235. fundur 12. apríl 2022 kl. 16:30 - 20:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Bjarni Sigurbjörnsson (BS) formaður
 • Vignir Smári Maríasson (VSM) varaformaður
 • Runólfur J. Kristjánsson (RJK)
 • Helena María Jónsdóttir (HMJ)
 • Eymar Eyjólfsson (EE)
Starfsmenn
 • Þuríður Gía Jóhannesdóttir (ÞGJ) starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
 • Kristín Þorleifsdóttir (KÞ) sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
 • Fannar Þór Þorfinnsson (FÞÞ) byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Formaður bauð fundarmenn velkomna og gengið var til dagskrár.

1.Ártún 1 - stöðuleyfi fyrir gáma

Málsnúmer 2203044Vakta málsnúmer

Almenna umhverfisþjónustan ehf. sækir um stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir tvo 40 feta gáma á lóð sinni, Ártúni 1. Fyrirhugað er að byggja nýtt hús á lóðinni en óskað er eftir stöðuleyfi gáma til bráðabirgða.

Í lið 3.4 í greinargerð með gildandi deiliskipulagi frá 1999 segir: "Á lóðum er óheimilt að geyma gáma. Þó getur lóðarhafi sótt um stöðuleyfi fyrir gáma til skipulags- og byggingarnefndar. Gámar með slíkt leyfi mega að hámarki standa á lóð í 1 mánuð og skulu þá fjarlægðir." Í breytingu á deiliskipulaginu frá 2015 er ekki vikið frá þessu ákvæði.
Þar sem deiliskipulagið fyrir svæðið er nú í endurskoðun og nú þegar eru gámar á öðrum lóðum á svæðinu, fellst skipulags- og umhverfisnefnd á að veita Almennu umhverfisþjónustunni tímabundið stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir tvo 40 feta gáma á lóðinni.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur umhverfis- og skipulagssviði að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum, í samræmi við gildandi gjaldskrá og reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ.

2.Stöðuleyfi fyrir pylsuvagn Bongó slf.

Málsnúmer 2204012Vakta málsnúmer

Bongó slf. sækir um tímabundið stöðuleyfi fyrir matarvagn sem staðsettur verður á Grundargötu 33, miðbæjarsvæði, líkt og fyrri ár. Umrætt tímabil er frá 15. maí til 15. september 2022.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur umhverfis- og skipulagssviði að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum, í samræmi við gildandi gjaldskrá og reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ.

3.Iðnaðar- og athafnasvæði vestan Kvernár. Deiliskipulag.

Málsnúmer 2101038Vakta málsnúmer

Vegna aukinnar eftirspurnar eftir lóðum á iðnaðar- og athafnasvæðinu vestan Kvernár, leggur skipulagsfulltrúi til að skipulag og lóðamöguleikar á svæðinu verði teknir til áframhaldandi skoðunar og forvinnu. Deiliskipulag svæðisins er frá 1999 með síðari breytingum frá 2006 (Ártún 1-6), 2015 (Ártún 1) og 2020 (Ártún 3). Mikilvægt er að lóðirnar sem skipulagið gerir ráð fyrir séu tiltækar og mæti þörfum dagsins í dag.

Forsaga málsins:
Þann 14. janúar 2021, fól bæjarstjórn skipulags- og umhverfisnefnd að skoða gildandi deiliskipulag á iðnaðarsvæðinu með tilliti til ábendingar sem fram kom í minnisblaði um efnistökumál/efnisnámu í Lambakróarholti, dags. 14.01.2021 þar sem fjallað er um iðnaðarsvæðið (merkt I-1 í nýja aðalskipulaginu) og Lambakróarholtsnámu (merkt E-3 í aðalskipulaginu nýja).

Á 224. fundi sínum þann 27. janúar 2021, tók skipulags- og umhverfisnefnd vel í erindið og fól skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæðið.

Í fundargerð frá fundi ráðgjafarfyrirtækisins Alta með skipulags- og byggingarfulltrúa þann 2. febrúar 2021, var gerð grein fyrir forsendum frekari breytingar á deiliskipulaginu ásamt umræðupunktum og er fundargerðin lögð hér fram til grundvallar áframhaldandi vinnu við deiliskipulagsbreytinguna.

Ekki voru áætlaðir fjármunir í vinnu vegna breytingar á deiliskipulaginu á þessu ári. Engu að síður telur skipulagsfulltrúi að mikilvægt sé að hefja endurskoðun á deiliskipulaginu sem fyrst.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir með skipulagsfulltrúa að nauðsynlegt sé að fara tafarlaust í deiliskipulagsbreytingu fyrir iðnaðarsvæðið.

4.Deiliskipulag hafnarsvæðis og Framness

Málsnúmer 2204011Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi kynnti grófa verk- og tímaáætlun vegna fyrirhugaðrar vinnu við deiliskipulag Framness og hafnarsvæðis austan Nesvegar og sagði frá öflun tilboða og vali á ráðgjafarstofu vegna þessarar vinnu.

