haldinn var 13. desember sl., ásamt eftirlitsskýrslu Sorpurðunar Vesturlands, dags. 20. október sl.

18.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - Fundargerð 64. stjórnarfundar

Málsnúmer 2112028Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 64. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, sem haldinn var 13. desember sl.

19.Samband íslenskra sveitarfélaga - Grunnskólakennarar og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifa undir nýjan kjarasamning

Málsnúmer 2201013Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar nýr kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag grunnskólakennara sem undirritaður var 30. desember sl. Samningurinn var felldur af kennurum.

20.Samband íslenskra sveitarfélaga - Ný útgáfa af útsvarslíkani Analytica

Málsnúmer 2201010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um nýja útgáfu af útsvarslíkani Analytica.

21.Félagsmálaráðuneytið - Samráðsvettvangur ráðuneytis skóla- og barnamálaráðherra

Málsnúmer 2201003Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur forstöðumanns FSS um samráðsvettvang félagsmálaráðuneytis á vegum skóla- og barnamálaráðherra.

22.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 904. fundar stjórnar

Málsnúmer 2112031Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 904. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 10. desember sl.

23.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 905. fundar stjórnar

Málsnúmer 2201016Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 905. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 14. janúar sl.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:54.