Málsnúmer 2203050

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 259. fundur - 07.04.2022

Lagt fram til kynningar erindi stjórnar átaksins "Römpum upp Ísland" um aðgengismál og styrki til að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða á fjölförnum stöðum í þéttbýli á landsbyggðinni. Erindið er sent sveitarfélögum til kynningar.

Bæjarstjórn felur umhverfis- og skipulagssviði að skrá sveitarfélagið til þátttöku í verkefninu Römpum upp Ísland og kanna með hugsanlega styrki til að framkvæma úttekt á aðgengismálum í eða við opinberar byggingar og mannvirki í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 235. fundur - 12.04.2022

Lagt fram til kynningar erindi frá stjórn verkefnisins "Römpum upp Ísland", sem jafnframt var lagt fram á 259. fundi bæjarstjórnar þann 7. apríl sl.

Bæjarstjórn fól þá umhverfis- og skipulagssviði að skrá sveitarfélagið til þátttöku í verkefninu "Römpum upp Ísland" og í framhaldinu að athuga hugsanlega styrki til þess að framkvæma úttekt á aðgengismálum í og við opinberar byggingar og mannvirki í sveitarfélaginu.