Málsnúmer 2201007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 256. fundur - 10.02.2022

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 583. fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 583 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • Bæjarráð - 583 Lagðar fram bráðabirgðatölur um greitt útsvar í janúar 2022.
  • Bæjarráð - 583 Lagt fram yfirlit um sundurliðun kostnaðar íbúða eldri borgara niður á hverja íbúð og samantekt á húsum. Jafnframt lögð fram drög að samningi (sýnishorn) um íbúð eldri borgara.

    Sett niður frekari atriði sem eru til skoðunar hjá bæjarráði og umræðu vísað til næsta fundar.
  • Bæjarráð - 583 Lögð fram drög að húsnæðisáætlun 2022, sem send hefur verið til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til skoðunar.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Málið er til afgreiðslu síðar á fundinum.
  • Bæjarráð - 583 Marta Magnúsdóttir sat fundinn undir þessum lið, gegnum fjarfundabúnað, vegna erindis sem hún sendi inn um mögulegan stað fyrir hundagerði. Framhald umræðu frá síðustu fundum bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Umræður urðu um mögulega staðsetningu hundagerðis og kostnað við uppsetningu. Marta taldi að hundagerði þyrfti að vera staðsett í göngufæri við þéttbýlið.

    Mörtu var þakkað fyrir komuna á fundinn.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs um að kanna mögulega staðsetningu fyrir hundagerði.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 583 Rætt um fyrirhugaða kynningarfundi fyrir nýja íbúa, erlenda sem innlenda, sem eru í undirbúningi.

    Lagt er til að útbúið verði kynningarefni fyrir nýja íbúa, þar sem kynnt er helsta þjónusta bæjarins. Einblöðungur sem sendur yrði á hvern nýjan íbúa sem flytur í bæinn.

    Bæjarráð óskar eftir því við menningarnefnd að hún taki málefnið til umfjöllunar og geri tillögur að útfærslu.

    Samþykkt samhljóða.

  • Bæjarráð - 583 Bæjarráð ræddi um fjarskiptasamband innanbæjar. Borið hefur á truflunum að undanförnu og óviðunandi netsambandi í hluta bæjarins. Bæjarstjóri hefur leitað skýringa hjá Símanum. Áður hefur verið rætt um óviðunandi farsímasamband á þjóðvegum.

    Málið er til frekari skoðunar og kemur til ályktunar hjá bæjarstjórn að undangenginni frekari upplýsingaöflun.
    Bókun fundar Málið er til umræðu síðar á fundinum.
  • Bæjarráð - 583 Umræða og yfirferð um breytingar á samþykktum um stjórn Grundarfjarðarbæjar og erindisbréfum nefnda, en bæjarstjórn óskaði eftir tillögum frá fastanefndum og ráðum.
  • Bæjarráð - 583 Lögð fram beiðni Dróma Ómars Haukssonar um fjárstyrk og aðstoð við að vinna stuttmynd sem útskriftarverkefni.

    Bæjarráð hefur nú þegar úthlutað fjárstyrkjum ársins 2022, en mun vera umsækjanda innan handar ef þörf krefur, í samráði við starfsfólk bæjarins.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 583 Lögð fram umsókn um íbúð fyrir eldri borgara nr. 108 að Hrannarstíg 18. Íbúðin hefur staðið auð í ellefu mánuði.

    Bæjarráð samþykkir að úthluta umsækjanda íbúðinni í samræmi við reglur um úthlutun íbúða eldri borgara og felur skrifstofustjóra að ganga frá samningi.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 583 Lögð fram heildarstefna fyrir Grundarfjarðarbæ sem bæjarstjórn sendi til skoðunar hjá nefndum og ráðum.

    Bæjarráð fór yfir framlagt vinnuskjal frá stýrihópi um heildarstefnu. Bæjarráð hefur ábendingu um eitt atriði inní skjalið - sem komið verður á framfæri.

  • Bæjarráð - 583 Lagt fram til kynningar bréf HMS dags. 13. júlí 2021 um úttekt á Slökkviliði Grundarfjarðar 2021. Í úttektinni er listi yfir atriði sem kallast "frávik" frá reglum. Bæjarstjóri hefur óskað eftir yfirliti slökkviliðsstjóra og rýni á hvert atriði. Yfirlit hans verður lagt fyrir bæjarráð.
  • Bæjarráð - 583 Lagt fram til kynningar bréf Umboðsmanns barna dags. 28. janúar sl. um mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og rétt þeirra til þátttöku og áhrifa.

    Bæjarráð vísar bréfinu til skoðunar og úrvinnslu hjá umsjónarmanni verkefnisins um barnvænt sveitarfélag og tilvonandi stýrihópi.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 583 Lögð fram til kynningar fundargerð umræðuhóps um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar sem þjóni sveitarfélögum á landsbyggð, sem haldinn var 26. janúar sl. Stofnfundurinn verður haldinn 15. febrúar nk.

    Málið kemur til ákvörðunar hjá bæjarstjórn í næstu viku.
  • Bæjarráð - 583 Lagt fram til kynningar bréf Bjargs, íbúðafélags, dags. 31. janúar sl., um samstarf um uppbyggingu leiguíbúða, ásamt kynningu Bjargs, íbúðafélags 2022.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, VSM og BÁ.
  • Bæjarráð - 583 Bæjarstjóri sagði frá greiðslu fjárstyrks sem fenginn var vegna fráveituframkvæmda 2020 og 2021. Fjárstyrkurinn, 30%, fékkst vegna kostnaðar við framkvæmdir sem tilheyra blágrænum ofanvatnslausnum í göturýmum og hófust á árinu 2021.

  • Bæjarráð - 583 Lagður fram til kynningar samningur við Vegagerðina um veghald þjóðvegar í þéttbýli 2021.
    Bókun fundar Allir tóku til máls.
  • Bæjarráð - 583 Lögð fram til kynningar auglýsing Grundarfjarðarbæjar með lista yfir störf sem undanskilin eru verkfallsheimild.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, VSM, BÁ, GS og UÞS.
  • Bæjarráð - 583 Lagður fram til kynningar vinnslusamningur við Wise lausnir, eftir yfirferð persónuverndarfulltrúa bæjarins.
  • Bæjarráð - 583 Lagður fram til kynningar vinnslusamningur við One Systems, eftir yfirferð persónuverndarfulltrúa bæjarins.

  • Bæjarráð - 583 Lagður fram til kynningar vinnslusamningur við Stefnu ehf., eftir yfirferð persónuverndarfulltrúa bæjarins.

  • Bæjarráð - 583 Lagðar fram til kynningar niðurstöður könnunar vegna styttingar vinnuvikunnar sem gerð var á haustmánuðum.

    Könnunin var lögð fyrir um miðjan september og var opin fram í miðjan október. Alls 44 starfsmenn fengu senda könnunina og tóku 33 þátt, sem er 75% svarhlutfall. Af þeim sem tóku afstöðu taldi meirihluti styttingu vinnutíma hafa aukið starfsánægju sína og lífsgæði. Þá kom fram að meiri hluti starfsmanna taldi hafa tekist vel til um styttingu vinnutíma á sínum vinnustað.
    Bókun fundar Allir tóku til máls.