Málsnúmer 2203006

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 584. fundur - 03.03.2022

Fyrir fundinum lá samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og yfirlýsing Evrópsku sveitarfélagasamtakanna, sjá:
https://www.samband.is/frettir/stjorn-sambandsins-fordaemir-innras-russa-i-ukrainu/

Formaður kynnti tillögu að bókun bæjarráðs.

Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði þjóðarinnar. Bæjarráð lýsir yfir fullum stuðningi við úkraínsku þjóðina og tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga.
Hana má lesa hér: https://www.ccre.org/en/actualites/view/4268

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 585. fundur - 22.03.2022

Lögð fram svör félagsmálaráðuneytis í tölvupósti 18. mars sl. við spurningum frá bæjarstjóra um ýmis atriði varðandi framkvæmd við móttöku flóttafólks frá Úkraínu.
Auk svara ráðuneytisins bendir ráðuneytið á vefinn:
https://www.mcc.is/fagfolk/