584. fundur 03. mars 2022 kl. 16:30 - 20:44 á fjarfundi
Nefndarmenn
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) formaður
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.
Fundurinn er fjarfundur og eru allir fundarmenn á Teams.

1.Samband íslenskra sveitarfélaga - Samþykkt stjórnar Sambandsins og yfirlýsing CEMR vegna Úkraínu

Málsnúmer 2203006Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og yfirlýsing Evrópsku sveitarfélagasamtakanna, sjá:
https://www.samband.is/frettir/stjorn-sambandsins-fordaemir-innras-russa-i-ukrainu/

Formaður kynnti tillögu að bókun bæjarráðs.

Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði þjóðarinnar. Bæjarráð lýsir yfir fullum stuðningi við úkraínsku þjóðina og tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga.
Hana má lesa hér: https://www.ccre.org/en/actualites/view/4268

Samþykkt samhljóða.

2.HMS - Úttekt á starfsemi Slökkviliðs Grundarfjarðar

Málsnúmer 2107013Vakta málsnúmer

Valgeir Þór Magnússon slökkviliðsstjóri kom inná fundinn undir þessum lið og var hann boðinn velkominn.

Fyrir fundinum lá úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) á Slökkviliði Grundarfjarðar, gerð 2. júní 2021, sbr. bréf HMS í júlí 2021.

Ennfremur lágu fyrir bæjarráði athugasemdir slökkviliðsstjóra við einstökum atriðum í úttektarskýrslunni. Auk þess skjal bæjarstjóra, eftir yfirferð hennar og slökkviliðsstjóra, þar sem sett eru fram drög að svörum til HMS um þau atriði í skýrslunni sem ástæða er til að bregðast við.

Slökkviliðsstjóri og bæjarstjóri fóru yfir framangreind atriði, sem þau telja ástæðu til að bregðast við skv. úttekt HMS.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá svörum til HMS, á grunni fyrirliggjandi draga, með þeim ábendingum sem fram komu á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Valgeiri var þakkað fyrir yfirferðina.

Gestir

  • Valgeir Þór Magnússon slökkviliðsstjóri - mæting: 16:40

3.Grundarfjarðarbær - Nýr Avant - vélakaup

Málsnúmer 2202025Vakta málsnúmer

Valgeir, sem einnig er verkstjóri áhaldahúss, sat fundinn áfram undir þessum lið.

Bæjarstjóri kynnti kaup bæjarins á Avant liðléttingi sem gerð voru í liðinni viku.
Um er að ræða Avant 760l, nýtt tæki, keypt af Íslyft ehf. skv. tilboði. Vélinni fylgir ámokstursskófla. Einnig var keypt sturtukerra, Avant, sem passar við vélina.

Í framhaldinu verður eldri Avant vél bæjarins seld.

Áður höfðu bæjarfulltrúar fengið upplýsingar um kaupin og gefið rafrænt samþykki, en vélakaupin eru á fjárhagsáætlun bæjarins 2022.

Sjá einnig umfjöllun undir dagskrárliðnum Fjárhagsáætlun 2022 hér síðar á fundinum.
Bæjarráð fór yfir vélakaupin.

Hér vék Valgeir Þór Magnússon af fundi og var honum þökkuð koman.

Gestir

  • Valgeir Þór Magnússon verkstjóri áhaldahúss

4.Framkvæmdir 2022

Málsnúmer 2202026Vakta málsnúmer

Fannar Þór Þorfinnsson byggingarfulltrúi kom inná fundinn undir þessum lið og var hann boðinn velkominn.

Fannar fór yfir stöðu helstu framkvæmda bæjarins.
Fannar sagði m.a. frá eftirtöldum framkvæmdum og verkefnum:

Grunnskólinn;
- endurbætur á neðra anddyri skólahúss, þar sem skipt verður um hurðir/hurðavegg og gerðar breytingar á rýminu
- þakskipti á tengibyggingu milli íþróttahúss og grunnskóla, auk breytinga vegna frágangs neyðarútgangs frá efri hæð grunnskóla út á þak tengibyggingarinnar.
- áframhaldandi utanhússviðgerðir á múrverki, t.d. á tengiganginum yfir í íþróttahúsið

Íþróttahús
- þarfagreining v. grófhönnunar nýs anddyris/móttöku
- undirbúningur útboðs á klæðningu á austurhlið hússins, gluggum o.fl. (Efla er að vinna útboðsgögn)
- viðgerðir á múrverki þeirrar hliðar íþróttahúss sem snýr út í sundlaugargarðinn

Samkomuhús
- lagfæringar innanhúss eftir vatnstjón á árinu 2021, einkum eldhús, rými baksviðs og framhlið á sviði. Sjá einnig umfjöllun undir fjárhagsáætlun 2022, hér síðar á fundinum.
- þakskipti á eldri hluta hússins, en útboð fór fram og bárust 3 tilboð sem opnuð voru þann 28. febrúar sl.