5.Breyting á deiliskipulagi Ölkeldudals

Málsnúmer 2003015Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar endurbætt tillaga að útsetningu nýrra lóða vestan við Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól, eftir samráð við fulltrúa úr stjórn Fellaskjóls. Breytingarnar fela í sér: fækkun íbúðareininga um eitt (úr 8 einingum í 7), fækkun bygginga úr þremur í tvær, örlitla hliðrun bygginga innan lóðar þannig að fjögurra eininga raðhús er miðjusett á Fellaskjólsbygginguna. Jafnframt er akfæra göngustígnum hliðrað örlítið.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir endurbætta tillögu og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytta tillögu og auglýsa breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur nefndin til að haldinn verði kynningarfundur fyrir stofnanir og íbúa í næsta nágrenni á auglýsingartímanum.

6.Lóðarblöð fyrir reit sem afmarkast af Sæbóli, Grundargötu, Eyrarveg og FSN

Málsnúmer 2204006Vakta málsnúmer

Fannar Þór Þorfinnsson vék af fundi undir þessum lið.

Lagðar fram til kynningar tillögur að nýjum lóðarblöðum fyrir Sæból 1-11, Sæból 13, Grundargötu 40-42 og Eyrarveg 12-18.

Á vegum skipulags- og umhverfissviðs fer fram vinna við að mæla upp lóðir í Grundarfirði, einkum í tengslum við endurnýjun á lóðarleigusamningum sem eru að renna út. Fyrsti liður í þeirri vinnu var að mæla upp lóðir á reit sem afmarkast af austurhlið lóðar FSN, Grundargötu, Eyrarvegi og Sæbóli. Lóðirnar voru mældar upp af nýrri loftmynd í mjög góðri upplausn og voru lóðarmörkin dregin með tilliti til núverandi notkunar, gróðurs og girðinga á svæðinu.

Við uppmælinguna kom í ljós að stærð lóða í lóðarleigusamningum er víða ekki í samræmi við núverandi notkun lóða og er því lagt til að mörkin verði löguð að raunstærð á nýjum lóðarblöðum með tilheyrandi leiðréttingu á stærðum lóða. Fyrir liggur að byggingarfulltrúi er einn lóðarhafa og kemur hann því ekki að undirbúningi eða afgreiðslu þessa máls.

Á 258. fundi bæjarstjórnar þann 6. apríl 2022 samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar að fela skipulagsfulltrúa að kynna fyrir lóðarhöfum niðurstöðu uppmælinga og nýja afmörkun lóðarmarka fyrir Sæból 1-11, Sæból 13, Grundargötu 40-42 og Eyrarveg 12-18.

Ennfremur var skipulagsfulltrúa falið að ganga frá endanlegum lóðarblöðum, eftir atvikum að fengnum sjónarmiðum lóðarhafa, til endanlegrar staðfestingar og undirritunar bæjarstjóra sem skal jafnframt undirrita og ganga frá lóðarleigusamningum í samræmi við breytingar.


Að loknum þessum dagskrárlið kom Fannar Þór Þorfinnsson aftur inn á fundinn.

7.Verkefnið Römpum upp Ísland og úttekt á aðgengismálum

Málsnúmer 2203050Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá stjórn verkefnisins "Römpum upp Ísland", sem jafnframt var lagt fram á 259. fundi bæjarstjórnar þann 7. apríl sl.

Bæjarstjórn fól þá umhverfis- og skipulagssviði að skrá sveitarfélagið til þátttöku í verkefninu "Römpum upp Ísland" og í framhaldinu að athuga hugsanlega styrki til þess að framkvæma úttekt á aðgengismálum í og við opinberar byggingar og mannvirki í sveitarfélaginu.

8.Mál frá skipulags- og byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2009012Vakta málsnúmer

Staða mála í vinnslu hjá skipulags- og umhverfissviði.
Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi sögðu frá málum sem þau hafa haft til vinnslu frá síðasta fundi nefndarinnar.

9.Blágrænar ofanvatnslausnir í Grundarfirði

Málsnúmer 2102021Vakta málsnúmer

Halldóra Hreggviðsdóttir, jarðfræðingur og hagverkfræðingur og ráðgjafi hjá Alta, kynnti hugmyndafræði og útfærslur blágrænna ofanvatnslausna.

Bæjarfulltrúum hafði verið boðið að sitja fund skipulags- og umhverfisnefndar undir þessum síðasta lið á dagskrá, vegna kynningar Halldóru og umræðna að kynningunni lokinni.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Halldóru Hreggviðsdóttur fyrir góða kynningu til upprifjunar á kostum blágrænna ofanvatnslausna.

Gestir

 • Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri - mæting: 18:05
 • Halldóra Hreggviðsdóttir, Alta - mæting: 18:05
 • Valgeir Þór Magnússon, verkstjóri áhaldahúss - mæting: 18:15
 • Rósa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi - mæting: 18:05
Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá nefndarmönnum.

Fundi slitið - kl. 20:00.