Málsnúmer 2202003

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 583. fundur - 02.02.2022

Lögð fram til kynningar fundargerð umræðuhóps um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar sem þjóni sveitarfélögum á landsbyggð, sem haldinn var 26. janúar sl. Stofnfundurinn verður haldinn 15. febrúar nk.

Málið kemur til ákvörðunar hjá bæjarstjórn í næstu viku.

Bæjarstjórn - 256. fundur - 10.02.2022

Lögð fram fundargerð umræðuhóps um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar sem þjóni sveitarfélögum á landsbyggð, sem haldinn var 26. janúar sl. Stofnfundurinn verður haldinn 15. febrúar nk. Málið var tekið til umfjöllunar í bæjarráði og er hér til ákvörðunar í bæjarstjórn.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn sér ekki forsendur fyrir því að ganga inn í húsnæðissjálfseignarstofnun
sem stofnaðili að svo komnu máli en mun fylgjast með framvindu verkefnisins.

Samþykkt samhljóða.