Fráveita
- myndataka og fóðrun lagna í og kringum Sæból austanvert.
- fráveitulausn fyrir nýtt hús við Grundargötu 12-14

Leikskólinn
- skipta átti um girðingu og var leitað tilboða í verðkönnun. Ekkert tilboð barst þann 24. febrúar sl., að loknum tilboðsfresti.

Grundargata 30
- lagfæring á veggjum og þaki í okkar rými
- þarfagreining sbr. fund starfshóps um samvinnurými.

Geymslusvæði í iðnaðarhverfi
- leggja á rafmagn á svæðið, þannig að hægt verði að bjóða rafmagnstengingar fyrir þá sem geyma t.d. báta á svæðinu
- bærinn hefur keypt lítinn "skúr" af höfninni, sem nýttur verður til að hýsa rafmagnstöflu og búið er að panta eftirlitsmyndavélar sem eiga að koma á svæðið. Sjá einnig umfjöllun undir fjárhagsáætlun 2022.

Umræða varð um ofangreindar framkvæmdir og fleiri.

Fannari Þór var þakkað fyrir upplýsingarnar.

Gestir

  • Fannar Þór Þorfinnsson byggingarfulltrúi - mæting: 18:00

5.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Grunnskóli Grundarfjarðar, úttektarskýrsla ágúst 2021

Málsnúmer 2203005Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi, Fannar Þór Þorfinnsson, sat fundinn áfram undir þessum lið.

Lögð fram til kynningar úttektarskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands (HeV) á húsnæði og aðstöðu Grunnskóla Grundarfjarðar, en úttekt fór fram í ágúst 2021. Grunnskólinn hefur gilt starfsleyfi HeV.

Gestir

  • Fannar Þór Þorfinnsson byggingarfulltrúi

6.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Íþróttamannvirki Grundarfjarðar, úttektarskýrsla júlí 2021

Málsnúmer 2203004Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi, Fannar Þór Þorfinnsson, sat fundinn áfram undir þessum lið.

Lögð fram til kynningar úttektarskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands (HeV) á húsnæði og aðstöðu Íþróttahúss og sundlaugar Grundarfjarðar, en úttekt fór fram í júlí 2021. Íþróttamannvirki hafa gilt starfsleyfi HeV.



7.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Leikskólinn Sólvellir lokaskýrsla

Málsnúmer 2111008Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi, Fannar Þór Þorfinnsson, sat fundinn áfram undir þessum lið.

Lögð fram til kynningar úttektarskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands (HeV) á húsnæði og aðstöðu Leikskólans Sólvalla, en úttekt fór fram í febrúar 2021. Leikskólinn hefur gilt starfsleyfi HeV.

8.Gámastöð úttektarskýrsla Heilbrigðiseftirlits

Málsnúmer 2112011Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi, Fannar Þór Þorfinnsson, sat fundinn áfram undir þessum lið.

Lögð fram til kynningar úttektarskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands (HeV) á aðstöðu gámastöðvarinnar (sorpmóttöku) sem er í eigu Grundarfjarðarbæjar, en rekstraraðili f.h. bæjarins er Íslenska gámafélagið ehf. Úttekt fór fram í nóvember 2021.
Stöðin hefur gilt starfsleyfi HeV.

Hér vék Fannar Þór af fundi og var honum þökkuð koman.

9.Lausafjárstaða 2022

Málsnúmer 2202006Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

10.Greitt útsvar 2022

Málsnúmer 2202005Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-febrúar 2022.

Samkvæmt yfirlitinu lækkaði greitt útsvar í janúar og febrúar 2022 samanlagt um 8,8% miðað við sama tímabil í fyrra. Samanburðurinn er þó ekki að öllu leyti tækur þar sem gerðar voru leiðréttingar á útsvarinu í upphafi árs 2021.

Hækkun á landsvísu á sama tímabili er 2,2%.

11.Fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 2108010Vakta málsnúmer


Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um nokkrar fjárfestingar og framkvæmdir sem mögulega kalla á aukafjárveitingu með viðaukum, sbr. einnig umræðu hér að framan. Meðal annars er um að ræða framkvæmdir sem gert var ráð fyrir á síðasta ári, en færast yfir á þetta ár. Kaup á Avant (sbr. dagskrárlið 2) verða um 0,5 millj. yfir áætlun, vegna kaupa á stærri vél og á kerru. Auk þess viðbótarfjárveiting til Leikskólans.
Sett fram með fyrirvara um skoðun á öðrum þáttum fjárhagsáætlunar, einnig tekjum.

12.Fjarskiptasamband í Grundarfirði

Málsnúmer 2202004Vakta málsnúmer

Bæjarráð tók til áframhaldandi umræðu, fjarskiptamál í Grundarfirði.

Fyrir fundinum lágu eftirfarandi gögn:

- Samanteknar ábendingar íbúa um fjarskiptasamband í Grundarfirði, dags. 4. febrúar 2022
- Minnisblað og fylgiskjal, frá Raftel um ljósleiðaramál í þéttbýli
- Vinnuskjal frá bæjarstjóra, drög að áætlun bæjarstjórnar um hvernig ýta megi undir umbætur í fjarskiptamálum í Grundarfirði.
Bæjarstjóri sagði frá samskiptum sínum við Símann um fjarskiptasamband í Grundarfirði og við Mílu um áætlanir um uppbyggingu ljósleiðara.

Bæjarráð ræddi framlögð drög að áætlun um hvernig ýta megi undir umbætur í fjarskiptamálum í Grundarfirði.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að ganga frá þeim sem tillögu fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

13.Nýir íbúar - kynningarmál

Málsnúmer 2202008Vakta málsnúmer

Á döfinni eru fundir og vinna í verkefni sem bærinn er þátttakandi í "Let´s come together" þar sem unnið verður með íbúum af erlendum uppruna. Markmiðið er að auka tengsl á milli íbúa í samfélaginu.

Fyrsti fundur er fyrirhugaður þann 8. mars nk.
Sjá slóð á hóp á Facebook verkefnisins hér:
https://www.facebook.com/groups/969867807222711/

Bæjarstjóri kynnti málið.

14.Hrannarstígur 18 íbúð 108

Málsnúmer 2102036Vakta málsnúmer

Búseturéttarsamningur um íbúð 108 lagður fram til kynningar.

15.Þjóðskrá Íslands - Skýrsla fyrir Grundarfjarðarbæ

Málsnúmer 2202014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla keyrð út af vef Þjóðskrár um helstu kennitölur varðandi Grundarfjörð, íbúaþróun, fasteignaviðskipti, o.fl.

https://storage.googleapis.com/a2p-v2-storage/aa2a8cdb-5d3a-4031-8be2-956261b6a043

16.Skotfélag Snæfellsness - Upplýsingapóstur 27. jan. 2022, uppbygging á starfssvæði

Málsnúmer 2202009Vakta málsnúmer

Lagður fram upplýsingapóstur frá Skotfélagi Snæfellsness þar sem segir m.a. frá PRC skotmóti sem halda á 25. júní nk.

17.FSN - Skólaakstur - útboð og uppgjör

Málsnúmer 2202010Vakta málsnúmer

Lagt fram uppgjör FSN fyrir hluta Grundarfjarðarbæjar í kostnaði við skólaakstur FSN á haustönn 2020 og vorönn 2021. Einnig yfir hlutdeild bæjarins í kostnaði við útboð skólaaksturs haustið 2021.

18.Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - Barnamenningarverkefni

Málsnúmer 2202018Vakta málsnúmer

Kynntar upplýsingar um barnamenningarverkefnið List fyrir alla.
Sjá nánar:
https://listfyriralla.is/umsokn/
Fylgiskjöl:

19.Sorpurðun Vesturlands - Borgaðu þegar þú hendir

20.Innviðaráðuneyti - Bréf EFS til allra sveitarfélaga um almennt eftirlit á árinu 2022

Málsnúmer 2202027Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga til sveitarstjórna.


21.Lánasjóður sveitarfélaga - Bréf til allra sveitastjórna frá Kjörnefnd Lánasjóðsins

Málsnúmer 2202022Vakta málsnúmer

Stjórn Lánasjóðsins auglýsir eftir framboðum sveitarstjórnarmanna til stjórnar sjóðsins.
Erindi lagt fram til kynningar.

22.Rannsóknarmiðstöð Íslands - Vefstofa Erasmus náms- og þjálfunarverkefni

Málsnúmer 2202002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Rannís:

"Landskrifstofa Erasmus vekur athygli á að umsóknarfrestur til að sækja um styrki til Erasmus náms- og þjálfunarverkefna er 23. febrúar 2022. Núna þegar við sjáum fram á að heimsfaraldurinn sé á undanhaldi munu tækifærin fyrir evrópskt og alþjóðlegt samstarf aftur verða fjölmörg og spennandi."

Sjá nánar:
https://www.erasmusplus.is/frettir-og-vidburdir/frettir/verid-velkomin-a-vefstofur-fyrir-umsaekjendur-um-erasmus-og-european-solidarity-corps-i-februar-2022

23.Liston - Ársyfirlit 2021

Málsnúmer 2202023Vakta málsnúmer

Ársyfirlit vegna ársins 2021 lagt fram.

24.Félag eldri borgara - Ársyfirlit 2019-2021

Málsnúmer 2202024Vakta málsnúmer

Lagt fram ársyfirlit Félags eldri borgara í Grundarfirði 2019-2021.
Fundargerð lesin yfir og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 20:44.